Annar sigur Chelsea kom gegn Ful­ham

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Chelsea vann loks leik.
Chelsea vann loks leik. EPA-EFE/DAVID CLIFF

Chelsea vann í kvöld sinn annan sigur í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið sótti Fulham heim í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur í Kotinu, Craven Cottage, 0-2 og vonast lærisveinar Mauricio Pochettino til þess að hafa snúið blaðinu við.

Það tók gestina átján mínútur að brjóta ísinn en þá skoraði Úkraínumaðurinn Mykhailo Mudryk sitt fyrsta mark fyrir félagið. Aðeins mínútu síðar tvöfaldaði Armando Broja forystu gestanna og þar við sat, lokatölur 0-2.

Heimamenn sóttu vissulega töluvert og sköpuðu sér þónokkur færi en inn vildi boltinn ekki og gestirnir lönduðu sínum öðru sigri á tímabilinu.

Chelsea lyftir sér upp í 11. sæti með átta stig að loknum sjö leikjum á meðan Fulham er í 13. sæti með jafn mörg stig en lakari markatölu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira