Bjóða almenningi á þvernorrænt hakkaþon um framtíð hafsvæða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. október 2023 06:46 Heiða segir að á hakkaþoninu verði lausna leitað á framtíðar nýtingu sjávarsvæða. Íslenski sjávarklasinn skipuleggur „hakkaþon“ næstu daga þar sem einstaklingar hvaðanæva af Norðurlöndum koma saman til að þróa sjálfbæra leið til að deila hafsvæðum. Að sögn framkvæmdastjóra Sjávarklasans kann að vera stutt í að stjórnvöld þurfi að meta hvernig svæðum á hafinu verði ráðstafað. Almenningi er boðið á föstudag kl. 17:00 að berja afrakstur hakkaþonsins augum. „Við munum leiða saman ólíka hópa fólks af Norðurlöndum, í samstarfi við Nordic Innovation, í Reykjavík og á Reykjanesi þar sem markmiðið er að kanna lausnir sem hægt yrði að nýta til sameiginlegrar nýtingar á úthafssvæðum,“ segja þær Heiða Kristín Helgadóttir og Alexandra Leeper, framkvæmdastjórar Íslenska Sjávarklasans. Þær segja Norðmenn komna lengra í slíkum málum en Íslendinga og nefna sem dæmi hvernig Norðmenn hafi endurnýtt olíuborpalla undir annars konar starfsemi. Sem dæmi verði hægt að samnýta starfsemi fiskeldis, ferðamennsku og orkuvinnslu á einum og sama staðnum. Þær benda á að spurningin um aukna nýtingu sjávarpláss verði æ meira aðkallandi í framtíðinni, enda ekki allar þjóðir sem búi yfir miklu landrými. „Hugmyndin er sú að samnýta svæði sem við höfum hingað til ekki velt fyrir okkur að nýta undir slíka starfsemi. Þetta er eitthvað sem verður meira aðkallandi í framtíðinni á norðurslóðum, þar sem starfsemi getur unnið saman þvert á geira.“ Alexandra bendir á að slíkt hafi þegar verið framkvæmt hér á landi og nefnir sem dæmi Auðlindagarð HS Orku við Reykjanesvirkjun. Þar vinna fyrirtæki saman þvert á geira en Auðlindagarðurinn verður meðal annars heimsóttur af hópinum í hakkaþoni Sjávarklasans á fimmtudag. Hakkaþon er nýsköpunarkeppni þar sem þverfagleg teymi vinna saman í afmarkaðan tíma við að finna lausnir á raunverulegum áskorunum sem lagðar eru fram. Þannig verður tíminn hjá hópnum vel nýttur. „Hópurinn kemur úr mismunandi áttum en þau starfa öll í geirum sem tengjast hafinu og við munum heimsækja ýmiskonar fyrirtæki á Reykjanesi á fimmtudag. Markmiðið er að hugsa einhverjar lausnir í þessa átt. Á föstudag verður svo öllum boðið að koma til okkar í húsnæði Íslenska sjávarklasans að Grandagarði 16 í Reykjavík klukkan 17:00 þar sem hóparnir munu kynna afrakstur sinnar vinnu.“ Nýsköpun Sjávarútvegur Orkumál Ferðamennska á Íslandi Hafið Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Fleiri fréttir Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Sjá meira
„Við munum leiða saman ólíka hópa fólks af Norðurlöndum, í samstarfi við Nordic Innovation, í Reykjavík og á Reykjanesi þar sem markmiðið er að kanna lausnir sem hægt yrði að nýta til sameiginlegrar nýtingar á úthafssvæðum,“ segja þær Heiða Kristín Helgadóttir og Alexandra Leeper, framkvæmdastjórar Íslenska Sjávarklasans. Þær segja Norðmenn komna lengra í slíkum málum en Íslendinga og nefna sem dæmi hvernig Norðmenn hafi endurnýtt olíuborpalla undir annars konar starfsemi. Sem dæmi verði hægt að samnýta starfsemi fiskeldis, ferðamennsku og orkuvinnslu á einum og sama staðnum. Þær benda á að spurningin um aukna nýtingu sjávarpláss verði æ meira aðkallandi í framtíðinni, enda ekki allar þjóðir sem búi yfir miklu landrými. „Hugmyndin er sú að samnýta svæði sem við höfum hingað til ekki velt fyrir okkur að nýta undir slíka starfsemi. Þetta er eitthvað sem verður meira aðkallandi í framtíðinni á norðurslóðum, þar sem starfsemi getur unnið saman þvert á geira.“ Alexandra bendir á að slíkt hafi þegar verið framkvæmt hér á landi og nefnir sem dæmi Auðlindagarð HS Orku við Reykjanesvirkjun. Þar vinna fyrirtæki saman þvert á geira en Auðlindagarðurinn verður meðal annars heimsóttur af hópinum í hakkaþoni Sjávarklasans á fimmtudag. Hakkaþon er nýsköpunarkeppni þar sem þverfagleg teymi vinna saman í afmarkaðan tíma við að finna lausnir á raunverulegum áskorunum sem lagðar eru fram. Þannig verður tíminn hjá hópnum vel nýttur. „Hópurinn kemur úr mismunandi áttum en þau starfa öll í geirum sem tengjast hafinu og við munum heimsækja ýmiskonar fyrirtæki á Reykjanesi á fimmtudag. Markmiðið er að hugsa einhverjar lausnir í þessa átt. Á föstudag verður svo öllum boðið að koma til okkar í húsnæði Íslenska sjávarklasans að Grandagarði 16 í Reykjavík klukkan 17:00 þar sem hóparnir munu kynna afrakstur sinnar vinnu.“
Nýsköpun Sjávarútvegur Orkumál Ferðamennska á Íslandi Hafið Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Fleiri fréttir Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Sjá meira