Hin 26 ára gamla Biles sneri aftur í fimleikasalinn í kvöld þegar hún hóf leik á HM í fimleikum sem fram fer í Belgíu. Biles hafði ákveðið að hætta allri fimleikaiðkun en dró þá ákvörðun til baka og var ekki lengi að minna fólk á hvað í henni býr.
Hún varð fyrst kvenna til að lenda stökkinu sem hefur hingað til verið þekkt sem „Yurchenko double pike.“ Verður stökkið héðan í frá nefnt Biles II í höfuðið á þessari mögnuðu íþróttakonu.
Simone Biles is otherworldly @USAGym I #ThatsaW pic.twitter.com/wOQ1C64bBK
— espnW (@espnW) October 1, 2023
Biles á 19 heimsmeistaratitla og situr sem stendur í efsta sæti og á möguleika á að komast í úrslit í öllum fjórum flokkunum sem hún keppir í. Það kæmi því lítið á óvart ef heimsmeistaratitlarnir yrðu enn fleiri þegar mótinu í Belgíu lýkur.