Skóreimum stolið á Höfn í Hornafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. október 2023 20:05 Stígvéla- og skómaður á Höfn í Hornafirði, Hrafn Margeir Heimisson. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimamenn á Höfn í Hornafirði kippa sér ekkert upp við öll stígvélin og skóna sem íbúi á staðnum er með sýnis á steinvegg við garð sinn en ferðamenn, sem sækja staðinn heim verða alltaf jafn hissa og mynda stígvélin og skóna í gríð og erg. Reimunum er þó oft stolið. Hér erum við að tala um Hafnarbraut 26 á Höfn þar sem Hrafn Margeir Heimisson sjómaður býr. Stígvélin og skórnir í garðinum hans vekja alltaf mikla athygli þó heimamenn séu hættir að kippa sér upp við uppátæki Hrafns. En hvaðan koma allir skórnir? „Ég átti nú suma og svo hefur annað verið skilið eftir hér og fólk bætt þannig við söfnunina hjá mér, það eru þó mest gönguskór,“ segir Hrafn Margeir og bætir við. „Svo eru nú einhverjir sem fjarlægja alltaf eitthvað, það hverfa stígvél og skór annars slagið og svo bætist í hópinn annars staðar.“ En hvernig datt þér þetta í hug? „Það vantaði bara bút hér í girðinguna og þess vegna var þetta upplagt. Stígvélin og skórnir vekja alltaf mikla athygli hjá ferðamönnunum, þeim finnst gaman að taka myndir af þessu,“ segir Hrafn Margeir. Stígvélin eru litskrúðug og vekja alltaf mikla athygli, eins og skórnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrafn segist oft hafa lent í því að reimunum úr skónum á veggnum er stolið. „Já, þær hverfa alltaf eitthvað en nú er ég byrjaður að líma reimarnar ef ég set nýja skó á vegginn.“ Hrafn hefur oft lent í því að reimunum er stolið úr skónum en nú er hann farin að líma þær fastar til að bregðast við þjófnaðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En má fólk koma með skóna sína og setja hérna? „Ég er ekkert að mælast til þess, ég á fullan kassa af skóm, ef ég vil eitthvað, ég þarf að fara að grisja í þessu hjá mér,“ segir Hrafn Margeir glottandi. En hvað finnst bæjarbúum um þetta ? „Ég hef svo sem ekkert spurt að því en það er misjafnt hvað fólki finnst fallegt. Ég hef gaman að því að vera öðruvísi en aðrir.“ Hrafn segist ekkert kippa sér við það þegar fólk er að mynda skótauið á veggnum og hann er ánægður með alla þá ferðamenn, sem sækja Höfn heim. „Það er fínt, ég veit ekki hvernig við værum stödd ef þeir væru ekki hérna til að hressa upp á fjárhaginn, þeir bjarga öllu“, segir Hrafn Margeir, íbúi á Höfn. Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Hér erum við að tala um Hafnarbraut 26 á Höfn þar sem Hrafn Margeir Heimisson sjómaður býr. Stígvélin og skórnir í garðinum hans vekja alltaf mikla athygli þó heimamenn séu hættir að kippa sér upp við uppátæki Hrafns. En hvaðan koma allir skórnir? „Ég átti nú suma og svo hefur annað verið skilið eftir hér og fólk bætt þannig við söfnunina hjá mér, það eru þó mest gönguskór,“ segir Hrafn Margeir og bætir við. „Svo eru nú einhverjir sem fjarlægja alltaf eitthvað, það hverfa stígvél og skór annars slagið og svo bætist í hópinn annars staðar.“ En hvernig datt þér þetta í hug? „Það vantaði bara bút hér í girðinguna og þess vegna var þetta upplagt. Stígvélin og skórnir vekja alltaf mikla athygli hjá ferðamönnunum, þeim finnst gaman að taka myndir af þessu,“ segir Hrafn Margeir. Stígvélin eru litskrúðug og vekja alltaf mikla athygli, eins og skórnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrafn segist oft hafa lent í því að reimunum úr skónum á veggnum er stolið. „Já, þær hverfa alltaf eitthvað en nú er ég byrjaður að líma reimarnar ef ég set nýja skó á vegginn.“ Hrafn hefur oft lent í því að reimunum er stolið úr skónum en nú er hann farin að líma þær fastar til að bregðast við þjófnaðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En má fólk koma með skóna sína og setja hérna? „Ég er ekkert að mælast til þess, ég á fullan kassa af skóm, ef ég vil eitthvað, ég þarf að fara að grisja í þessu hjá mér,“ segir Hrafn Margeir glottandi. En hvað finnst bæjarbúum um þetta ? „Ég hef svo sem ekkert spurt að því en það er misjafnt hvað fólki finnst fallegt. Ég hef gaman að því að vera öðruvísi en aðrir.“ Hrafn segist ekkert kippa sér við það þegar fólk er að mynda skótauið á veggnum og hann er ánægður með alla þá ferðamenn, sem sækja Höfn heim. „Það er fínt, ég veit ekki hvernig við værum stödd ef þeir væru ekki hérna til að hressa upp á fjárhaginn, þeir bjarga öllu“, segir Hrafn Margeir, íbúi á Höfn.
Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira