Stefna á að hjálpa öðrum háhyrningi úr Gilsfirði á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2023 21:35 Björgunarsveitarfólk hefur skorðað dýrið af þannig að það velti ekki á hliðina á grynningunum. Arianne Gähwiller Háhyrningur hefur setið fastur í Gilsfirði í nokkra daga, en stefnt er að því að flytja hann úr firðinum og sleppa honum lausum á morgun. Ekki er um að ræða sama háhyrning og festist í firðinum um liðna helgi, þótt líklegt sé að dýrin tilheyri sama hópi. „Í raun eru nokkrir dagar síðan hans varð fyrst vart, en það hefur ekki borið mikið á honum þar sem hann er næstum því í kafi,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá MAST. Hér má sjá háhyrninginn sem strandaði í Gilsfirði fyrir helgi og hefur nú verið bjargað. Talið er að hann sé úr sama hópi og dýrið sem nú er fast í firðinum.SJÖFN SÆMUNDSDÓTTIR „Hann er með blástursopið upp fyrir yfirborð vatnsins, þannig að það hefur ekki farið mjög illa um hann en hann er þrjá og hálfan kílómetra austan brúar. Þar gætir nánast ekki flóðs og fjöru, en það gætir hins vegar stórstreymis og lágstreymis. Því miður þá eru brúin og vegurinn hönnuð þannig að á hástreymisflóði er nóg vatn undir brúnni til að hvalir geti synt undir en á lágstreymisflóði- og fjöru, þá fer þarna ekki nokkur hvalur heldur eru þetta bara steinaflúðir,“ segir Þóra. Ekki sé um sama dýr að ræða og festist í firðinum í síðustu viku, og var bjargað á laugardag. „Þau hafa mögulega verið saman á ferðalagi. Annað hefur strandað vestan við brúna, þetta sem var hjálpað út, en þetta dýr hefur farið undir brúna og lokast þar inni.“ Eins sé mögulegt að fleiri dýr hafi tilheyrt hópnum. „Rétt fyrir utan fjörðinn sást til sjö dýra skömmu áður. Við heyrðum líka af því að einhver hefði séð sporð inni í firði, en það hefur ekki fengist staðfest. Það var leitað í kringum allan fjörðinn, lögregla og björgunarsveitir fóru strax á laugardag og það fannst bara þetta eina dýr til viðbótar,“ segir Þóra. Fylgst hefur verið með dýrinu síðustu daga, en slæmt veður hefur torveldað aðgerðir til að koma því úr sjálfheldunni. „Í morgun barst tilkynning um að dýrið hefði lagst á aðra hliðina, og það er vond staða til að vera í þegar maður er hvalur. Í fyrsta lagi þá lifir hann ekki lengi á hlið, og í öðru lagi þá getur vatn komist mjög fljótt í blástursopið,“ segir Þóra. Bændur hafi reist dýrið við, og björgunarsveitin í Búðardal hafi mætt á svæðið og stutt við það með staurum. Nú síðdegis hafi líffræðingur með sérþekkingu á hvölum mætt á svæðið ásamt björgunarsveitarmönnum, með það markmið að skorða dýrið þannig að blástursopið haldist fyrir ofan vatnsborðið. „Það er í undirbúningi að fara í stærri aðgerð á morgun. Þetta er mikil áskorun, því það stendur til að fleyta dýrinu upp á dúk með lyftikútum sem Landhelgisgæslan hefur lagt til, og draga það rólega á þessum búnaði út fjörðinn og undir brú. En þá verður að sæta lagi og hitta á háflóð.“ Átt þú myndir eða myndbönd af háhyrningnum í Gilsfirði? Endilega sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is . Fullum trúnaði er heitið. Hvalir Reykhólahreppur Dýraheilbrigði Dýr Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira
„Í raun eru nokkrir dagar síðan hans varð fyrst vart, en það hefur ekki borið mikið á honum þar sem hann er næstum því í kafi,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá MAST. Hér má sjá háhyrninginn sem strandaði í Gilsfirði fyrir helgi og hefur nú verið bjargað. Talið er að hann sé úr sama hópi og dýrið sem nú er fast í firðinum.SJÖFN SÆMUNDSDÓTTIR „Hann er með blástursopið upp fyrir yfirborð vatnsins, þannig að það hefur ekki farið mjög illa um hann en hann er þrjá og hálfan kílómetra austan brúar. Þar gætir nánast ekki flóðs og fjöru, en það gætir hins vegar stórstreymis og lágstreymis. Því miður þá eru brúin og vegurinn hönnuð þannig að á hástreymisflóði er nóg vatn undir brúnni til að hvalir geti synt undir en á lágstreymisflóði- og fjöru, þá fer þarna ekki nokkur hvalur heldur eru þetta bara steinaflúðir,“ segir Þóra. Ekki sé um sama dýr að ræða og festist í firðinum í síðustu viku, og var bjargað á laugardag. „Þau hafa mögulega verið saman á ferðalagi. Annað hefur strandað vestan við brúna, þetta sem var hjálpað út, en þetta dýr hefur farið undir brúna og lokast þar inni.“ Eins sé mögulegt að fleiri dýr hafi tilheyrt hópnum. „Rétt fyrir utan fjörðinn sást til sjö dýra skömmu áður. Við heyrðum líka af því að einhver hefði séð sporð inni í firði, en það hefur ekki fengist staðfest. Það var leitað í kringum allan fjörðinn, lögregla og björgunarsveitir fóru strax á laugardag og það fannst bara þetta eina dýr til viðbótar,“ segir Þóra. Fylgst hefur verið með dýrinu síðustu daga, en slæmt veður hefur torveldað aðgerðir til að koma því úr sjálfheldunni. „Í morgun barst tilkynning um að dýrið hefði lagst á aðra hliðina, og það er vond staða til að vera í þegar maður er hvalur. Í fyrsta lagi þá lifir hann ekki lengi á hlið, og í öðru lagi þá getur vatn komist mjög fljótt í blástursopið,“ segir Þóra. Bændur hafi reist dýrið við, og björgunarsveitin í Búðardal hafi mætt á svæðið og stutt við það með staurum. Nú síðdegis hafi líffræðingur með sérþekkingu á hvölum mætt á svæðið ásamt björgunarsveitarmönnum, með það markmið að skorða dýrið þannig að blástursopið haldist fyrir ofan vatnsborðið. „Það er í undirbúningi að fara í stærri aðgerð á morgun. Þetta er mikil áskorun, því það stendur til að fleyta dýrinu upp á dúk með lyftikútum sem Landhelgisgæslan hefur lagt til, og draga það rólega á þessum búnaði út fjörðinn og undir brú. En þá verður að sæta lagi og hitta á háflóð.“ Átt þú myndir eða myndbönd af háhyrningnum í Gilsfirði? Endilega sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is . Fullum trúnaði er heitið.
Átt þú myndir eða myndbönd af háhyrningnum í Gilsfirði? Endilega sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is . Fullum trúnaði er heitið.
Hvalir Reykhólahreppur Dýraheilbrigði Dýr Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira