Toney spilar á ný með Brentford í dag: Var fundinn sekur um hundruð brota Aron Guðmundsson skrifar 3. október 2023 15:00 Brentford FC v Crystal Palace - Premier League BRENTFORD, ENGLAND - FEBRUARY 18: Ivan Toney of Brentford looks on during the Premier League match between Brentford FC and Crystal Palace at Gtech Community Stadium on February 18, 2023 in Brentford, England. (Photo by Ryan Pierse/Getty Images) Enski framherjinn Ivan Toney, sem situr nú af sér átta mánaða bann vegna 232 brota á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins, mun snúa aftur í lið Brentford og spila æfingaleik með liðinu sem er spilaður á bak við luktar dyr. Frá þessu greinir The Athletic í dag en það var í maí fyrr á þessum ári sem Toney var fundinn sekur um að brjóta veðmálareglur knattspyrnusambandsins. Af þessum átta mánuðum var Toney meinað að æfa fyrstu fjóra mánuði bannsins og sektaður um 50 þúsund pund. Brentford hefur sett saman sextán vikna áætlun fyrir Toney, sem sneri aftur til æfinga þann 18.september síðastliðinn, sem miðar að því að gera hann leikhæfan um leið og hann hefur setið af sér bannið. Brentford má spila Toney í æfingaleikjum á við þann sem félagið tekur þátt í síðar í dag en fyrsti mótsleikmaðurinn sem honum er heimilt að taka þátt í mun vera gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni þann 30. janúar á næsta ári. Þrátt fyrir þetta langa bann eru afrek Toney inn á knattspyrnuvellinum fyrir bannið ekki gleymd. Þessi öflugi sóknarmaður skoraði 21 mark og gaf fimm stoðsendingar í 35 leikjum með Brentford á síðasta tímabili og eru sterk lið í ensku úrvalsdeildinni sögð á höttunum eftir honum. Þessar sögusagnir voru bornar undir knattspyrnustjóra Brentford, Danann Thomas Frank fyrir leik liðsins gegn Nottingham Forest á dögunum. Frank telur að Toney hafi ekki spilað sinn síðasta mótsleik fyrir Brentford. „Við viljum ekki selja hann. Toney er frábær leikmaður sem hefur staðið sig vel fyrir okkur, skorað mikið af mörkum. Ég vil halda honum hjá okkur það sem eftir lifir af hans samningi.“ Samningur Toney við Brentford rennur sitt skeið eftir átján mánuði. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Frá þessu greinir The Athletic í dag en það var í maí fyrr á þessum ári sem Toney var fundinn sekur um að brjóta veðmálareglur knattspyrnusambandsins. Af þessum átta mánuðum var Toney meinað að æfa fyrstu fjóra mánuði bannsins og sektaður um 50 þúsund pund. Brentford hefur sett saman sextán vikna áætlun fyrir Toney, sem sneri aftur til æfinga þann 18.september síðastliðinn, sem miðar að því að gera hann leikhæfan um leið og hann hefur setið af sér bannið. Brentford má spila Toney í æfingaleikjum á við þann sem félagið tekur þátt í síðar í dag en fyrsti mótsleikmaðurinn sem honum er heimilt að taka þátt í mun vera gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni þann 30. janúar á næsta ári. Þrátt fyrir þetta langa bann eru afrek Toney inn á knattspyrnuvellinum fyrir bannið ekki gleymd. Þessi öflugi sóknarmaður skoraði 21 mark og gaf fimm stoðsendingar í 35 leikjum með Brentford á síðasta tímabili og eru sterk lið í ensku úrvalsdeildinni sögð á höttunum eftir honum. Þessar sögusagnir voru bornar undir knattspyrnustjóra Brentford, Danann Thomas Frank fyrir leik liðsins gegn Nottingham Forest á dögunum. Frank telur að Toney hafi ekki spilað sinn síðasta mótsleik fyrir Brentford. „Við viljum ekki selja hann. Toney er frábær leikmaður sem hefur staðið sig vel fyrir okkur, skorað mikið af mörkum. Ég vil halda honum hjá okkur það sem eftir lifir af hans samningi.“ Samningur Toney við Brentford rennur sitt skeið eftir átján mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira