Fann mannakúk í regnhlíf í bílnum sínum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. september 2023 10:47 Einhver hefur laumast inn í gamlan bíl sem stóð fyrir utan heimili Valbjörns á Eskifirði, og gert þar þarfir sínar í regnhlíf. Valbjörn Júlíus Þorláksson Íbúi á Eskifirði fann heldur ókræsilegan glaðning í bifreið sinni seinnipartinn í gær. Einhver hafði laumast inn í bílinn, kúkað í regnhlíf og haldið á brott. Regnhlífin var skilin eftir í aftursæti bifreiðarinnar. Valbjörn Júlíus Þorláksson framkvæmdastjóri og íbúi á Eskifirði greindi frá þessari óvenjulegu upplifun á íbúasíðu Eskfirðinga í gær. Þar óskar hann eftir vitnum af atvikinu og birtir myndir af bílnum og regnhlífinni. Í samtali við fréttastofu segir Valbjörn að konan hans hafi farið í búð um tvöleitið í gær og komið heim tveimur tímum síðar. Þá hafi hún tekið eftir því að hurð á bíl í þeirra eigu, sem er ekki í notkun, var opin. Hún spurði Valbjörn hvort hann hefði verið að brasa eitthvað í bílnum, en svo var ekki. „Svo ég fór út og kíkti hvað var í gangi,“ segir Valbjörn. „Þá var gömul barnaregnhlíf í farþegasætinu sem hafði örugglega verið aftur í. Hún var óeðlilega þung og það var ógeðsleg lykt í bílnum. Þá var bara búið að gera þarfir sínar í regnhlífina, búið að skeina sér með blautþurrkum og þetta skilið eftir í bílnum.“ Ég skil ekki neitt Aðspurður um hvernig honum hafi orðið við segist Valbjörn hreinlega vera orðlaus. „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Ég vill ekki trúa að þetta sé af illsku, en það er ekkert eðlilegt við þetta.“ Glaðningurinn sem beið Valbjörns í bílnum hans í gær.Valbjörn Júlíus Þorláksson Hann segir líklega engin vitni hafa orðið af atvikinu en gröfumaður sem var við vinnu skammt frá sagðist ekki hafa séð neitt. „Það voru einhverjir útlendingar á röltinu, en ég tengi þetta ekki endilega við þá.“ Valbjörn segir uppákomur eins og þessa ekki hafa verið vandamál á Eskifirði, þrátt fyrir að þar sé lítið um almenningssalerni. Boðar mögulega mildan vetur Lögreglan mætti á staðinn og tók skýrslu en Valbjörn segist ekki ætla að leggja fram kæru vegna málsins. „Þá hefðu þeir þurft að taka regnhlífina. Ég horfði bara á hana og hugsaði, „ég get ekki látið þá taka þetta í bílinn. Svo hún fór bara beinustu leið í ruslið.“ Dv greindi frá málinu í gær. Í athugasemd við fréttina þar segist Valbjörn hafa séð að einhver hafi skrifað að þetta gæti þýtt að mildur vetur væri framundan. Reynist það rétt myndi þetta undarlega atvik að minnsta kosti hafa eitthvað jákvætt í för með sér. Fjarðabyggð Tengdar fréttir Grímuklæddur maður skeit á bíl í Kópavogi Vægast sagt undarlegt atvik átti sér stað í Kópavogi rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Maður gekk upp að bíl á Álfhólsvegi, virti hann fyrir sér og gekk í burtu. Stuttu síðar kom maðurinn aftur en lét sér þá ekki nægja að skoða bifreiðina, heldur girti hann niður sig og skeit á húddið. Eigandi bílsins birti myndband af athæfinu og velti fyrir sér hvaða skilaboð væri verið að senda. 5. febrúar 2023 08:09 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Valbjörn Júlíus Þorláksson framkvæmdastjóri og íbúi á Eskifirði greindi frá þessari óvenjulegu upplifun á íbúasíðu Eskfirðinga í gær. Þar óskar hann eftir vitnum af atvikinu og birtir myndir af bílnum og regnhlífinni. Í samtali við fréttastofu segir Valbjörn að konan hans hafi farið í búð um tvöleitið í gær og komið heim tveimur tímum síðar. Þá hafi hún tekið eftir því að hurð á bíl í þeirra eigu, sem er ekki í notkun, var opin. Hún spurði Valbjörn hvort hann hefði verið að brasa eitthvað í bílnum, en svo var ekki. „Svo ég fór út og kíkti hvað var í gangi,“ segir Valbjörn. „Þá var gömul barnaregnhlíf í farþegasætinu sem hafði örugglega verið aftur í. Hún var óeðlilega þung og það var ógeðsleg lykt í bílnum. Þá var bara búið að gera þarfir sínar í regnhlífina, búið að skeina sér með blautþurrkum og þetta skilið eftir í bílnum.“ Ég skil ekki neitt Aðspurður um hvernig honum hafi orðið við segist Valbjörn hreinlega vera orðlaus. „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Ég vill ekki trúa að þetta sé af illsku, en það er ekkert eðlilegt við þetta.“ Glaðningurinn sem beið Valbjörns í bílnum hans í gær.Valbjörn Júlíus Þorláksson Hann segir líklega engin vitni hafa orðið af atvikinu en gröfumaður sem var við vinnu skammt frá sagðist ekki hafa séð neitt. „Það voru einhverjir útlendingar á röltinu, en ég tengi þetta ekki endilega við þá.“ Valbjörn segir uppákomur eins og þessa ekki hafa verið vandamál á Eskifirði, þrátt fyrir að þar sé lítið um almenningssalerni. Boðar mögulega mildan vetur Lögreglan mætti á staðinn og tók skýrslu en Valbjörn segist ekki ætla að leggja fram kæru vegna málsins. „Þá hefðu þeir þurft að taka regnhlífina. Ég horfði bara á hana og hugsaði, „ég get ekki látið þá taka þetta í bílinn. Svo hún fór bara beinustu leið í ruslið.“ Dv greindi frá málinu í gær. Í athugasemd við fréttina þar segist Valbjörn hafa séð að einhver hafi skrifað að þetta gæti þýtt að mildur vetur væri framundan. Reynist það rétt myndi þetta undarlega atvik að minnsta kosti hafa eitthvað jákvætt í för með sér.
Fjarðabyggð Tengdar fréttir Grímuklæddur maður skeit á bíl í Kópavogi Vægast sagt undarlegt atvik átti sér stað í Kópavogi rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Maður gekk upp að bíl á Álfhólsvegi, virti hann fyrir sér og gekk í burtu. Stuttu síðar kom maðurinn aftur en lét sér þá ekki nægja að skoða bifreiðina, heldur girti hann niður sig og skeit á húddið. Eigandi bílsins birti myndband af athæfinu og velti fyrir sér hvaða skilaboð væri verið að senda. 5. febrúar 2023 08:09 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Grímuklæddur maður skeit á bíl í Kópavogi Vægast sagt undarlegt atvik átti sér stað í Kópavogi rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Maður gekk upp að bíl á Álfhólsvegi, virti hann fyrir sér og gekk í burtu. Stuttu síðar kom maðurinn aftur en lét sér þá ekki nægja að skoða bifreiðina, heldur girti hann niður sig og skeit á húddið. Eigandi bílsins birti myndband af athæfinu og velti fyrir sér hvaða skilaboð væri verið að senda. 5. febrúar 2023 08:09