Bjóða almenningi á þvernorrænt hakkaþon um framtíð hafsvæða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. október 2023 06:46 Heiða segir að á hakkaþoninu verði lausna leitað á framtíðar nýtingu sjávarsvæða. Íslenski sjávarklasinn skipuleggur „hakkaþon“ næstu daga þar sem einstaklingar hvaðanæva af Norðurlöndum koma saman til að þróa sjálfbæra leið til að deila hafsvæðum. Að sögn framkvæmdastjóra Sjávarklasans kann að vera stutt í að stjórnvöld þurfi að meta hvernig svæðum á hafinu verði ráðstafað. Almenningi er boðið á föstudag kl. 17:00 að berja afrakstur hakkaþonsins augum. „Við munum leiða saman ólíka hópa fólks af Norðurlöndum, í samstarfi við Nordic Innovation, í Reykjavík og á Reykjanesi þar sem markmiðið er að kanna lausnir sem hægt yrði að nýta til sameiginlegrar nýtingar á úthafssvæðum,“ segja þær Heiða Kristín Helgadóttir og Alexandra Leeper, framkvæmdastjórar Íslenska Sjávarklasans. Þær segja Norðmenn komna lengra í slíkum málum en Íslendinga og nefna sem dæmi hvernig Norðmenn hafi endurnýtt olíuborpalla undir annars konar starfsemi. Sem dæmi verði hægt að samnýta starfsemi fiskeldis, ferðamennsku og orkuvinnslu á einum og sama staðnum. Þær benda á að spurningin um aukna nýtingu sjávarpláss verði æ meira aðkallandi í framtíðinni, enda ekki allar þjóðir sem búi yfir miklu landrými. „Hugmyndin er sú að samnýta svæði sem við höfum hingað til ekki velt fyrir okkur að nýta undir slíka starfsemi. Þetta er eitthvað sem verður meira aðkallandi í framtíðinni á norðurslóðum, þar sem starfsemi getur unnið saman þvert á geira.“ Alexandra bendir á að slíkt hafi þegar verið framkvæmt hér á landi og nefnir sem dæmi Auðlindagarð HS Orku við Reykjanesvirkjun. Þar vinna fyrirtæki saman þvert á geira en Auðlindagarðurinn verður meðal annars heimsóttur af hópinum í hakkaþoni Sjávarklasans á fimmtudag. Hakkaþon er nýsköpunarkeppni þar sem þverfagleg teymi vinna saman í afmarkaðan tíma við að finna lausnir á raunverulegum áskorunum sem lagðar eru fram. Þannig verður tíminn hjá hópnum vel nýttur. „Hópurinn kemur úr mismunandi áttum en þau starfa öll í geirum sem tengjast hafinu og við munum heimsækja ýmiskonar fyrirtæki á Reykjanesi á fimmtudag. Markmiðið er að hugsa einhverjar lausnir í þessa átt. Á föstudag verður svo öllum boðið að koma til okkar í húsnæði Íslenska sjávarklasans að Grandagarði 16 í Reykjavík klukkan 17:00 þar sem hóparnir munu kynna afrakstur sinnar vinnu.“ Nýsköpun Sjávarútvegur Orkumál Ferðamennska á Íslandi Hafið Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Sjá meira
„Við munum leiða saman ólíka hópa fólks af Norðurlöndum, í samstarfi við Nordic Innovation, í Reykjavík og á Reykjanesi þar sem markmiðið er að kanna lausnir sem hægt yrði að nýta til sameiginlegrar nýtingar á úthafssvæðum,“ segja þær Heiða Kristín Helgadóttir og Alexandra Leeper, framkvæmdastjórar Íslenska Sjávarklasans. Þær segja Norðmenn komna lengra í slíkum málum en Íslendinga og nefna sem dæmi hvernig Norðmenn hafi endurnýtt olíuborpalla undir annars konar starfsemi. Sem dæmi verði hægt að samnýta starfsemi fiskeldis, ferðamennsku og orkuvinnslu á einum og sama staðnum. Þær benda á að spurningin um aukna nýtingu sjávarpláss verði æ meira aðkallandi í framtíðinni, enda ekki allar þjóðir sem búi yfir miklu landrými. „Hugmyndin er sú að samnýta svæði sem við höfum hingað til ekki velt fyrir okkur að nýta undir slíka starfsemi. Þetta er eitthvað sem verður meira aðkallandi í framtíðinni á norðurslóðum, þar sem starfsemi getur unnið saman þvert á geira.“ Alexandra bendir á að slíkt hafi þegar verið framkvæmt hér á landi og nefnir sem dæmi Auðlindagarð HS Orku við Reykjanesvirkjun. Þar vinna fyrirtæki saman þvert á geira en Auðlindagarðurinn verður meðal annars heimsóttur af hópinum í hakkaþoni Sjávarklasans á fimmtudag. Hakkaþon er nýsköpunarkeppni þar sem þverfagleg teymi vinna saman í afmarkaðan tíma við að finna lausnir á raunverulegum áskorunum sem lagðar eru fram. Þannig verður tíminn hjá hópnum vel nýttur. „Hópurinn kemur úr mismunandi áttum en þau starfa öll í geirum sem tengjast hafinu og við munum heimsækja ýmiskonar fyrirtæki á Reykjanesi á fimmtudag. Markmiðið er að hugsa einhverjar lausnir í þessa átt. Á föstudag verður svo öllum boðið að koma til okkar í húsnæði Íslenska sjávarklasans að Grandagarði 16 í Reykjavík klukkan 17:00 þar sem hóparnir munu kynna afrakstur sinnar vinnu.“
Nýsköpun Sjávarútvegur Orkumál Ferðamennska á Íslandi Hafið Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf