Vilhjálmur bað HK-inga afsökunar: „Gefur okkur bara svo rosalega lítið“ Aron Guðmundsson skrifar 2. október 2023 20:30 Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK og Vilhjálmur Alvar fótboltadómari Vísir/Samsett mynd Fótboltadómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson bað HK-inga afsökunar á ákvörðun sem hann tók í leik liðsins gegn Fram í Bestu deildinni á dögunun. Afsökunarbeiðnin kom skömmu fyrir leik HK í gær sem Vilhjálmur dæmdi. Þjálfari HK telur hann hafa gert önnur afdrifarík mistök í þeim leik. „Ég veit ekki hvað mér finnst um þetta. Auðvitað sjáum við þetta gert einstaka sinnum úti í heimi. Þar sem að einhver kemur fyrir hönd dómaranna og biðst afsökunar. Ég er nú stuðningsmaður Liverpool og það var nú aðeins verið að biðjast afsökunar í tengslum við leik minna manna í Englandi um helgina,“ segir Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, um afsökunarbeiðnina sem hann fékk frá dómaranum Vilhjálmi Alvari fyrir leik HK gegn ÍBV í gær. „Hann ræddi þetta við einhverja úr leikmannahópnum hjá okkur en kom svo til okkar í þjálfarateyminu. Þjálfaraferill minn á þessu stigi er ekki langur og ég veit ekki hvort svona tíðkast yfir höfuð. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem dómari biðst afsökunar á mistökum. Ekki við mig og pottþétt ekki við aðra. Þetta gefur okkur bara svo rosalega lítið. Atvikið sem Vilhjálmur Alvar baðst afsökunar á fyrir leik HK og ÍBV kom í leik HK gegn Fram í þar síðustu umferð þegar að umdeild vítaspyrna var dæmd undir lok leiks. „Þetta gerist í stöðunni 2-1 fyrir okkur. Það er lítið eftir af leiknum og hann dæmir vítaspyrnu þegar, að mínu mati, brotið á sér nokkuð augljóslega stað fyrir utan vítateig.“ Framarar skoruðu úr vítinu og tryggðu sér því dýrmætt eitt stig. „Þetta gefur okkur því augljóslega ekki það sama og ef vítaspyrnan hefði bara verið rétt dæmd. Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um þetta. Auðvitað tók ég afsökunarbeiðnina bara gilda, það er ekkert annað hægt að gera. En ég hefði haldið að tilfinningin, þegar að þú ert nýbúinn að gera afdrifarík mistök, yrði að vera á þá leið að þú þyrftir að vera 100% viss þegar að þú tekur svona stóra ákvörðun.“ „Trúi því ekki að hann hafi verið 100% viss í sinni sök“ Á Ómar Ingi þar við ákvörðun Vilhjálms Alvars í leik HK og ÍBV í gær, leikinn sem átti sér stað eftir að hann hafði beðist afsökunar á ákvörðun sinni í leik HK og Fram. Tómas Bent Magnússon, leikmaður ÍBV, slapp einn inn fyrir vörn HK. Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, kom á móti honum úr marki sínu og reyndi að ná til boltans í sömu andrá og Tómas Bent og úr varð árekstur. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, mat atvikið sem svo að Arnar Freyr hafi verið of seinn til og benti á punktinn. „Eins og þetta horfir við mér í gær. Miðað við staðsetningu Vilhjálms Alvars og leikmannanna sem eru á milli hans og atviksins, þá trúi ég því ekki að hann hafi verið 100% viss í sinni sök,“ segir Ómar Ingi um vítaspyrnudóminn. En að sama skapi þá áttum samtal eftir leik okkar við Fram þar sem hann sagðist vera 100% viss með sína ákvörðun og svaraði þar öllum fyrirspurnum um það víti. Umrætt atvik má sjá hér: „Þetta horfir bara þannig við mér að Tómas Bent (ÍBV) tekur bara þunga snertingu og minn markvörður, Arnar Freyr kemur bara á mikilli ferð. Ég held það sjáist best á því hversu langt boltinn fer að ef hann hefði ekki farið af Arnari þá hefði hann aldrei skotist svona langt í burtu. Ég neita bara að trúa því að snerting tvö hjá Tómasi Bent hafi getað komið boltanum á þann stað sem hann endar síðan á. Eftir mín samtöl við Arnar Frey, eftir að hafa horft á þetta nokkrum sinnum sjálfur einnig, þá bara horfir þetta þannig við mér að Arnar Freyr fer í boltann og Tómas Bent lendir síðan á honum.“ Ansi stór atvik hafa verið að falla gegn HK upp á síðkastið. „Ég vil ekki trúa því að þetta hafi eitthvað með Vilhjálm Alvar og HK að gera. Það voru nú einnig ansi stór atvik í leik okkar gegn Keflavík á dögunum sem að hann kom ekki nálægt. En vissulega finnst okkur ýmislegt hafa verið að falla gegn okkur í síðustu leikjum.“ „Við erum þó líka sjálfir að koma okkur í þá stöðu að það sé hægt að dæma víti á okkur. Við hefðum geta komið í veg fyrir stöðuna sem Tómas Bent komst í áður en að vítið var dæmt. Auðvitað þurfum við að gera betur í svona stöðu. Þá höfum við, ég og leikmenn, rætt það okkar á milli að við getum ekki farið að vorkenna sjálfum okkur og talið okkur trú um að dómararnir séu á móti okkur. Vissulega hefur þetta verið að falla óheppilega fyrir okkur undanfarið en það getur ekki verið hugarfarið hjá okkur í þessari viku fyrir lokaleik okkar gegn KA.“ HK á enn hættu á að falla niður í Lengjudeildina fyrir lokaumferð Bestu deildarinnar um næstu helgi. HK heimsækir KA á Akureyri og jafntefli gulltryggir veru liðsins í deild þeirra bestu. Sökum verri markatölu liðanna fyrir neðan gæti HK þó enn haldið sæti sínu ef niðurstaða leiksins gegn KA verður tap. „Við getum ekki nálgast leikinn þannig að reyna tapa sem minnst eða hanga á einhverju jafntefli. Það er langt síðan að við unnum síðast leik. Við þurfum bara að fara með það í huga að sigur tryggir veru okkar. Það hefur reynst okkur illa í sumar að horfa á klukkuna, bíða eftir því að leikurinn klárist. Sama hvort þeir leikir hafa verið í jafnri stöðu eða við með yfirhöndina.“ Besta deild karla HK Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
„Ég veit ekki hvað mér finnst um þetta. Auðvitað sjáum við þetta gert einstaka sinnum úti í heimi. Þar sem að einhver kemur fyrir hönd dómaranna og biðst afsökunar. Ég er nú stuðningsmaður Liverpool og það var nú aðeins verið að biðjast afsökunar í tengslum við leik minna manna í Englandi um helgina,“ segir Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, um afsökunarbeiðnina sem hann fékk frá dómaranum Vilhjálmi Alvari fyrir leik HK gegn ÍBV í gær. „Hann ræddi þetta við einhverja úr leikmannahópnum hjá okkur en kom svo til okkar í þjálfarateyminu. Þjálfaraferill minn á þessu stigi er ekki langur og ég veit ekki hvort svona tíðkast yfir höfuð. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem dómari biðst afsökunar á mistökum. Ekki við mig og pottþétt ekki við aðra. Þetta gefur okkur bara svo rosalega lítið. Atvikið sem Vilhjálmur Alvar baðst afsökunar á fyrir leik HK og ÍBV kom í leik HK gegn Fram í þar síðustu umferð þegar að umdeild vítaspyrna var dæmd undir lok leiks. „Þetta gerist í stöðunni 2-1 fyrir okkur. Það er lítið eftir af leiknum og hann dæmir vítaspyrnu þegar, að mínu mati, brotið á sér nokkuð augljóslega stað fyrir utan vítateig.“ Framarar skoruðu úr vítinu og tryggðu sér því dýrmætt eitt stig. „Þetta gefur okkur því augljóslega ekki það sama og ef vítaspyrnan hefði bara verið rétt dæmd. Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um þetta. Auðvitað tók ég afsökunarbeiðnina bara gilda, það er ekkert annað hægt að gera. En ég hefði haldið að tilfinningin, þegar að þú ert nýbúinn að gera afdrifarík mistök, yrði að vera á þá leið að þú þyrftir að vera 100% viss þegar að þú tekur svona stóra ákvörðun.“ „Trúi því ekki að hann hafi verið 100% viss í sinni sök“ Á Ómar Ingi þar við ákvörðun Vilhjálms Alvars í leik HK og ÍBV í gær, leikinn sem átti sér stað eftir að hann hafði beðist afsökunar á ákvörðun sinni í leik HK og Fram. Tómas Bent Magnússon, leikmaður ÍBV, slapp einn inn fyrir vörn HK. Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, kom á móti honum úr marki sínu og reyndi að ná til boltans í sömu andrá og Tómas Bent og úr varð árekstur. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, mat atvikið sem svo að Arnar Freyr hafi verið of seinn til og benti á punktinn. „Eins og þetta horfir við mér í gær. Miðað við staðsetningu Vilhjálms Alvars og leikmannanna sem eru á milli hans og atviksins, þá trúi ég því ekki að hann hafi verið 100% viss í sinni sök,“ segir Ómar Ingi um vítaspyrnudóminn. En að sama skapi þá áttum samtal eftir leik okkar við Fram þar sem hann sagðist vera 100% viss með sína ákvörðun og svaraði þar öllum fyrirspurnum um það víti. Umrætt atvik má sjá hér: „Þetta horfir bara þannig við mér að Tómas Bent (ÍBV) tekur bara þunga snertingu og minn markvörður, Arnar Freyr kemur bara á mikilli ferð. Ég held það sjáist best á því hversu langt boltinn fer að ef hann hefði ekki farið af Arnari þá hefði hann aldrei skotist svona langt í burtu. Ég neita bara að trúa því að snerting tvö hjá Tómasi Bent hafi getað komið boltanum á þann stað sem hann endar síðan á. Eftir mín samtöl við Arnar Frey, eftir að hafa horft á þetta nokkrum sinnum sjálfur einnig, þá bara horfir þetta þannig við mér að Arnar Freyr fer í boltann og Tómas Bent lendir síðan á honum.“ Ansi stór atvik hafa verið að falla gegn HK upp á síðkastið. „Ég vil ekki trúa því að þetta hafi eitthvað með Vilhjálm Alvar og HK að gera. Það voru nú einnig ansi stór atvik í leik okkar gegn Keflavík á dögunum sem að hann kom ekki nálægt. En vissulega finnst okkur ýmislegt hafa verið að falla gegn okkur í síðustu leikjum.“ „Við erum þó líka sjálfir að koma okkur í þá stöðu að það sé hægt að dæma víti á okkur. Við hefðum geta komið í veg fyrir stöðuna sem Tómas Bent komst í áður en að vítið var dæmt. Auðvitað þurfum við að gera betur í svona stöðu. Þá höfum við, ég og leikmenn, rætt það okkar á milli að við getum ekki farið að vorkenna sjálfum okkur og talið okkur trú um að dómararnir séu á móti okkur. Vissulega hefur þetta verið að falla óheppilega fyrir okkur undanfarið en það getur ekki verið hugarfarið hjá okkur í þessari viku fyrir lokaleik okkar gegn KA.“ HK á enn hættu á að falla niður í Lengjudeildina fyrir lokaumferð Bestu deildarinnar um næstu helgi. HK heimsækir KA á Akureyri og jafntefli gulltryggir veru liðsins í deild þeirra bestu. Sökum verri markatölu liðanna fyrir neðan gæti HK þó enn haldið sæti sínu ef niðurstaða leiksins gegn KA verður tap. „Við getum ekki nálgast leikinn þannig að reyna tapa sem minnst eða hanga á einhverju jafntefli. Það er langt síðan að við unnum síðast leik. Við þurfum bara að fara með það í huga að sigur tryggir veru okkar. Það hefur reynst okkur illa í sumar að horfa á klukkuna, bíða eftir því að leikurinn klárist. Sama hvort þeir leikir hafa verið í jafnri stöðu eða við með yfirhöndina.“
Besta deild karla HK Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti