Ný Dimmalimm gangi nærri sæmdarrétti og réttmætum viðskiptaháttum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2023 11:43 Ný útgáfa af Sögunni af Dimmalimm sem merkt er Guðmundi Thorsteinssyni hefur vakið mikla athygli. Óðinsauga Myndstef - Myndhöfundarsjóður Íslands, telur nýja útgáfu Óðinsauga af barnabókinni Sagan af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg, ganga nærri sæmdarrétti höfundarins og réttmætum viðskiptaháttum. Þá telja samtökin álitamál hvort um fölsun sé að ræða og þarf að mati samtakanna að stíga varlega til jarðar við breyttar framtíðarútgáfur verksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Tilefnið er frétt Vísis af því að aðstandendur Muggs telji það ósiðlegt að ný útgáfa sé undir hans nafni, þar sem verkið sé ekki lengur eftir hann þegar myndum hans hefur verið skipt út. Nýja útgáfan er væntanleg í verslanir í október. Sæmdarréttur höfunda falli ekki úr gildi Í tilkynningu sinni segir Myndstef að hlutverk sitt sé að standa vörð um hagsmuni myndhöfunda og annarra sjónhöfunda. Það er mat samtakanna að Sagan af Dimmalimm sé eitt ástsælasta verk þjóðarinnar og ómetanlegur hluti af menningararfi Íslands. Segja samtökin að þó verkið sé úr höfundarvernd, þar sem höfundarréttur haldist í sjötíu ár, gildi sérstök sjónarmið um sæmdarrétt höfunda sem ekki falla úr gildi. „Aftur á móti gilda sérstök sjónarmið um sæmdarrétt höfunda sem falla ekki úr gildi, en þrátt fyrir að verk renni úr höfundavernd, er eftir sem áður óheimilt að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundaheiður eða höfundasérkenni, sbr. 2. mgr. 4. gr. höfundalaga.“ Segja um að ræða grundvallarbreytingu Nú standi til að gefa verkið út í nýrri og breyttri mynd af útgáfufélaginu Óðinsauga. Þar sé nafn verksins óbreytt og nafn Muggs jafnframt notað við útgáfuna. „Vilja því ofangreind samtök höfunda benda á að slík útgáfa gæti bæði talist ganga nærri sæmdarrétti höfundar og réttmætum viðskiptaháttum, og einnig kvikna sjónarmið um fölsun, og þarf því að mati samtakanna að stíga varlega til jarðar við breyttar framtíðarútgáfur verksins.“ Benda samtökin á að Sagan um Dimmalimm sé fyrsta eiginlega íslenska myndasagan (e. Picture story). Þar sé um að ræða tegund verks þar sem saga sé sögð með röð mynda og þar sem textinn styðji frásögnina en ekki öfugt. „Og er því heildræn og listræn framsetning verksins hvar textanum er fundinn staður í frásögninni. Í fyrirhugaðri útgáfu er búið að snúa framsetningunni við þannig að um sé að ræða myndskreytt bókmenntaverk en ekki öfugt. Þetta er grundvallarbreyting á heildarverkinu.“ Telja brýnt að útgefandi hafi samband Þá segja samtökin að það þurfi að sama skapi aðfara varlega með miðil frummyndanna. Í upphaflegu verki hafi þær verið vatnslitaðar og með ákveðnu sérkenni höfundar. „Ef myndirnar eru afbakaðar þannig að breyting er á listrænni framsetningu heildarverksins, gæti slík framsetning og breyting talist ganga nærri sæmdarrétti höfundar.“ Segja samtökin að endingu að sé endurútgáfa af bókinni fyrirhuguð, telji Myndstef brýnt að útgefandi setji sig í samband við Myndstef og þiggi ráðgjöf um fyrirhugaða útgáfu, framsetningu og kynningu á útgáfunni. „Til að freista þess að ný útgáfa verði talin sjálfstætt verk og gangi ekki nærri frumverkinu. Hjá Myndstef starfar sérfræðingur í höfundarétti sem getur veitt slíka ráðgjöf.“ Bókaútgáfa Bókmenntir Myndlist Höfundarréttur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Tilefnið er frétt Vísis af því að aðstandendur Muggs telji það ósiðlegt að ný útgáfa sé undir hans nafni, þar sem verkið sé ekki lengur eftir hann þegar myndum hans hefur verið skipt út. Nýja útgáfan er væntanleg í verslanir í október. Sæmdarréttur höfunda falli ekki úr gildi Í tilkynningu sinni segir Myndstef að hlutverk sitt sé að standa vörð um hagsmuni myndhöfunda og annarra sjónhöfunda. Það er mat samtakanna að Sagan af Dimmalimm sé eitt ástsælasta verk þjóðarinnar og ómetanlegur hluti af menningararfi Íslands. Segja samtökin að þó verkið sé úr höfundarvernd, þar sem höfundarréttur haldist í sjötíu ár, gildi sérstök sjónarmið um sæmdarrétt höfunda sem ekki falla úr gildi. „Aftur á móti gilda sérstök sjónarmið um sæmdarrétt höfunda sem falla ekki úr gildi, en þrátt fyrir að verk renni úr höfundavernd, er eftir sem áður óheimilt að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundaheiður eða höfundasérkenni, sbr. 2. mgr. 4. gr. höfundalaga.“ Segja um að ræða grundvallarbreytingu Nú standi til að gefa verkið út í nýrri og breyttri mynd af útgáfufélaginu Óðinsauga. Þar sé nafn verksins óbreytt og nafn Muggs jafnframt notað við útgáfuna. „Vilja því ofangreind samtök höfunda benda á að slík útgáfa gæti bæði talist ganga nærri sæmdarrétti höfundar og réttmætum viðskiptaháttum, og einnig kvikna sjónarmið um fölsun, og þarf því að mati samtakanna að stíga varlega til jarðar við breyttar framtíðarútgáfur verksins.“ Benda samtökin á að Sagan um Dimmalimm sé fyrsta eiginlega íslenska myndasagan (e. Picture story). Þar sé um að ræða tegund verks þar sem saga sé sögð með röð mynda og þar sem textinn styðji frásögnina en ekki öfugt. „Og er því heildræn og listræn framsetning verksins hvar textanum er fundinn staður í frásögninni. Í fyrirhugaðri útgáfu er búið að snúa framsetningunni við þannig að um sé að ræða myndskreytt bókmenntaverk en ekki öfugt. Þetta er grundvallarbreyting á heildarverkinu.“ Telja brýnt að útgefandi hafi samband Þá segja samtökin að það þurfi að sama skapi aðfara varlega með miðil frummyndanna. Í upphaflegu verki hafi þær verið vatnslitaðar og með ákveðnu sérkenni höfundar. „Ef myndirnar eru afbakaðar þannig að breyting er á listrænni framsetningu heildarverksins, gæti slík framsetning og breyting talist ganga nærri sæmdarrétti höfundar.“ Segja samtökin að endingu að sé endurútgáfa af bókinni fyrirhuguð, telji Myndstef brýnt að útgefandi setji sig í samband við Myndstef og þiggi ráðgjöf um fyrirhugaða útgáfu, framsetningu og kynningu á útgáfunni. „Til að freista þess að ný útgáfa verði talin sjálfstætt verk og gangi ekki nærri frumverkinu. Hjá Myndstef starfar sérfræðingur í höfundarétti sem getur veitt slíka ráðgjöf.“
Bókaútgáfa Bókmenntir Myndlist Höfundarréttur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent