Handbolti

Eyjakonur vinna einvígið í Evrópubikarnum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
346271527_944007920261223_6530268766318277720_n
Pawel Cieslikiewicz

ÍBV vann einvígi sitt í 2. umferð Evrópubikars kvenna í handbolta gegn portúgalska liðinu Colé­gio de Gaia. Seinni leikurinn tapaðist með einu marki en sigurinn í gær dugði til og einvígið endar 53-50 samanlagt fyrir ÍBV. 

ÍBV vann fyrri leik liðanna í gær með fjórum mörkum, 27-23, þar sem þær duttu á rosalegan endasprett og skoruðu síðustu sex mörk leiksins. 

Endaspretturinn var aftur frábær hjá Eyjakonum í dag en dugði ekki til sigurs í leiknum. Portúgalarnir leiddu leikinn lengst framan af og komust mest fimm mörkum yfir. 

Þær héldu vel í forystuna og það var ekki fyrr en undir lok leiks að Eyjakonur fóru að saxa á. Sara Dröfn Ríkharðsdóttir og Birna Berg Haraldsdóttir fóru þar fremstar í flokki, settu 8 mörk á fimmtán mínútna kafla og jöfnuðu leikinn. 

Þeim porúgölsku tókst þó að lauma tveimur mörkum inn á lokamínútunum áður en Sara Dröfn minnkaði muninn á síðustu sekúndu. Niðurstaða leiksins eins marks tap, en sigurvegarar einvígisins eru Eyjakonur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×