Lífeyrissjóðir vilja bíða með aukið valfrelsi og starfshópur rýni málið
![Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.](https://www.visir.is/i/8884DCE26C279067F0709B8E2877F29DAF7EC20647DD0B22CB5CA0D3CB84BD1C_713x0.jpg)
Landssamtök lífeyrissjóða og Frjálsi lífeyrissjóðurinn leggja til að beðið verði með að leggja frumvarp um aukið valfrelsi til fjárfestinga í viðbótarsparnaði og að hópur sem vinnur að gerð grænbókar um lífeyriskerfið rýni í málið fyrst. Grænbókin er undanfari hvítbókar með tillögum um lagabreytingar.