Zlatan gagnrýnir nálgun Ten Hag hjá Manchester United Aron Guðmundsson skrifar 3. október 2023 08:00 Zlatan Ibrahimovic spilaði á sínum tíma með Manchester United. Þó ekki undir stjórn núverandi knattspyrnustjóra félagsins, Erik ten Hag. Vísir/Samsett mynd Sænska knattspyrnugoðsögnin Zlatan Ibrahimovic, fyrrum leikmaður Manchester United, tjáir sig um stöðu síns fyrrum félags í viðtali við breska fjölmiðlamanninn Piers Morgan og ræðir þar ansi ítarlega stöðu hollenska knattspyrnustjórans Erik ten Hag. „Hann kemur inn í allt annað umhverfi þegar að hann fer frá Ajax til Manchester United. Ég hef verið á mála hjá báðum félögum. Ajax er félag með marga hæfileikaríka og efnilega leikmenn. Þar ertu ekki með stórstjörnur líkt og hjá Manchester United,“ segir Zlatan í viðtali við Piers Morgan. „Hver er reynsla þessa knattspyrnustjóra? Hann hefur unnið með ungum hæfileikaríkum og efnilegum leikmönnum. Þegar að hann kemur til Manchester United þá er hann að koma inn í félag með allt annað hugarfar. Leikmennirnir þar eiga að vera stórstjörnur. Þú getur ekki leyft þér að koma eins fram við þær líkt og þú kemur fram við ungu leikmennina.“ Erik ten Hag er undir mikilli pressu hjá Manchester United sem hefur ekki farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili. Manchester United er sem stendur í 10.sæti deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki. „Hversu langan tíma þú gefur knattspyrnustjóranum er ákvörðun sem er á forræði eiganda félagsins en ef þú hlustar á raddir stuðningsmanna félagsins þá er ekki mikill tími til stefnu. Stuðningsmennirnir vilja vinna og ég skil það mjög vel vegna þess að hefðin hjá félaginu er að vinna.“ Ekki bæti úr skák fyrir Manchester United að á meðan félagið berst í bökkum með úrslit innan vallar eru nágrannarnir í Manchester City að upplifa mikið blómaskeið. „Í svona stöðu þarftu plan. Þú þarft ákveðna vegferð til að fylgja. Það er eins og það sé eitthað plan þarna undirliggjandi en svo fer allt í háaloft þegar úrslitin falla ekki með þér. Annað hvort trúirðu á þessa vegferð sem þú ert á eða ekki. Ég held að hann (Ten Hag) sé að fylgja tveimur mismunandi stefnum akkúrat núna.“ Enski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Sjá meira
„Hann kemur inn í allt annað umhverfi þegar að hann fer frá Ajax til Manchester United. Ég hef verið á mála hjá báðum félögum. Ajax er félag með marga hæfileikaríka og efnilega leikmenn. Þar ertu ekki með stórstjörnur líkt og hjá Manchester United,“ segir Zlatan í viðtali við Piers Morgan. „Hver er reynsla þessa knattspyrnustjóra? Hann hefur unnið með ungum hæfileikaríkum og efnilegum leikmönnum. Þegar að hann kemur til Manchester United þá er hann að koma inn í félag með allt annað hugarfar. Leikmennirnir þar eiga að vera stórstjörnur. Þú getur ekki leyft þér að koma eins fram við þær líkt og þú kemur fram við ungu leikmennina.“ Erik ten Hag er undir mikilli pressu hjá Manchester United sem hefur ekki farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili. Manchester United er sem stendur í 10.sæti deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki. „Hversu langan tíma þú gefur knattspyrnustjóranum er ákvörðun sem er á forræði eiganda félagsins en ef þú hlustar á raddir stuðningsmanna félagsins þá er ekki mikill tími til stefnu. Stuðningsmennirnir vilja vinna og ég skil það mjög vel vegna þess að hefðin hjá félaginu er að vinna.“ Ekki bæti úr skák fyrir Manchester United að á meðan félagið berst í bökkum með úrslit innan vallar eru nágrannarnir í Manchester City að upplifa mikið blómaskeið. „Í svona stöðu þarftu plan. Þú þarft ákveðna vegferð til að fylgja. Það er eins og það sé eitthað plan þarna undirliggjandi en svo fer allt í háaloft þegar úrslitin falla ekki með þér. Annað hvort trúirðu á þessa vegferð sem þú ert á eða ekki. Ég held að hann (Ten Hag) sé að fylgja tveimur mismunandi stefnum akkúrat núna.“
Enski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Sjá meira