Innlent

Tafir á Kvöldfréttum Stöðvar 2 vegna rafmagnsleysis

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason ætti að vera flytja okkur fréttir á þessari stundu en vegna rafmagnsleysis er ljóst að töf verður á því.
Sindri Sindrason ætti að vera flytja okkur fréttir á þessari stundu en vegna rafmagnsleysis er ljóst að töf verður á því. Vísir/Margrét Björk

Fréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið á réttum tíma vegna rafmagnsleysis, eftir bilun í háspennustreng. Rafmagnsleysið hefur áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og útvarpsstöðva sem hafa starfsemi á Suðurlandsbraut. 

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Breka Loga­syni, upp­lýsinga­full­trúa Orku­veitu Reykja­víkur, er um að ræða há­spennu­bilun.

Rafmagnsleysið hefur áhrif á útsendingu Stöðvar 2 og tengdar rásir, sem eins og er liggja niðri. Að sama skapi liggja útsendingar útvarps, á Bylgjunni, X-inu 977, FM957 og fleiri útvarpsstöðva niðri. 

Unnið er að viðgerð. Ekki er ljóst hve langan tíma þær taka en að sögn Breka taka þær allajafna ekki langan tíma. 

Starfsmenn íþróttadeildar Stöðvar 2 láta fara vel um sig á meðan beðið er eftir að rafmagnið komi á.Vísir/Margrét Björk



Uppfært klukkan 19:15

Rafmagnið kom á rétt í þessu en kerfi innanhúss liggja enn niðri. Ekki er ljóst hvenær fréttatíminn fer í loftið en vonast er til að það verði sem fyrst. 


Tengdar fréttir

Raf­magns­laust á Suður­lands­braut og í Faxa­feni

Raf­magns­laust varð á Suður­lands­braut og í Faxa­feni í Reykja­vík á sjötta tímanum og varði það í rúma klukkustund. Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðar 2, Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva sem reknar eru af Sýn á Suðurlandsbraut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×