LeBron undirbýr sig fyrir tímabilið „eins og nýliði“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. september 2023 16:40 LeBron James er á leiðinni inn í sitt 21. tímabil í NBA deildinni AP/Marcio Jose Sanchez LeBron James mun spila fyrir Los Angeles Lakers á sínu 21. tímabili í NBA deildinni í vetur. Þrátt fyrir að hafa misst mikið úr síðasta tímabili er hann staðráðinn í að komast í sitt allra besta leikform. LeBron verður 39 ára í desember og hefur spilað í NBA deildinni síðan hann var valinn af Cleveland Cavaliers árið 2003. Leikmaðurinn hefur lítið látið af snilli sinni og var með frábæra tölfræði á síðasta tímabili, en missti af 27 leikjum vegna meiðsla. Hann hefur frá dögum sínum með Miami Heat verið frumkvöðull og mikill talsmaður þess að leikmenn deildarinnar taki sér hvíld frá leikjum öðru hverju. Nú hefur NBA deildin þó hert reglur sínar varðandi hvíldartíma leikmanna. LeBron er sem áður segir kominn á nokkuð háan aldur og frá því að hann gekk til liðs við Lakers fyrir fimm árum hefur hann misst af fleiri leikjum (111) heldur en öll fimmtán árin þar áður (71). Framkvæmdastjóri LA Lakers, Rob Pelinka, hefur ekki áhyggjur af þessari þróun. „Það er ótrúlegt að sjá leikmann með 20 ár undir beltinu undirbúa sig fyrir 21. árið eins og hann sé nýliði.“ Pelinka sagði svo liðið vera búið að styrkja sig fyrir tímabilið og búa yfir betri breidd en áður, sem muni setja minna álag á stjörnurnar. „Við þurfum að vinna saman til að hjálpa LeBron að komast heill í gegnum tímabilið og inn í úrslitakeppnina. Ég held að breiddin sem við höfum bætt við okkur, fjölbreytnin fram á við, skotmennirnir, allt er þetta að fara að hjálpa við það“ bætti Pelinka við. Lakers hafa haldið kjarnanum af liði síðasta árs saman, samningar voru framlengdir við Anthony Davis, Austin Reaves, D'Angelo Russell, Rui Hachimure og Jared Vanderbilt. Þeir bættu svo við sig nýjum mönnum í Christian Wood, Gabe Vincent, Taurean Prince, Jaxson Hayes og Cam Reddish. Þeir duttu út í úrslitum vesturhlutans í fyrra en gera aðra atlögu að titlinum á þessum tímabili. Fyrsti leikur þeirra verður þann 24. október gegn ríkjandi meisturum í Denver Nuggets. NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
LeBron verður 39 ára í desember og hefur spilað í NBA deildinni síðan hann var valinn af Cleveland Cavaliers árið 2003. Leikmaðurinn hefur lítið látið af snilli sinni og var með frábæra tölfræði á síðasta tímabili, en missti af 27 leikjum vegna meiðsla. Hann hefur frá dögum sínum með Miami Heat verið frumkvöðull og mikill talsmaður þess að leikmenn deildarinnar taki sér hvíld frá leikjum öðru hverju. Nú hefur NBA deildin þó hert reglur sínar varðandi hvíldartíma leikmanna. LeBron er sem áður segir kominn á nokkuð háan aldur og frá því að hann gekk til liðs við Lakers fyrir fimm árum hefur hann misst af fleiri leikjum (111) heldur en öll fimmtán árin þar áður (71). Framkvæmdastjóri LA Lakers, Rob Pelinka, hefur ekki áhyggjur af þessari þróun. „Það er ótrúlegt að sjá leikmann með 20 ár undir beltinu undirbúa sig fyrir 21. árið eins og hann sé nýliði.“ Pelinka sagði svo liðið vera búið að styrkja sig fyrir tímabilið og búa yfir betri breidd en áður, sem muni setja minna álag á stjörnurnar. „Við þurfum að vinna saman til að hjálpa LeBron að komast heill í gegnum tímabilið og inn í úrslitakeppnina. Ég held að breiddin sem við höfum bætt við okkur, fjölbreytnin fram á við, skotmennirnir, allt er þetta að fara að hjálpa við það“ bætti Pelinka við. Lakers hafa haldið kjarnanum af liði síðasta árs saman, samningar voru framlengdir við Anthony Davis, Austin Reaves, D'Angelo Russell, Rui Hachimure og Jared Vanderbilt. Þeir bættu svo við sig nýjum mönnum í Christian Wood, Gabe Vincent, Taurean Prince, Jaxson Hayes og Cam Reddish. Þeir duttu út í úrslitum vesturhlutans í fyrra en gera aðra atlögu að titlinum á þessum tímabili. Fyrsti leikur þeirra verður þann 24. október gegn ríkjandi meisturum í Denver Nuggets.
NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira