Nokkur orð um Sinfó Víkingur Heiðar Ólafsson skrifar 26. september 2023 11:34 Í októberhefti BBC Music Magazine er fjallað um eftirtektarverða tónleika sem framundan eru víðs vegar um heiminn. Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) fær sérstaka umfjöllun fyrir glæsilega vetrardagskrá „þrátt fyrir að starfa í fámennu samfélagi“ eins og það er orðað. Á tónleikaflakki mínu um heiminn hugsa ég oft heim til vina minna í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ég man t.d. ekki eftir að hafa spilað með eða heyrt um hljómsveit þar sem konur skipa stöður aðalhljómsveitarstjóra, staðartónskálds, staðarlistamanns, eru í meirihluta einleikara og hljómsveitarmeðlima. Þetta á þó við um SÍ tónleikaveturinn 2023-24. Mér finnst að við sem þessa eyju byggjum getum verið svolítið stolt af þessari staðreynd, tónleikadagskránni og nýlega útgefnum hljóðritunum með íslenskri tónlist sem vakið hafa verðskuldaða athygli og lof langt út fyrir landsteinana. Ég hef velt fyrir mér stöðu SÍ í kjölfar nokkuð einhliða fréttaflutnings um skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út á dögunum. Skýrslan tekur til heimsfaraldursáranna 2020-2022 og kemst m.a. nokkuð fyrirsjáanlega að þeirri niðurstöðu að sértekjur hafi fallið og áskrifendum fækkað. Þar kemur einnig fram að opinber framlög til hljómsveitarinnar hafi lækkað að raunvirði og er sérstaklega tekið fram að hljómsveitin hafi fengið lægri sérframlög en sambærilegar stofnanir á borð við Þjóðleikhúsið til að takast á við krefjandi rekstrarumhverfi þessa óvenjulega tíma. Ef skýrslan hefði fjallað um tímabil í eðlilegra árferði, t.d. haustið í ár, er ljóst að niðurstöður væru að einhverju leyti aðrar. Það er stemning fyrir tónleikum SÍ og tónleikasókn er orðin svipuð og hún var fyrir heimsfaraldurinn þó kauphegðun fólks (um allan heim) hafi að einhverju leyti færst úr áskriftum að heilum tónleikaröðum yfir í lausa miða á hverja tónleika fyrir sig. Það kemur hins vegar ekki á óvart að rekstur sé í járnum ef framlög halda ekki í við vísitölu án þess að það sé tekið inn í áætlanir, sem í tilfelli stofnunar eins og sinfóníuhljómsveitar eru gerðar 2-3 ár fram í tímann. Í SÍ eru í dag 87 stöðugildi hljóðfæraleikara. Til samanburðar er sinfóníuhljómsveitin í Gautaborg með 109 stöðugildi, sinfóníuhljómsveitin í Bergen 98 og fílharmóníusveit Helsinki 102 svo nokkur dæmi séu tekin af handahófi frá nágrannaþjóðum. Skrifstofa og framkvæmdateymi SÍ telur 13 stöðugildi sem telst verulega lágt í alþjóðlegu samhengi miðað við umfang og eðli tónleikahalds og fræðslustarfs, sem felur í sér tæplega 100 viðburði á ári. Með öðrum orðum: Hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands starfar fólk undir óvenjulegu vinnuálagi við að færa Íslendingum afar metnaðarfulla dagskrá sem stenst vel alþjóðlegan samanburð. Þetta vinnuálag hefur vafalaust áhrif á þær áskoranir í vinnustaðamenningu sem skýrsla Ríkisendurskoðunar kemur inn á. Við þetta bætist að laun hljóðfæraleikara hafa dregist mjög aftur úr sambærilegum störfum og eru á þessum tímapunkti umtalsvert lægri en grunnlaun hljóðfærakennara svo dæmi sé tekið, stéttar sem síst telst oflaunuð. Á hátíðarstundum tölum við þó gjarnan um SÍ sem landslið hljóðfæraleikara. Ég styð hljóðfæraleikara SÍ í kjarabaráttu sinni. Það er von mín að verkfalli verið afstýrt og að stjórnvöldum beri gæfa til að semja um sanngjörn kjör við okkar frábæru hljóðfæraleikara, ráða í þær stöður sem lausar eru og hlúa enn betur að hljómsveitinni okkar. Það tekur áratugi að byggja upp menningarstofnun eins og Sinfóníuhljómsveit Íslands en því miður skamman tíma að hola hana að innan. Höfundur er píanóleikari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Menning Víkingur Heiðar Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í októberhefti BBC Music Magazine er fjallað um eftirtektarverða tónleika sem framundan eru víðs vegar um heiminn. Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) fær sérstaka umfjöllun fyrir glæsilega vetrardagskrá „þrátt fyrir að starfa í fámennu samfélagi“ eins og það er orðað. Á tónleikaflakki mínu um heiminn hugsa ég oft heim til vina minna í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ég man t.d. ekki eftir að hafa spilað með eða heyrt um hljómsveit þar sem konur skipa stöður aðalhljómsveitarstjóra, staðartónskálds, staðarlistamanns, eru í meirihluta einleikara og hljómsveitarmeðlima. Þetta á þó við um SÍ tónleikaveturinn 2023-24. Mér finnst að við sem þessa eyju byggjum getum verið svolítið stolt af þessari staðreynd, tónleikadagskránni og nýlega útgefnum hljóðritunum með íslenskri tónlist sem vakið hafa verðskuldaða athygli og lof langt út fyrir landsteinana. Ég hef velt fyrir mér stöðu SÍ í kjölfar nokkuð einhliða fréttaflutnings um skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út á dögunum. Skýrslan tekur til heimsfaraldursáranna 2020-2022 og kemst m.a. nokkuð fyrirsjáanlega að þeirri niðurstöðu að sértekjur hafi fallið og áskrifendum fækkað. Þar kemur einnig fram að opinber framlög til hljómsveitarinnar hafi lækkað að raunvirði og er sérstaklega tekið fram að hljómsveitin hafi fengið lægri sérframlög en sambærilegar stofnanir á borð við Þjóðleikhúsið til að takast á við krefjandi rekstrarumhverfi þessa óvenjulega tíma. Ef skýrslan hefði fjallað um tímabil í eðlilegra árferði, t.d. haustið í ár, er ljóst að niðurstöður væru að einhverju leyti aðrar. Það er stemning fyrir tónleikum SÍ og tónleikasókn er orðin svipuð og hún var fyrir heimsfaraldurinn þó kauphegðun fólks (um allan heim) hafi að einhverju leyti færst úr áskriftum að heilum tónleikaröðum yfir í lausa miða á hverja tónleika fyrir sig. Það kemur hins vegar ekki á óvart að rekstur sé í járnum ef framlög halda ekki í við vísitölu án þess að það sé tekið inn í áætlanir, sem í tilfelli stofnunar eins og sinfóníuhljómsveitar eru gerðar 2-3 ár fram í tímann. Í SÍ eru í dag 87 stöðugildi hljóðfæraleikara. Til samanburðar er sinfóníuhljómsveitin í Gautaborg með 109 stöðugildi, sinfóníuhljómsveitin í Bergen 98 og fílharmóníusveit Helsinki 102 svo nokkur dæmi séu tekin af handahófi frá nágrannaþjóðum. Skrifstofa og framkvæmdateymi SÍ telur 13 stöðugildi sem telst verulega lágt í alþjóðlegu samhengi miðað við umfang og eðli tónleikahalds og fræðslustarfs, sem felur í sér tæplega 100 viðburði á ári. Með öðrum orðum: Hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands starfar fólk undir óvenjulegu vinnuálagi við að færa Íslendingum afar metnaðarfulla dagskrá sem stenst vel alþjóðlegan samanburð. Þetta vinnuálag hefur vafalaust áhrif á þær áskoranir í vinnustaðamenningu sem skýrsla Ríkisendurskoðunar kemur inn á. Við þetta bætist að laun hljóðfæraleikara hafa dregist mjög aftur úr sambærilegum störfum og eru á þessum tímapunkti umtalsvert lægri en grunnlaun hljóðfærakennara svo dæmi sé tekið, stéttar sem síst telst oflaunuð. Á hátíðarstundum tölum við þó gjarnan um SÍ sem landslið hljóðfæraleikara. Ég styð hljóðfæraleikara SÍ í kjarabaráttu sinni. Það er von mín að verkfalli verið afstýrt og að stjórnvöldum beri gæfa til að semja um sanngjörn kjör við okkar frábæru hljóðfæraleikara, ráða í þær stöður sem lausar eru og hlúa enn betur að hljómsveitinni okkar. Það tekur áratugi að byggja upp menningarstofnun eins og Sinfóníuhljómsveit Íslands en því miður skamman tíma að hola hana að innan. Höfundur er píanóleikari.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun