Fyrirbyggja að sagan endurtaki sig ekki og við hentum barninu út aftur með baðvatninu? Ástþór Ólafsson skrifar 7. október 2023 07:01 Umræðan um kynja- og kynlífsfræðslu í grunnskólum hefur verið áberandi síðastliðnu ár og orðið enn háværari nýlega. Hún hefur skipst niður í þá sem eru hlynntir fræðslunni og ekki. Áhyggjur og hugmyndir um hvað þessi fræðsla gæti borið með sér eins og hún gæti skapað umhverfi þar sem börnin hallast meira að því að gerast sam-, tví- og pankynhneigð, á sama tíma að þau sýni af sér afbrigðilega kynferðislega hegðun og verði líka auðvelt skotmark þeirra sem aðhyllast þau með kynferðislegum hætti. Þarna eru margar flóknar spurningar en hvað með að þau upplýsist um sinn eigin líkama, kynfæri, kynin og kynlíf? Þetta eru erfið viðfangsefni enda síðan virðist fólk skiptast niður í þau sem finnst að auka ætti Kristin fræðslu á meðan aðrir velja stærri rými til athafna eins og frelsi í hugsun og vilja til að gera breytingar óháð forræðishyggjunni. En hugsum þetta aðeins dýpra. Hvað hefur verið að gerast undanfarna áratugi? Kynferðislegt áreitni og ofbeldi hefur verið að aukast sem hefur búið til aðstæður að barnaníðingar leika lausum hala án nokkurra fyrirstöðu. Er það kynja- og kynlífsfræðslu að kenna? Varla, enda námsgreinin sjálf fremur ný á nálinni þannig óneitanlega hægt að rekja þetta þangað. Hvað veldur því að barnaníðsmenning nái að grassera eins og sé um eftirsóttan vöxt að ræða? Þarna hlýtur fólk að staldra við og hugsa hvernig er hægt að koma í veg fyrir að þessi menning stækki og fara í raun og veru að hverfa út í himinskautin? Það hlýtur að vera að fólki sé nóg boðið hvernig þessi menning fær stækkandi sess í okkar tilvist. Að mér lútandi þá liggur það í augum uppi að það þarf að fræða börnin frá ungum aldri svo þau séu meðvituð um sinn eigin líkama, kynfæri, og hvernig kynlíf eigi sér stað þannig að barnaníðingar séu ekki þeir sem séu að fræða. Ef einhverjum finnst það ekki vera fagnaðarerindi að við séum að taka fram fyrir hendur á barnaníðingum þá þarf fólk að athuga betur sitt siðferði og sína afstöðu gagnvart börnum. Eða treystum við ekki kennurum um að sjá um þennan hluta kennslunnar? Með þessu er hægt að kafa dýpri ofan í efniviðinn en þessar háværu raddir hafa myndast nýlega í kringum bókina „Kyn, kynlíf og allt hitt (Cory Silverberg og Fiona Smyth (2015). En þessa bók gaf Menntamálastofnun út á þessu ári. Hún á að vera fyrir allan grunnskólaaldur en það sem hefur vakið umhugsun er aldurinn 7-10 ára. Það má eiginlega segja að þessi bók sé búin að vera mikið á milli tannanna á fólki undanfarin misseri. Sennilega vegna þess að þetta er ekki sjálfstæð útgáfa sem hægt er að lesa ef þörf ber á heldur er hún töluvert aðgengilegri. Á sama tíma er Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (World Health Organization) að gefa út stefnu um að kenna nemendum á aldrinum 4-10 ára kynja- og kynlífsfræðslu, hér. Þar af leiðandi er þetta að komu úr mörgum áttum og greinilega á að fara leggja áherslur á að kenna börnum eins og hvernig líkaminn virkar, kynin eru fleiri, sjálfsfróun, kynlíf o.s.frv. En þessi ofantalda bók fer yfir þetta og margt áhugavert en líka ósköp eðlilegt að athugasemdir komi fram þegar svona kennsluefni á sér stað. Það sem hefur vakið mikla athygli er að þessi bók á að vera fyrir 7-10 ára aldur og þarna koma fram setningar eins og „Læra um kynlíf sé eins og að fara í tívolí“ í því samhengi kemur - þú getur aldrei gert allt á einum degi. Ásamt mörgu öðru. En þarna þarf að velta fyrir sér fáránleikanum umhverfist þetta eins og munurinn er töluverður ef kennir spyr þessara spurninga og fær nemendur til endurspegla en þegar fullorðin aðili sem er með annarlegan tilgang í huga þá hljómar þetta fáránlega. Enda eru kennarar með menntun í að beita ákveðinni kennslufræðilegri nálgun og ég veit fyrir víst að kennarar þaul hugsa svona laga áður en það er kennt. Það er enginn kennari að fara stökkva af stað án þess að íhuga þetta fram og aftur. Enda vita kennarar hvað börn ráða við og finna það fljótlega til að geta aðlagað námsefnið þannig að það sé bæði gert með faglegum og siðferðilegum hætti. Ég efast um að barnaníðingar fari að færasta með sterkum hætti inn í skólana til að einblína á þetta námsefni eingöngu eða að kennarar fari að breytast í barnaníðinga. En það má alveg trú því hugræna misræmi. Þetta ásamt öðru hefur verið að skapa umræðu en það sem hefur fengið minni svigrúm er að í bókinni eru lagðar áherslur á virðingu, traust, og réttlæti sem er mjög mikilvægt að börn tileinki sér. Ég er mjög hrifinn af þeirri nálgun að börn séu að beita gagnrýni hugsun varðandi hvað þýða þau orð og hvernig er hægt að nota þetta með uppbyggjanlegum hætti. Þar af leiðandi, er viðeigandi að velta fyrir sér nokkrum sjónarhornum varðandi þessa bók og umræðuna um kynferðislegt ofbeldi. Það fyrsta, hvert er forvarnargildi bókarinnar þegar kemur að því að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi. Þarna ætla ég að greinast fyrir um hvað þroskasálfræðingurinn Jean Piaget sagði um vitsmunaþroska. Það seinna, hvað sagði sálgreinandinn Erik Erikson um persónuleikaþroska. Það þriðja, hvað sálgreinendurnir Sigmund Freud, Melanie Klein og Karen Horney lögðu til í þessari umræðu frá sálgreiningar sjónarmiðinu. Það fjórða, hvernig heimspekingurinn Michel Foucault samræmir þetta allt saman í framhaldi við þróun tímans. Jean Piaget Þroskasálfræðingurinn Jean Piaget (1896-1980) setti fram kenningu um hvernig börn skilja sjálfan sig og umheiminn. Hann setti þetta fram út frá aldursbilum og vildi meina að þroskaskeiðin væri fjögur: skynhreyfi stig (0-2 ára), foraðgerðastig (2-7 ára), stig hlutbundinna aðgerða (7-11 ára) og stig formlegra aðgerða (11-16). Á fyrsta stiginu er barnið að takast á við umhverfið sitt í gegnum hreyfingu. Á seinni stiginu er barnið að notast við tákn til að vinna með umhverfið sitt og hvernig það upplifir það. Einhliða hugsun og erfitt að sjá sjónarmið annarra. Það þriðja er að barnið hefur öðlast rökhugsun til tengjast ákveðnum hlutum. Það fjórða er að barnið getur núna beitt rökhugsun án þess að notast við hluti. Líka getur hugsað um eigin hugsanir. Piaget vill meina að hugsun verði meir og meir eftir því sem barnið eldist og það ræður við flóknari hugsun því eldri sem það verður. Barnið á að þreifa á umhverfinu, gera mistök og læra af þeim til að skilja betur sinn hugarheim í tengslum við umhverfið. (Aldís Unnur Guðmundsdóttir, 2020). Hans kenning hefur verið rannsökuð í þaula síðan þá og hafa rannsakendur eingöngu sé skeikun upp á nokkra mánuði (Babakr, Mohamedamin og Kakamad, 2019), þannig hún er í hóp kenninga eins og afstæðiskenningu Einstein, þyngdarlögmál Newton o.s.frv. Það er ávallt hægt að koma með nýjan vinkil til að ræða en áreiðanleikinn og réttmætið nánast óhaggandi. Erik Erikson Sálgreinandinn Erik Erikson (1902-1994) setti fram kenningu eins og Piaget sem samfellu en um hvernig persónuleikinn myndi þroskast frá fæðingu til fullorðinsaldurs. Hann vildi meina að persónuleiki barna þróist með ákveðnum hætti á vissum aldursbilum. Fæðing til eins árs: traust eða vantraust. Eins árs til þriggja ára: sjálfstæði eða efi, skömm. Þriggja til fimm ára: frumkvæði eða sektarkennd. Sex til 11 ára: dugnaður eða minnimáttarkennd. 12-18 ára: sjálfsmynd eða sjálfsmyndarruglingur. Síðan heldur hann áfram enda tæpir hann á til 80 ára aldurs. Hann vildi meina að persónuleikaþroski barnsins myndi vera hægra megin traust o.s.frv. ef bæði sál- og félagslega umhverfið myndi bera með sér góða næringu og utanumhald sem myndi skapa stöðugleika. En þau sem myndu vera vinstra megin skortir þetta sál- og félagslega sem getur orðið til þess að barnið fara út í veröldina með efa um traust, stútfullt af sektarkennd sem skapi minnimáttarkennd (Aldís Unnur Guðmundsdóttir, 2020). Þarna er hægt að skoða áföll í æsku sem geta haft sterka tilhneigingu um að þróast á vinstri hlutanum og barist á móti því sem er á hægri. Þar af leiðandi þarf að innleiða með sterkum hætti það hægra megin hvort sem horft er til skóla, íþrótta, tónlistar o.s.frv. Sigmund Freud Sálgreinandinn Sigmund Freud (1856-1939) varpaði fram kenningum um persónuleikaþroska og kynþroska. Enda áttaði hann sig á að bæði ytri og innri umhverfi barnsins væri í samhengi við sál- og félagsfræðilegar aðstæður sem og menningarlegar. Hann kom fram með kenningu persónuleikann sem hann kallaði sjálfið og vildi skipta því í þrennt: undirsjálfið, sjálfið og yfirsjálfið. Undirsjálfið snýr að grunnhvötum – borða, drekka, sofa, kynlíf o.s.frv. Yfirsjálfið tengist siðferðinu sem stýrist um hvað er rétt og rangt í samstarfi við foreldra, stofnanir o.s.frv. En sjálfið er í togstreitu á milli undir og yfirsjálfsins. Ef annað hvort undir eða yfirsjálfið nær ýktum viðbrögðum getur verið hætta á ferð. Hann fór líka inn á kynorku barna sem hann telur að sé þroski sem á sér stað á líkamshlutum barna og hvernig þeir mótast í samhengi við sjálft sig og umhverfið. Hann skiptir því í fimm stig. Það fyrsta, kallar hann munnstigið (oral stage) frá fæðingu til 1 árs. En þarna verða þarfir barnsins í gegnum sog eins og brjóstamjólk, snuð, sleikir allt sem hægt er að snerta o.s.frv. Annað stigið, endaþarmsstigið (anal stage) frá 1 árs til þriggja ára enda snúa þarfir barnsins meira og minna að skilja hvernig hægðir og þvag eiga sér stað, læra að hætt að vera með bleyju, þjálfa sjálfstæði til að fara á salernið sjálft. Þriðja, kallar hann kynfærastigið (phallic stage) frá þriggja til sex ára en þar eru börn að uppgötva sitt eigið kynfæri og líka muninn á strákum og stelpum. Fjórða, kallar hann duldastigið (latent stage) frá sex til kynþroska enda byrja börn að skoða hvernig virkar þeirra kynfæri og í hvað tilgangi er það þarna. Kynferðislegar langanir eru duldar en opinberast hægt og rólega því meira sem tilraunir eiga sér stað. Þarna er hægt að búa til skömm, sektarkennd og minnimáttarkennd með því að refsa barn fyrir til dæmis að stunda sjálfsfróun og geta orðið bældar tilhneigingar. Það fimmta kallar hann kynþroskastigið (genital stage) frá kynþroska og fram á við enda sé þarna búið að taka út tilraunir, þreifa á umhverfinu og skilja hvernig líkaminn og kynfærin virka. Hann fór líka inn á að börn þrói með sér einhverja öfund gagnvart foreldrum sínum sem tengist kynfærum foreldrana. Hann vildi meina að stúlkur þrói með sér reðuröfund (penis envy) vegna þess að þær vilja vera með karlkyns kynfæri og eru þá í mikilli togstreitu gagnvart móður sinni. Líka að stúlkur þrói með sér Electra fléttu (electra complex) þar sem þær eru í samkeppni við móður sína um ást föður. Þetta tvennt hefur verið undir ödipusarduldinni (oedipus complex). Burt séð frá þessu þá vildi hann meina að á fjórða stiginu væru börn í mestri hættu á að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi enda er kynorkan orðin áberandi og þarna vafðist fyrir honum mikið hvernig áföll eiga sér stað og hvernig það hefur áhrif á framvindu í lífinu. Hann var meðvitaður um að Kristin trú hefði mikið með kynferðislegt ofbeldi að gera og áföll. Gagnrýnir hvernig sú trú bælir og þaggar niður á meðan myrkvakenndir hlutir eigi sér stað þótt að Guð og Jesús sé í forgrunni (Fromm, 1961). Melanie Klein Sálgreinandinn Melanie Klein (1882-1960) kom fram með kenningu um tengls við hluti (object relations theory) hvernig börn þroskast í tengslum við hluti eins og foreldra og aðra hvernig foreldrar geta haft áhrif á þeirra framvindu í lífinu. Ef barn verður fyrir neikvæðum áhrifum þá mun það að öllu leytinu til móta þeirra hugsun og hegðun. Að tengslamyndun sem á sér stað á vissum tímum gæti skapað geðtengsl barnsins hvernig barnið horfir á sjálft sig tengist öðrum í umhverfinu og ef það er með neikvæðum hætti geti það haft töluverð áhrif á sjálfsmyndina og hvernig hugarheimur barnsins tekur á sig mynd. Þarna er hún undir áhrifum Freud enda nam hún hjá honum og veltir fyrir sér hvernig þessi áföll geta vaxið þannig að sjálf hugsunin og hegðunin sem tengist verður ofviða. Hvernig sterk tengslamyndun getur komið í veg fyrir að áföll taki á sig þessa ofvöxnu mynd þannig sjálfsmynd barnsins verði ekki öfugsnúin (Klein, 1987). Þarna er hægt að horfa á hvernig reiði, hatur, biturmennska út frá áfalli getur haft áhrif á hugsunargang barnsins. Ef ýtt er undir hvatir er snúa að eyðileggingu þá getum við séð sterka tilhneigingu gagnvart aðdraganda sem tengist kynferðislegu ofbeldi enda er þessi neikvæða orka notuð til að svara fyrir áfallið. Þannig að börn sem skortir tengslamyndun eru auðvelt skotmark ofbeldis. Karen Horney Karen Horney (1885-1952) var sálgreinandi og hennar framlag var hvernig geðrænar raskanir eiga sér stað í menningarlegu samhengi. Að hvernig viðmið, viðhorf og gildi geti sagt til um geðrænar raskanir. Hún fór líka inn á kynorku Freud og hvernig kvenlæga hliðin hefði verið eftirbátar í kenningu hans. Að tala um reðuröfund væri afskaplega einhliða og væri frekar hægt að tala um legöfund (womb envy) enda voru karlmenn margir hverjir öfundsverðir út í mæður hvernig þær nærðu samband sitt við börnin og tengdust þeim. Hún vildi meina að kynferðislegt ofbeldi gæti átt sér orsök í þessu öfundsverða sambandi sem myndast þegar faðir sér hvernig móðir tengist barni. Faðirinn verður skilinn eftir, nær ekki að tengjast og þá verður refsiverð hegðun föður hans eina haldreipi vegna þess að reiði, hatur, biturmennska stigmagnast við að sjá þessa birtingarmynd móður og barns sem gerir það að verkum að faðir vill stjórna en ekki leiðbeina. Hún vildi meina að hættan á þessu öfundsverða sambandi stafi af því að feður voru einu sinni synir sem ólust hugsanlega upp við skerta tengslamyndun. Þeir eru þar af leiðandi reiðir út í móður sína og föður sinn en vilja hefna sín á öðrum konum vegna þeirra uppeldi (Horney, 1993). Í dag eru fleiri þættir sem geta tengst eins og óskhyggja og viðbótarþróun um að betrumbæta föðurímyndina og ekki vilja endurspegla hugsun og hegðun föðurs eða móður með því að skapa þær aðstæður sem hefðu geta orðið. Samræmi og áframhald Sá sem kom í kjölfarið og tengdi þetta allt saman var franski heimspekingurinn Michel Foucault (1926-1984). En hann fer enn lengra en fyrirrennara hans og horfir á hvernig kynferðislegt ofbeldi hefur verið staðbundið, hvernig áföll af kynferðislegu ofbeldi hefur verið skilgreint sem geðrænar raskanir og hvernig fordómar gagnvart samkynhneigðum hefur mótast í menningarlegu samhengi. Hann kemur á byltingu sem verður til þess að hugmyndin um frelsið hefur aldrei verið enda orð til að blekkja fólk svo þau hafi trú á því að þau séu frjáls í sinni hugsun. Vegna þess að þau eru frjáls en um leið og þau færa sig nær ákveðnum hugmyndum þá missa þau frelsið enda komin inn á viðkvæman flöt. Hann talar um að fólk þarf að ögra línunni (transgression) sem þýðir að línan sem við athöfnum okkur við býr ávallt við þann möguleika að færast nær okkur þannig að við höfum þrengri svigrúm til að hugsa og hegða okkur. Þannig við eigum að ýta þessari línu frá og ögra henni þannig hún skilgreini ekki okkar svigrúm til athafna. Hann vill meina að sálgreiningin sé búin að ögra línunni og gera það að verkum að kynfæri, kynorka, kynlíf sé búið að taka á sig allt aðra mynd. Að þetta sé ekki eins mikið bælt og þaggað niður þó á hans tíma hafi verið langt í land. Hann vildi líka meina að fordómar væri ótti og fáfræði enda lægi mikill vanþekking í ofbeldi og áföllum. Við ættum að halda áfram með það sem Freud og sálgreinendur settu af stað því þar lægi framþróun samfélagsins. Ef við búum við kúgun, þöggun þá fer kynorkan á ranga staði sem skapar grundvöll fyrir kynferðislegu ofbeldi og áföllum í kjölfarið. Að beita gagnrýni hugsun á bókina og umræðuna um kynferðislegt ofbeldi Eftir að hugleiða þessa umræðu í tengslum við þetta fræðilega samhengi. Þarfa að skoða þetta frá mörgum sjónarhornum. Byrjum á kenningu Piaget og miðum við 7-10 ára aldur en hann taldi að barnið væri byrjað að öðlast rökhugsun og gæti þar af leiðandi leitt hugann um ýmis efni í samfélaginu. Bókin leggur áherslur á 7-10 ára sem þýðir að samkvæmt Piaget ættu börn að geta beitt rökhugsun og vegið og metið hvað kemur út úr þessu. Samkvæmt Erikson þá liggur það í augum uppi að ef barn upplifir að því sé ekki treyst þá myndast ekkert sjálfstæði og ef ekkert sjálfstæði er þá er auðveldara að brjóta á barninu enda felur það sínar tilfinningar bak við minnimáttarkenndina. En barnið á að vera virkt í sinni hugsun og hvernig það tekst á við umhverfið. Hvernig það þroskar sinn persónuleika varðandi getu í hinu og þessu. Þannig bæði Piaget og Erikson myndu vera sammála að fræðsla á þessum aldri ætti að vera aðgengileg í hugsun og hegðun. Að þarna sé mótun á ákveðnum þroska sem er að barnið er tilbúið til að taka við nýjum upplýsingum til að vinna með sem ætti að efla vitsmuna og persónuleikaþroskann. Hvernig Freud horfir á er í sterkri tengingu við forvarnargildið sem svona fræðsla felur í sér enda er verið að fara inn á kynorku barnsins þannig að þessi kynorka sé að öðlast fræðslu sem getur skapað réttan farveg fyrir þessar orku og hægt sér að beita gagnrýninni hugsun á hver sé þessi kynorka og hvernig sé hægt að nota hana með jákvæðum hætti. Þarna er hægt að horfa á sjálfsfróun að það eigi ekki að vera skömmustulegt og refsiverð hugsun eins og Kristin trú hefur viðhaldið í gegnum áratugi og aldir. Líka að þöggun yfir kynferðislegu ofbeldi er eingöngu að bæla niður kynþroska og hættan er að afbrigðileg kynferðisleg hegðun myndist í kjölfarið. Þannig að fræðsla á þessu og hvernig þetta virkar getur ekki annað en eflt þeirra hugsun og hvernig þau taka ákvarðanir. Síðan hvernig Klein horfir á hvernig barnið þroskar sína sjálfsmynd í tengslum við hluti og hvernig tengslamyndun getur haft áhrif á hvort að barnið sér heiminn í reiði, hatri, biturmennsku o.s.frv. Vegna þess að ef börn eru ekki upplýst þá leita þau að upplýsingum á öðrum stað eins og á netinu í dag þar sem nekt og kynlíf er í einhverju samhengi sem rímar við kynferðislegt ofbeldi. BDSM sem er ekkert annað en birtingarform af kynferðislegu ofbeldi. Eyðilegging og tilgangsleysi er leiðarvísirinn enda höfum við séð hvernig OnlyFans hefur holað tilganginn og skapað aðstæður þar sem horft er í tómið sem á endanum gleypir tómið. Horney má eiginlega segja að komi hvað mest inn á þessa umræðu enda tekur hún öðruvísi pól í hæðina. Hún horfir á að mögulega séu kynferðisleg ofbeldi að eiga sér stað vegna þess að karlmenn eru með legöfund vegna þess hvernig móðir og barn tengjast. Að þarna sé hægt að horfa á reiði karlmanna í menningarlegu samhengi að þetta nái mun lengra en í stöku hjónabandi. Þessu fylgir Foucault eftir enda áföll og kynferðislegt ofbeldi - kúgunartæki til að staðbinda hugarheima fólks og þau sem verða fyrir þessu eigi frekar heima á geðdeild. Þetta var gert til að loka á umræðuna að þöggunin myndi ráða ríkjum þannig að viðhorf og viðmið myndu hanga saman í því réttlæta að ef fólk yrði fyrir þessu ofbeldi og það myndi skapa áfall í kjölfarið að þá væri það ekkert annað en geðröskun sem ætti að meðhöndla á geðdeildum. Þessu tengt í nútíma samhengi er hægt að horfa á hvernig menning eins og tónlist hefur skapað vettvang fyrir að ögra línunni sem Foucault vildi einmitt meina að væri eina leiðin til að færa samfélag nær þróun en stöðnun. Ef ég horfi á að ég var einu sinni barn, fór í grunnskóla og tók þátt í menningarleg tengdum þáttum eins og tónlist, tísku o.s.frv. Þarna er ég að horfa á samhengi bókarinnar, stefnu WHO, og menntamálastofnun. Þessi boðskapur hefur komið fram áður þannig þetta er ekkert nýtt á nálinni enda hefur menningin séð um þetta og frætt börnin um hvernig þetta allt saman gengur. Lögum sem börn hlusta á eins og í hipphoppi/rappi, poppi, rokki svo lengi mætti telja en. Ég ólst ég upp við að heyra textabrot eins og „Let´s talk about sex baby, let´s talk about you and me, let´s talk about all the good things and the bad things that may be, let´s talk about sex.“ Síðan þróaðist það í „Bitches ain´t shit but hoes and tricks, lick on deez nutz and suck the dick, get´s the fuck out after you´re done, and I hops in my ride to make a quick run“ en síðan heyrði maður textabrot eins og:„And since we all came from a womanGot our name from a woman and our game from a woman (yeah, yeah), I wonder why we take from our women, Why we rape our women, do we hate our women? (Why? Why?)I think it's time to kill for our women (why? Why? Why? Why?), Time to heal our women, be real to our women, And if we don't we'll have a race of babies, That will hate the ladies, that make the babies (oh, yeah, baby), And since a man can't make oneHe has no right to tell a woman when and where to create oneSo will the real men get up, I know you're fed up ladies, but keep your head up“ Í þessu samhengi vakna upp margar hugleiðingar varðandi hvort að þessi bók sé að fara búa til menningu þar sem barnaníðingar fá að leika lausum hala. Þarna verður maður að staldra við og velta þessu upp frá öðrum sjónarhornum og spyrja sig „hafa barnaníðingar ekki alltaf leikið lausum hala?“ Áður en þessi bók kom út hafa barnaníðingar verið að beita börn kynferðislegu áreitni og ofbeldi langt aftur um tímann. Heimildarmyndin „Examination of Conscience“ (2019) fjallar um kynferðislegt ofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar sem á sér langan aðdraganda um marga áratugi, hér. Máli sem kom upp hér á Íslandi um kynferðislegt ofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar hér. Þannig barnaníðingar hafa verið faldir í embættum víðsvegar um heiminn og yfir þessu hefur verið mikil þöggun en breytist eftir að upp komst að þessi níðingsháttur hafi átt sér stað. En spurning er hvort að þessi bók og önnur fræðsla samhliða eigi eftir að breyta þessari menningu og líka hvort að nemendur eiga eftir að vera upplýstari um þessa hugsun og hegðun til að geta brugðist betur við? Þarna má ekki réttlæta það sem er fordæmt og öfugt. En þá kemur önnur spurning, það sem við höfum notað síðustu áratugi hefur ekki virkað enda kynferðislegt ofbeldi sívaxandi hugsun og hegðun sem skapar áföll sem er ekki leið til að byggja upp samfélagið heldur frekar til að eyðileggja það. Eigum við ekki að prófa eitthvað annað fyrst allt á undan hefur ekki virkað? Enda samkvæmt fræðimönnum er aldur barna 7-10 ára aðgengilegur fyrir kynja- og kynfræðslu enda geta þau breytt rökhugsun og vegið og metið frá öðrum sjónarhornum. Þau eru líka með kynorku sem má ekki beisla um of þannig að þetta skapi útrás í hatri fyrir sjálfum sér og öðrum. Þarna hlýtur forvarnargildið til að fyrirbyggja að kynferðislegu ofbeldi að eiga sér stað vegna þess ef börn eru meðvituð um þetta þá eiga þau auðveldara með að tjá sig ef hefur verið brotið á þeim. Samkvæmt Erikson með fræðslu eru börnin að öðlast traust, sjálfstæði, frumkvæði sem verður til þess að mótun fyrir gagnrýninni hugsun á sér sterkari möguleika. Þarna förum við líka að snúa hlutunum við eins og með hatur gegn konum, sam-, tví- og pankynhneigðum þannig að fordómar og ofbeldi ættu líka að minnka. Afbrigðileg kynferðisleg hegðun fær minni vægi enda vill kynferðisbrota fólk að hún fái byr undir báða vængi. Með þessu lokum við á barnaníðinga enda þegar rökhugsun og gagnrýn hugsun í bland við sterka sjálfsmynd þá verður erfiðari fyrir þá að eiga við börnin eða að börnin eiga auðveldari aðgengi að segja frá. Klein vill að við tengjumst með sterkari hætti þannig að tengslamyndun sé sterkari enda þegar þöggun og bæling á sér stað er möguleikinn fyrir tengingu ávallt fjarlægður. Horney vill að við sneiðum okkur fram hjá eða losum okkur við viðhorf, viðmið og gildi sem snúa að því að ofbeldi og áföll hafi úrslitaáhrifin hvort manneskjan sé að takast á við geðrænar raskanir. Enda hefur þetta verið menningarlegt í áratugi að ofbeldi og áföll sem frásögn sé meðhöndlað sem geðræn röskun. Þarna er viðeigandi að enda á Foucault sem vildi að við myndum ögra línunni þannig að hún þrengi ekki að okkar svigrúmi og frelsið verði ekki tálsýn. Við þurfum að kafa dýpra og með fræðslunni förum við dýpra. Við höfum tækifæri til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig og við hentum ekki barninu og baðvatninu út eins og var gert á sínum tíma þannig gerum ekki sömu mistök. Betrumbætum samfélagið, fræðum börnin í staðinn fyrir að hræða þau, þá losum við okkur við kynferðislegt ofbeldi og áföll því tengt. Það þarf að afnema þessa menningu og það gerist ekki nema með fræðslu. Ef það eru einhverjir sem ættu að geta gert þetta með faglegum og siðferðilegum hætti þá eru það kennarar. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi. Heimildir: Aldís Unnur Guðmundsdóttir. (2020). Lengi Býr Að Fyrstu Gerð. Mál og Menning. Babakr, Z.H., Mohamedamin, P., og Kakamad, K. (2019). Piaget´s Cognitive Developmental Theory: Critical Review. Education Quarterly Reviews, 2(3), bls. 517-524. Foucault, M. (1980). Power/Knowledge: Selected interviews and Other Writings 1972-1977. Colin Gordon (ed.). Pantheon Books. Fromm, E. (1961). Psychoanalysis and religion. Yale Books. Horney, K. (1993). Feminine Psychology. Norton. Klein, M. (1987). Selected by Melanie Klein. Free Press. Silverberg,C., og Smyth, F. (2023). Kyn, kynlíf og allt hitt. (Ragnhildur Guðmundsdóttir, .þýð). Menntamálastofnun. (Upphafleg útgáfa 2015). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Ólafsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um kynja- og kynlífsfræðslu í grunnskólum hefur verið áberandi síðastliðnu ár og orðið enn háværari nýlega. Hún hefur skipst niður í þá sem eru hlynntir fræðslunni og ekki. Áhyggjur og hugmyndir um hvað þessi fræðsla gæti borið með sér eins og hún gæti skapað umhverfi þar sem börnin hallast meira að því að gerast sam-, tví- og pankynhneigð, á sama tíma að þau sýni af sér afbrigðilega kynferðislega hegðun og verði líka auðvelt skotmark þeirra sem aðhyllast þau með kynferðislegum hætti. Þarna eru margar flóknar spurningar en hvað með að þau upplýsist um sinn eigin líkama, kynfæri, kynin og kynlíf? Þetta eru erfið viðfangsefni enda síðan virðist fólk skiptast niður í þau sem finnst að auka ætti Kristin fræðslu á meðan aðrir velja stærri rými til athafna eins og frelsi í hugsun og vilja til að gera breytingar óháð forræðishyggjunni. En hugsum þetta aðeins dýpra. Hvað hefur verið að gerast undanfarna áratugi? Kynferðislegt áreitni og ofbeldi hefur verið að aukast sem hefur búið til aðstæður að barnaníðingar leika lausum hala án nokkurra fyrirstöðu. Er það kynja- og kynlífsfræðslu að kenna? Varla, enda námsgreinin sjálf fremur ný á nálinni þannig óneitanlega hægt að rekja þetta þangað. Hvað veldur því að barnaníðsmenning nái að grassera eins og sé um eftirsóttan vöxt að ræða? Þarna hlýtur fólk að staldra við og hugsa hvernig er hægt að koma í veg fyrir að þessi menning stækki og fara í raun og veru að hverfa út í himinskautin? Það hlýtur að vera að fólki sé nóg boðið hvernig þessi menning fær stækkandi sess í okkar tilvist. Að mér lútandi þá liggur það í augum uppi að það þarf að fræða börnin frá ungum aldri svo þau séu meðvituð um sinn eigin líkama, kynfæri, og hvernig kynlíf eigi sér stað þannig að barnaníðingar séu ekki þeir sem séu að fræða. Ef einhverjum finnst það ekki vera fagnaðarerindi að við séum að taka fram fyrir hendur á barnaníðingum þá þarf fólk að athuga betur sitt siðferði og sína afstöðu gagnvart börnum. Eða treystum við ekki kennurum um að sjá um þennan hluta kennslunnar? Með þessu er hægt að kafa dýpri ofan í efniviðinn en þessar háværu raddir hafa myndast nýlega í kringum bókina „Kyn, kynlíf og allt hitt (Cory Silverberg og Fiona Smyth (2015). En þessa bók gaf Menntamálastofnun út á þessu ári. Hún á að vera fyrir allan grunnskólaaldur en það sem hefur vakið umhugsun er aldurinn 7-10 ára. Það má eiginlega segja að þessi bók sé búin að vera mikið á milli tannanna á fólki undanfarin misseri. Sennilega vegna þess að þetta er ekki sjálfstæð útgáfa sem hægt er að lesa ef þörf ber á heldur er hún töluvert aðgengilegri. Á sama tíma er Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (World Health Organization) að gefa út stefnu um að kenna nemendum á aldrinum 4-10 ára kynja- og kynlífsfræðslu, hér. Þar af leiðandi er þetta að komu úr mörgum áttum og greinilega á að fara leggja áherslur á að kenna börnum eins og hvernig líkaminn virkar, kynin eru fleiri, sjálfsfróun, kynlíf o.s.frv. En þessi ofantalda bók fer yfir þetta og margt áhugavert en líka ósköp eðlilegt að athugasemdir komi fram þegar svona kennsluefni á sér stað. Það sem hefur vakið mikla athygli er að þessi bók á að vera fyrir 7-10 ára aldur og þarna koma fram setningar eins og „Læra um kynlíf sé eins og að fara í tívolí“ í því samhengi kemur - þú getur aldrei gert allt á einum degi. Ásamt mörgu öðru. En þarna þarf að velta fyrir sér fáránleikanum umhverfist þetta eins og munurinn er töluverður ef kennir spyr þessara spurninga og fær nemendur til endurspegla en þegar fullorðin aðili sem er með annarlegan tilgang í huga þá hljómar þetta fáránlega. Enda eru kennarar með menntun í að beita ákveðinni kennslufræðilegri nálgun og ég veit fyrir víst að kennarar þaul hugsa svona laga áður en það er kennt. Það er enginn kennari að fara stökkva af stað án þess að íhuga þetta fram og aftur. Enda vita kennarar hvað börn ráða við og finna það fljótlega til að geta aðlagað námsefnið þannig að það sé bæði gert með faglegum og siðferðilegum hætti. Ég efast um að barnaníðingar fari að færasta með sterkum hætti inn í skólana til að einblína á þetta námsefni eingöngu eða að kennarar fari að breytast í barnaníðinga. En það má alveg trú því hugræna misræmi. Þetta ásamt öðru hefur verið að skapa umræðu en það sem hefur fengið minni svigrúm er að í bókinni eru lagðar áherslur á virðingu, traust, og réttlæti sem er mjög mikilvægt að börn tileinki sér. Ég er mjög hrifinn af þeirri nálgun að börn séu að beita gagnrýni hugsun varðandi hvað þýða þau orð og hvernig er hægt að nota þetta með uppbyggjanlegum hætti. Þar af leiðandi, er viðeigandi að velta fyrir sér nokkrum sjónarhornum varðandi þessa bók og umræðuna um kynferðislegt ofbeldi. Það fyrsta, hvert er forvarnargildi bókarinnar þegar kemur að því að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi. Þarna ætla ég að greinast fyrir um hvað þroskasálfræðingurinn Jean Piaget sagði um vitsmunaþroska. Það seinna, hvað sagði sálgreinandinn Erik Erikson um persónuleikaþroska. Það þriðja, hvað sálgreinendurnir Sigmund Freud, Melanie Klein og Karen Horney lögðu til í þessari umræðu frá sálgreiningar sjónarmiðinu. Það fjórða, hvernig heimspekingurinn Michel Foucault samræmir þetta allt saman í framhaldi við þróun tímans. Jean Piaget Þroskasálfræðingurinn Jean Piaget (1896-1980) setti fram kenningu um hvernig börn skilja sjálfan sig og umheiminn. Hann setti þetta fram út frá aldursbilum og vildi meina að þroskaskeiðin væri fjögur: skynhreyfi stig (0-2 ára), foraðgerðastig (2-7 ára), stig hlutbundinna aðgerða (7-11 ára) og stig formlegra aðgerða (11-16). Á fyrsta stiginu er barnið að takast á við umhverfið sitt í gegnum hreyfingu. Á seinni stiginu er barnið að notast við tákn til að vinna með umhverfið sitt og hvernig það upplifir það. Einhliða hugsun og erfitt að sjá sjónarmið annarra. Það þriðja er að barnið hefur öðlast rökhugsun til tengjast ákveðnum hlutum. Það fjórða er að barnið getur núna beitt rökhugsun án þess að notast við hluti. Líka getur hugsað um eigin hugsanir. Piaget vill meina að hugsun verði meir og meir eftir því sem barnið eldist og það ræður við flóknari hugsun því eldri sem það verður. Barnið á að þreifa á umhverfinu, gera mistök og læra af þeim til að skilja betur sinn hugarheim í tengslum við umhverfið. (Aldís Unnur Guðmundsdóttir, 2020). Hans kenning hefur verið rannsökuð í þaula síðan þá og hafa rannsakendur eingöngu sé skeikun upp á nokkra mánuði (Babakr, Mohamedamin og Kakamad, 2019), þannig hún er í hóp kenninga eins og afstæðiskenningu Einstein, þyngdarlögmál Newton o.s.frv. Það er ávallt hægt að koma með nýjan vinkil til að ræða en áreiðanleikinn og réttmætið nánast óhaggandi. Erik Erikson Sálgreinandinn Erik Erikson (1902-1994) setti fram kenningu eins og Piaget sem samfellu en um hvernig persónuleikinn myndi þroskast frá fæðingu til fullorðinsaldurs. Hann vildi meina að persónuleiki barna þróist með ákveðnum hætti á vissum aldursbilum. Fæðing til eins árs: traust eða vantraust. Eins árs til þriggja ára: sjálfstæði eða efi, skömm. Þriggja til fimm ára: frumkvæði eða sektarkennd. Sex til 11 ára: dugnaður eða minnimáttarkennd. 12-18 ára: sjálfsmynd eða sjálfsmyndarruglingur. Síðan heldur hann áfram enda tæpir hann á til 80 ára aldurs. Hann vildi meina að persónuleikaþroski barnsins myndi vera hægra megin traust o.s.frv. ef bæði sál- og félagslega umhverfið myndi bera með sér góða næringu og utanumhald sem myndi skapa stöðugleika. En þau sem myndu vera vinstra megin skortir þetta sál- og félagslega sem getur orðið til þess að barnið fara út í veröldina með efa um traust, stútfullt af sektarkennd sem skapi minnimáttarkennd (Aldís Unnur Guðmundsdóttir, 2020). Þarna er hægt að skoða áföll í æsku sem geta haft sterka tilhneigingu um að þróast á vinstri hlutanum og barist á móti því sem er á hægri. Þar af leiðandi þarf að innleiða með sterkum hætti það hægra megin hvort sem horft er til skóla, íþrótta, tónlistar o.s.frv. Sigmund Freud Sálgreinandinn Sigmund Freud (1856-1939) varpaði fram kenningum um persónuleikaþroska og kynþroska. Enda áttaði hann sig á að bæði ytri og innri umhverfi barnsins væri í samhengi við sál- og félagsfræðilegar aðstæður sem og menningarlegar. Hann kom fram með kenningu persónuleikann sem hann kallaði sjálfið og vildi skipta því í þrennt: undirsjálfið, sjálfið og yfirsjálfið. Undirsjálfið snýr að grunnhvötum – borða, drekka, sofa, kynlíf o.s.frv. Yfirsjálfið tengist siðferðinu sem stýrist um hvað er rétt og rangt í samstarfi við foreldra, stofnanir o.s.frv. En sjálfið er í togstreitu á milli undir og yfirsjálfsins. Ef annað hvort undir eða yfirsjálfið nær ýktum viðbrögðum getur verið hætta á ferð. Hann fór líka inn á kynorku barna sem hann telur að sé þroski sem á sér stað á líkamshlutum barna og hvernig þeir mótast í samhengi við sjálft sig og umhverfið. Hann skiptir því í fimm stig. Það fyrsta, kallar hann munnstigið (oral stage) frá fæðingu til 1 árs. En þarna verða þarfir barnsins í gegnum sog eins og brjóstamjólk, snuð, sleikir allt sem hægt er að snerta o.s.frv. Annað stigið, endaþarmsstigið (anal stage) frá 1 árs til þriggja ára enda snúa þarfir barnsins meira og minna að skilja hvernig hægðir og þvag eiga sér stað, læra að hætt að vera með bleyju, þjálfa sjálfstæði til að fara á salernið sjálft. Þriðja, kallar hann kynfærastigið (phallic stage) frá þriggja til sex ára en þar eru börn að uppgötva sitt eigið kynfæri og líka muninn á strákum og stelpum. Fjórða, kallar hann duldastigið (latent stage) frá sex til kynþroska enda byrja börn að skoða hvernig virkar þeirra kynfæri og í hvað tilgangi er það þarna. Kynferðislegar langanir eru duldar en opinberast hægt og rólega því meira sem tilraunir eiga sér stað. Þarna er hægt að búa til skömm, sektarkennd og minnimáttarkennd með því að refsa barn fyrir til dæmis að stunda sjálfsfróun og geta orðið bældar tilhneigingar. Það fimmta kallar hann kynþroskastigið (genital stage) frá kynþroska og fram á við enda sé þarna búið að taka út tilraunir, þreifa á umhverfinu og skilja hvernig líkaminn og kynfærin virka. Hann fór líka inn á að börn þrói með sér einhverja öfund gagnvart foreldrum sínum sem tengist kynfærum foreldrana. Hann vildi meina að stúlkur þrói með sér reðuröfund (penis envy) vegna þess að þær vilja vera með karlkyns kynfæri og eru þá í mikilli togstreitu gagnvart móður sinni. Líka að stúlkur þrói með sér Electra fléttu (electra complex) þar sem þær eru í samkeppni við móður sína um ást föður. Þetta tvennt hefur verið undir ödipusarduldinni (oedipus complex). Burt séð frá þessu þá vildi hann meina að á fjórða stiginu væru börn í mestri hættu á að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi enda er kynorkan orðin áberandi og þarna vafðist fyrir honum mikið hvernig áföll eiga sér stað og hvernig það hefur áhrif á framvindu í lífinu. Hann var meðvitaður um að Kristin trú hefði mikið með kynferðislegt ofbeldi að gera og áföll. Gagnrýnir hvernig sú trú bælir og þaggar niður á meðan myrkvakenndir hlutir eigi sér stað þótt að Guð og Jesús sé í forgrunni (Fromm, 1961). Melanie Klein Sálgreinandinn Melanie Klein (1882-1960) kom fram með kenningu um tengls við hluti (object relations theory) hvernig börn þroskast í tengslum við hluti eins og foreldra og aðra hvernig foreldrar geta haft áhrif á þeirra framvindu í lífinu. Ef barn verður fyrir neikvæðum áhrifum þá mun það að öllu leytinu til móta þeirra hugsun og hegðun. Að tengslamyndun sem á sér stað á vissum tímum gæti skapað geðtengsl barnsins hvernig barnið horfir á sjálft sig tengist öðrum í umhverfinu og ef það er með neikvæðum hætti geti það haft töluverð áhrif á sjálfsmyndina og hvernig hugarheimur barnsins tekur á sig mynd. Þarna er hún undir áhrifum Freud enda nam hún hjá honum og veltir fyrir sér hvernig þessi áföll geta vaxið þannig að sjálf hugsunin og hegðunin sem tengist verður ofviða. Hvernig sterk tengslamyndun getur komið í veg fyrir að áföll taki á sig þessa ofvöxnu mynd þannig sjálfsmynd barnsins verði ekki öfugsnúin (Klein, 1987). Þarna er hægt að horfa á hvernig reiði, hatur, biturmennska út frá áfalli getur haft áhrif á hugsunargang barnsins. Ef ýtt er undir hvatir er snúa að eyðileggingu þá getum við séð sterka tilhneigingu gagnvart aðdraganda sem tengist kynferðislegu ofbeldi enda er þessi neikvæða orka notuð til að svara fyrir áfallið. Þannig að börn sem skortir tengslamyndun eru auðvelt skotmark ofbeldis. Karen Horney Karen Horney (1885-1952) var sálgreinandi og hennar framlag var hvernig geðrænar raskanir eiga sér stað í menningarlegu samhengi. Að hvernig viðmið, viðhorf og gildi geti sagt til um geðrænar raskanir. Hún fór líka inn á kynorku Freud og hvernig kvenlæga hliðin hefði verið eftirbátar í kenningu hans. Að tala um reðuröfund væri afskaplega einhliða og væri frekar hægt að tala um legöfund (womb envy) enda voru karlmenn margir hverjir öfundsverðir út í mæður hvernig þær nærðu samband sitt við börnin og tengdust þeim. Hún vildi meina að kynferðislegt ofbeldi gæti átt sér orsök í þessu öfundsverða sambandi sem myndast þegar faðir sér hvernig móðir tengist barni. Faðirinn verður skilinn eftir, nær ekki að tengjast og þá verður refsiverð hegðun föður hans eina haldreipi vegna þess að reiði, hatur, biturmennska stigmagnast við að sjá þessa birtingarmynd móður og barns sem gerir það að verkum að faðir vill stjórna en ekki leiðbeina. Hún vildi meina að hættan á þessu öfundsverða sambandi stafi af því að feður voru einu sinni synir sem ólust hugsanlega upp við skerta tengslamyndun. Þeir eru þar af leiðandi reiðir út í móður sína og föður sinn en vilja hefna sín á öðrum konum vegna þeirra uppeldi (Horney, 1993). Í dag eru fleiri þættir sem geta tengst eins og óskhyggja og viðbótarþróun um að betrumbæta föðurímyndina og ekki vilja endurspegla hugsun og hegðun föðurs eða móður með því að skapa þær aðstæður sem hefðu geta orðið. Samræmi og áframhald Sá sem kom í kjölfarið og tengdi þetta allt saman var franski heimspekingurinn Michel Foucault (1926-1984). En hann fer enn lengra en fyrirrennara hans og horfir á hvernig kynferðislegt ofbeldi hefur verið staðbundið, hvernig áföll af kynferðislegu ofbeldi hefur verið skilgreint sem geðrænar raskanir og hvernig fordómar gagnvart samkynhneigðum hefur mótast í menningarlegu samhengi. Hann kemur á byltingu sem verður til þess að hugmyndin um frelsið hefur aldrei verið enda orð til að blekkja fólk svo þau hafi trú á því að þau séu frjáls í sinni hugsun. Vegna þess að þau eru frjáls en um leið og þau færa sig nær ákveðnum hugmyndum þá missa þau frelsið enda komin inn á viðkvæman flöt. Hann talar um að fólk þarf að ögra línunni (transgression) sem þýðir að línan sem við athöfnum okkur við býr ávallt við þann möguleika að færast nær okkur þannig að við höfum þrengri svigrúm til að hugsa og hegða okkur. Þannig við eigum að ýta þessari línu frá og ögra henni þannig hún skilgreini ekki okkar svigrúm til athafna. Hann vill meina að sálgreiningin sé búin að ögra línunni og gera það að verkum að kynfæri, kynorka, kynlíf sé búið að taka á sig allt aðra mynd. Að þetta sé ekki eins mikið bælt og þaggað niður þó á hans tíma hafi verið langt í land. Hann vildi líka meina að fordómar væri ótti og fáfræði enda lægi mikill vanþekking í ofbeldi og áföllum. Við ættum að halda áfram með það sem Freud og sálgreinendur settu af stað því þar lægi framþróun samfélagsins. Ef við búum við kúgun, þöggun þá fer kynorkan á ranga staði sem skapar grundvöll fyrir kynferðislegu ofbeldi og áföllum í kjölfarið. Að beita gagnrýni hugsun á bókina og umræðuna um kynferðislegt ofbeldi Eftir að hugleiða þessa umræðu í tengslum við þetta fræðilega samhengi. Þarfa að skoða þetta frá mörgum sjónarhornum. Byrjum á kenningu Piaget og miðum við 7-10 ára aldur en hann taldi að barnið væri byrjað að öðlast rökhugsun og gæti þar af leiðandi leitt hugann um ýmis efni í samfélaginu. Bókin leggur áherslur á 7-10 ára sem þýðir að samkvæmt Piaget ættu börn að geta beitt rökhugsun og vegið og metið hvað kemur út úr þessu. Samkvæmt Erikson þá liggur það í augum uppi að ef barn upplifir að því sé ekki treyst þá myndast ekkert sjálfstæði og ef ekkert sjálfstæði er þá er auðveldara að brjóta á barninu enda felur það sínar tilfinningar bak við minnimáttarkenndina. En barnið á að vera virkt í sinni hugsun og hvernig það tekst á við umhverfið. Hvernig það þroskar sinn persónuleika varðandi getu í hinu og þessu. Þannig bæði Piaget og Erikson myndu vera sammála að fræðsla á þessum aldri ætti að vera aðgengileg í hugsun og hegðun. Að þarna sé mótun á ákveðnum þroska sem er að barnið er tilbúið til að taka við nýjum upplýsingum til að vinna með sem ætti að efla vitsmuna og persónuleikaþroskann. Hvernig Freud horfir á er í sterkri tengingu við forvarnargildið sem svona fræðsla felur í sér enda er verið að fara inn á kynorku barnsins þannig að þessi kynorka sé að öðlast fræðslu sem getur skapað réttan farveg fyrir þessar orku og hægt sér að beita gagnrýninni hugsun á hver sé þessi kynorka og hvernig sé hægt að nota hana með jákvæðum hætti. Þarna er hægt að horfa á sjálfsfróun að það eigi ekki að vera skömmustulegt og refsiverð hugsun eins og Kristin trú hefur viðhaldið í gegnum áratugi og aldir. Líka að þöggun yfir kynferðislegu ofbeldi er eingöngu að bæla niður kynþroska og hættan er að afbrigðileg kynferðisleg hegðun myndist í kjölfarið. Þannig að fræðsla á þessu og hvernig þetta virkar getur ekki annað en eflt þeirra hugsun og hvernig þau taka ákvarðanir. Síðan hvernig Klein horfir á hvernig barnið þroskar sína sjálfsmynd í tengslum við hluti og hvernig tengslamyndun getur haft áhrif á hvort að barnið sér heiminn í reiði, hatri, biturmennsku o.s.frv. Vegna þess að ef börn eru ekki upplýst þá leita þau að upplýsingum á öðrum stað eins og á netinu í dag þar sem nekt og kynlíf er í einhverju samhengi sem rímar við kynferðislegt ofbeldi. BDSM sem er ekkert annað en birtingarform af kynferðislegu ofbeldi. Eyðilegging og tilgangsleysi er leiðarvísirinn enda höfum við séð hvernig OnlyFans hefur holað tilganginn og skapað aðstæður þar sem horft er í tómið sem á endanum gleypir tómið. Horney má eiginlega segja að komi hvað mest inn á þessa umræðu enda tekur hún öðruvísi pól í hæðina. Hún horfir á að mögulega séu kynferðisleg ofbeldi að eiga sér stað vegna þess að karlmenn eru með legöfund vegna þess hvernig móðir og barn tengjast. Að þarna sé hægt að horfa á reiði karlmanna í menningarlegu samhengi að þetta nái mun lengra en í stöku hjónabandi. Þessu fylgir Foucault eftir enda áföll og kynferðislegt ofbeldi - kúgunartæki til að staðbinda hugarheima fólks og þau sem verða fyrir þessu eigi frekar heima á geðdeild. Þetta var gert til að loka á umræðuna að þöggunin myndi ráða ríkjum þannig að viðhorf og viðmið myndu hanga saman í því réttlæta að ef fólk yrði fyrir þessu ofbeldi og það myndi skapa áfall í kjölfarið að þá væri það ekkert annað en geðröskun sem ætti að meðhöndla á geðdeildum. Þessu tengt í nútíma samhengi er hægt að horfa á hvernig menning eins og tónlist hefur skapað vettvang fyrir að ögra línunni sem Foucault vildi einmitt meina að væri eina leiðin til að færa samfélag nær þróun en stöðnun. Ef ég horfi á að ég var einu sinni barn, fór í grunnskóla og tók þátt í menningarleg tengdum þáttum eins og tónlist, tísku o.s.frv. Þarna er ég að horfa á samhengi bókarinnar, stefnu WHO, og menntamálastofnun. Þessi boðskapur hefur komið fram áður þannig þetta er ekkert nýtt á nálinni enda hefur menningin séð um þetta og frætt börnin um hvernig þetta allt saman gengur. Lögum sem börn hlusta á eins og í hipphoppi/rappi, poppi, rokki svo lengi mætti telja en. Ég ólst ég upp við að heyra textabrot eins og „Let´s talk about sex baby, let´s talk about you and me, let´s talk about all the good things and the bad things that may be, let´s talk about sex.“ Síðan þróaðist það í „Bitches ain´t shit but hoes and tricks, lick on deez nutz and suck the dick, get´s the fuck out after you´re done, and I hops in my ride to make a quick run“ en síðan heyrði maður textabrot eins og:„And since we all came from a womanGot our name from a woman and our game from a woman (yeah, yeah), I wonder why we take from our women, Why we rape our women, do we hate our women? (Why? Why?)I think it's time to kill for our women (why? Why? Why? Why?), Time to heal our women, be real to our women, And if we don't we'll have a race of babies, That will hate the ladies, that make the babies (oh, yeah, baby), And since a man can't make oneHe has no right to tell a woman when and where to create oneSo will the real men get up, I know you're fed up ladies, but keep your head up“ Í þessu samhengi vakna upp margar hugleiðingar varðandi hvort að þessi bók sé að fara búa til menningu þar sem barnaníðingar fá að leika lausum hala. Þarna verður maður að staldra við og velta þessu upp frá öðrum sjónarhornum og spyrja sig „hafa barnaníðingar ekki alltaf leikið lausum hala?“ Áður en þessi bók kom út hafa barnaníðingar verið að beita börn kynferðislegu áreitni og ofbeldi langt aftur um tímann. Heimildarmyndin „Examination of Conscience“ (2019) fjallar um kynferðislegt ofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar sem á sér langan aðdraganda um marga áratugi, hér. Máli sem kom upp hér á Íslandi um kynferðislegt ofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar hér. Þannig barnaníðingar hafa verið faldir í embættum víðsvegar um heiminn og yfir þessu hefur verið mikil þöggun en breytist eftir að upp komst að þessi níðingsháttur hafi átt sér stað. En spurning er hvort að þessi bók og önnur fræðsla samhliða eigi eftir að breyta þessari menningu og líka hvort að nemendur eiga eftir að vera upplýstari um þessa hugsun og hegðun til að geta brugðist betur við? Þarna má ekki réttlæta það sem er fordæmt og öfugt. En þá kemur önnur spurning, það sem við höfum notað síðustu áratugi hefur ekki virkað enda kynferðislegt ofbeldi sívaxandi hugsun og hegðun sem skapar áföll sem er ekki leið til að byggja upp samfélagið heldur frekar til að eyðileggja það. Eigum við ekki að prófa eitthvað annað fyrst allt á undan hefur ekki virkað? Enda samkvæmt fræðimönnum er aldur barna 7-10 ára aðgengilegur fyrir kynja- og kynfræðslu enda geta þau breytt rökhugsun og vegið og metið frá öðrum sjónarhornum. Þau eru líka með kynorku sem má ekki beisla um of þannig að þetta skapi útrás í hatri fyrir sjálfum sér og öðrum. Þarna hlýtur forvarnargildið til að fyrirbyggja að kynferðislegu ofbeldi að eiga sér stað vegna þess ef börn eru meðvituð um þetta þá eiga þau auðveldara með að tjá sig ef hefur verið brotið á þeim. Samkvæmt Erikson með fræðslu eru börnin að öðlast traust, sjálfstæði, frumkvæði sem verður til þess að mótun fyrir gagnrýninni hugsun á sér sterkari möguleika. Þarna förum við líka að snúa hlutunum við eins og með hatur gegn konum, sam-, tví- og pankynhneigðum þannig að fordómar og ofbeldi ættu líka að minnka. Afbrigðileg kynferðisleg hegðun fær minni vægi enda vill kynferðisbrota fólk að hún fái byr undir báða vængi. Með þessu lokum við á barnaníðinga enda þegar rökhugsun og gagnrýn hugsun í bland við sterka sjálfsmynd þá verður erfiðari fyrir þá að eiga við börnin eða að börnin eiga auðveldari aðgengi að segja frá. Klein vill að við tengjumst með sterkari hætti þannig að tengslamyndun sé sterkari enda þegar þöggun og bæling á sér stað er möguleikinn fyrir tengingu ávallt fjarlægður. Horney vill að við sneiðum okkur fram hjá eða losum okkur við viðhorf, viðmið og gildi sem snúa að því að ofbeldi og áföll hafi úrslitaáhrifin hvort manneskjan sé að takast á við geðrænar raskanir. Enda hefur þetta verið menningarlegt í áratugi að ofbeldi og áföll sem frásögn sé meðhöndlað sem geðræn röskun. Þarna er viðeigandi að enda á Foucault sem vildi að við myndum ögra línunni þannig að hún þrengi ekki að okkar svigrúmi og frelsið verði ekki tálsýn. Við þurfum að kafa dýpra og með fræðslunni förum við dýpra. Við höfum tækifæri til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig og við hentum ekki barninu og baðvatninu út eins og var gert á sínum tíma þannig gerum ekki sömu mistök. Betrumbætum samfélagið, fræðum börnin í staðinn fyrir að hræða þau, þá losum við okkur við kynferðislegt ofbeldi og áföll því tengt. Það þarf að afnema þessa menningu og það gerist ekki nema með fræðslu. Ef það eru einhverjir sem ættu að geta gert þetta með faglegum og siðferðilegum hætti þá eru það kennarar. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi. Heimildir: Aldís Unnur Guðmundsdóttir. (2020). Lengi Býr Að Fyrstu Gerð. Mál og Menning. Babakr, Z.H., Mohamedamin, P., og Kakamad, K. (2019). Piaget´s Cognitive Developmental Theory: Critical Review. Education Quarterly Reviews, 2(3), bls. 517-524. Foucault, M. (1980). Power/Knowledge: Selected interviews and Other Writings 1972-1977. Colin Gordon (ed.). Pantheon Books. Fromm, E. (1961). Psychoanalysis and religion. Yale Books. Horney, K. (1993). Feminine Psychology. Norton. Klein, M. (1987). Selected by Melanie Klein. Free Press. Silverberg,C., og Smyth, F. (2023). Kyn, kynlíf og allt hitt. (Ragnhildur Guðmundsdóttir, .þýð). Menntamálastofnun. (Upphafleg útgáfa 2015).
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun