Liverpool 2.0 minnir hann á bestu lið Jürgens Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2023 09:31 Jürgen Klopp með Mohamed Salah eftir sigurinn á West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. AP/Jon Super Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool gekk í gegnum miklar breytingar í sumar og miðjunni var nánast skipt út í heilu lagi. Byrjun liðsins í ensku úrvalsdeildinni lofar góðu fyrir framhaldið. Shay Given, fyrrum markvörður í ensku úrvalsdeildinni og sérfræðingur Match of the Day 2 hjá breska ríkisútvarpinu líst líka vel á það sem er í gangi á Anfield þessa dagana. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Given skrifaði pistil um frábæra byrjun Liverpool sem hefur náð í sextán stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum tímabilsins. Klopp kallar sjálfur liðið sitt Liverpool 2.0 og er að setja saman lið fullt af ungum leikmönnum sem ættu að eiga sín bestu ár í boltanum eftir. Sér mikla breytingu í ár Síðasta tímabil reyndi á Klopp og stuðningsmenn. Hann var enn með ferska fætur fremst á vellinum til að pressa en miðjan réð engan veginn við það að fylgja þeim eftir. Liðin spiluðu sig því hvað eftir í gegnum slitna miðju og vörnin var í sífelldum vandræðum. Given sér mikla breytingu á þessu í ár og sér meira af þessum þungarokksfótbolta sem Klopp er alltaf að tala um og skilaði honum sigri í ensku úrvalsdeildinni og sigri í Meistaradeildinni. Þurfti á andlitslyftingu að halda „Jürgen Klopp er búinn að endurhanna liðið sitt og kallar það Liverpool 2.0 og þegar maður horfir á þá spila þá minnir það mig á hvernig bestu Liverpool liðin hans hafa spilað. Liverpool þurfti svo sannarlega á andlitslyftingu að halda í sumar af því að á síðasta ári höfðu margir leikmenn liðsins ekki lappirnar í að spila Klopp boltann,“ skrifar Shay Given. Liverpool 2.0 reminds me of Jurgen Klopp s best Reds teams - Shay Given analysis https://t.co/hRv085PbNc pic.twitter.com/ipt2meIOIV— Duduza Moyo (@soccer411) September 25, 2023 „Liverpool er að pressa út um allan völl og þeir hafa yngri, hraustari og ferskari miðju sem hefur spilað stórt hlutverk í að við sjáum meira af þessum þungarokksfótbolta,“ skrifar Given. Given bendir á það að miðjan í sigrinum á móti West Ham hafi verið skipuð þeim Dominik Szoboszlai, Alexis Mac Allister og Curtis Jones en saman eru þeir með meðalaldur undir 23 ára. Langt frá því að vera fullkomið „Nýja liðið er auðvitað langt frá því að vera fullkomið. Þeir eru enn ósigraðir í ensku úrvalsdeildinni og aðeins Manchester City er fyrir ofan þá í töflunni. Vandamálin eru aðallega í vörninni og þeir þurfa að þétta raðirnar þar,“ skrifar Given. Given hrósar Darwin Nunez og skilur vel af hverju hann sé svona elskaður af stuðningsmönnum félagsins og þá telur hann það mjög mikilvægt að Mohamed Salah var ekki seldur til Sádí Arabíu þrátt fyrir risatilboð. Hann telur líka að það muni hjálpa Liverpool að vera að keppa í Evrópudeildinni en ekki í hinni krefjandi Meistaradeild. Það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Shay Given, fyrrum markvörður í ensku úrvalsdeildinni og sérfræðingur Match of the Day 2 hjá breska ríkisútvarpinu líst líka vel á það sem er í gangi á Anfield þessa dagana. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Given skrifaði pistil um frábæra byrjun Liverpool sem hefur náð í sextán stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum tímabilsins. Klopp kallar sjálfur liðið sitt Liverpool 2.0 og er að setja saman lið fullt af ungum leikmönnum sem ættu að eiga sín bestu ár í boltanum eftir. Sér mikla breytingu í ár Síðasta tímabil reyndi á Klopp og stuðningsmenn. Hann var enn með ferska fætur fremst á vellinum til að pressa en miðjan réð engan veginn við það að fylgja þeim eftir. Liðin spiluðu sig því hvað eftir í gegnum slitna miðju og vörnin var í sífelldum vandræðum. Given sér mikla breytingu á þessu í ár og sér meira af þessum þungarokksfótbolta sem Klopp er alltaf að tala um og skilaði honum sigri í ensku úrvalsdeildinni og sigri í Meistaradeildinni. Þurfti á andlitslyftingu að halda „Jürgen Klopp er búinn að endurhanna liðið sitt og kallar það Liverpool 2.0 og þegar maður horfir á þá spila þá minnir það mig á hvernig bestu Liverpool liðin hans hafa spilað. Liverpool þurfti svo sannarlega á andlitslyftingu að halda í sumar af því að á síðasta ári höfðu margir leikmenn liðsins ekki lappirnar í að spila Klopp boltann,“ skrifar Shay Given. Liverpool 2.0 reminds me of Jurgen Klopp s best Reds teams - Shay Given analysis https://t.co/hRv085PbNc pic.twitter.com/ipt2meIOIV— Duduza Moyo (@soccer411) September 25, 2023 „Liverpool er að pressa út um allan völl og þeir hafa yngri, hraustari og ferskari miðju sem hefur spilað stórt hlutverk í að við sjáum meira af þessum þungarokksfótbolta,“ skrifar Given. Given bendir á það að miðjan í sigrinum á móti West Ham hafi verið skipuð þeim Dominik Szoboszlai, Alexis Mac Allister og Curtis Jones en saman eru þeir með meðalaldur undir 23 ára. Langt frá því að vera fullkomið „Nýja liðið er auðvitað langt frá því að vera fullkomið. Þeir eru enn ósigraðir í ensku úrvalsdeildinni og aðeins Manchester City er fyrir ofan þá í töflunni. Vandamálin eru aðallega í vörninni og þeir þurfa að þétta raðirnar þar,“ skrifar Given. Given hrósar Darwin Nunez og skilur vel af hverju hann sé svona elskaður af stuðningsmönnum félagsins og þá telur hann það mjög mikilvægt að Mohamed Salah var ekki seldur til Sádí Arabíu þrátt fyrir risatilboð. Hann telur líka að það muni hjálpa Liverpool að vera að keppa í Evrópudeildinni en ekki í hinni krefjandi Meistaradeild. Það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira