Enski boltinn

Sjáðu Arnór skora hjá Rúnari Alex og Rúnar síðan verja frá honum víti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Sigurðsson fagnar marki sínu fyrir Blackburn Rovers á móti Cardiff City.
Arnór Sigurðsson fagnar marki sínu fyrir Blackburn Rovers á móti Cardiff City. Getty/Alex Dodd

Arnór Sigurðsson og félagar í Blackburn Rovers tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum enska deildabikarsins með 5-2 sigri á Cardiff City í gær.

Arnór skoraði annað mark Blackburn í leiknum og kom þá liðinu aftur yfir eftir að Cardiff jafnaði.

Arnór skoraði þarna fram hjá landa sínum Rúnari Alex Rúnarssyni sem var í marki Cardiff.

Rúnar Alex átti þó eftir að svara aðeins fyrir sig því hann varði vítaspyrnu frá Arnóri á 53. mínútu leiksins.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum sem og vítaspyrnuna sem Rúnar Alex varði.

Klippa: Svipmyndir frá Íslendingaslag Blackburn og Cardiff



Fleiri fréttir

Sjá meira


×