Móðir Beckhams varð fyrir ógeðfelldu aðkasti: „Þetta var hræðilegt“ Aron Guðmundsson skrifar 4. október 2023 10:01 David Beckham með foreldrum sínum, Söndru og Ted Beckham á forsýningu á nýrri heimildarþáttaröð um líf hans. Vísir/Getty Í nýrri heimildarþáttaröð um líf og atvinnumannaferil bresku knattspyrnugoðsagnarinnar David Beckham, tjá Beckham og aðstandendur hans sig um afar erfiðan tíma í þeirra lífi eftir afdrifarík mistök Beckham á HM 1998. Beckham og fjölskylda hans lentu í afar slæmu aðkasti í kjölfar atviksins. Það var á HM í Frakklandi árið 1998 sem Beckham var rekinn af velli í leik á móti Argentínu í sextán liða úrslitum þar sem enska liðið tapaði að lokum í vítaspyrnukeppni. Beckham missti stjórn á skapi sínu í örskamma stund í leiknum, sparkaði í Diego Simeone leikmann Argentínu, núverandi knattspyrnustjóra Atlético Madrid . Ensku fjölmiðlarnir gerðu Beckham af blóraböggli númer eitt, tvö og þrjú og fræg fyrirsögn er „10 Heroic Lions, One Stupid Boy“ eða „Tíu hetjur og einn heimskur strákur“. Þá birti eitt blaðið höfuð Beckham á píluspjaldi. Brúða, eftirlíking af Beckham í fullri stærð, var hengd fyrir utan bar á Bretlandseyjum og rataði myndin á forsíðu The Sun. „Þetta var hræðilegt,“ segir Sandra Beckham, móðir David Beckham um þennan tíma og afdrifaríka heimsókn hennar á Upton Park, heimavöll West Ham United skömmu eftir HM þar sem sonur hennar spilaði með Manchester United á móti heimamönnum. „Ég sat þarna og sá konu með blaðið þar sem mynd af honum hangandi var á forsíðunni. Ég varð reið sökum þess hvaða ókvæðisorðum áhorfendurnir voru að kalla að honum og svo var þarna einn maður sem bauð mér í birginn, bað mig um að koma með sér út fyrir leikvanginn. Sem foreldri var ekki gott að horfa upp á þetta. Bara það að tala um þetta lætur mig vilja fara að gráta.“ Sjálfur segist Beckham fyrst núna taka atvikið og það sem á eftir fylgdi alvarlega inn á sig. „Þetta varpaði mikilli athygli á foreldra mína,“ segir Beckham um eftirmála rauða spjaldsins. „Eitthvað sem ég hefði aldrei óskað mér. Eitthvað sem ég get aldrei fyrirgefið sjálfum mér fyrir.“ David Gardner, einn besti vinur Beckham, segir frá því í heimildarþáttunum að hatrið í garð Beckham hafi verið það mikið að vinir hans hleyptu honum ekki einum út. „Hann var kannski gangandi niður götu og fólk átti það til að hrækja í áttina að honum. Fólk átti það líka til að vaða í hann á förnum vegi, öskra ókvæðisorðum í áttina að honum.“ Enski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Það var á HM í Frakklandi árið 1998 sem Beckham var rekinn af velli í leik á móti Argentínu í sextán liða úrslitum þar sem enska liðið tapaði að lokum í vítaspyrnukeppni. Beckham missti stjórn á skapi sínu í örskamma stund í leiknum, sparkaði í Diego Simeone leikmann Argentínu, núverandi knattspyrnustjóra Atlético Madrid . Ensku fjölmiðlarnir gerðu Beckham af blóraböggli númer eitt, tvö og þrjú og fræg fyrirsögn er „10 Heroic Lions, One Stupid Boy“ eða „Tíu hetjur og einn heimskur strákur“. Þá birti eitt blaðið höfuð Beckham á píluspjaldi. Brúða, eftirlíking af Beckham í fullri stærð, var hengd fyrir utan bar á Bretlandseyjum og rataði myndin á forsíðu The Sun. „Þetta var hræðilegt,“ segir Sandra Beckham, móðir David Beckham um þennan tíma og afdrifaríka heimsókn hennar á Upton Park, heimavöll West Ham United skömmu eftir HM þar sem sonur hennar spilaði með Manchester United á móti heimamönnum. „Ég sat þarna og sá konu með blaðið þar sem mynd af honum hangandi var á forsíðunni. Ég varð reið sökum þess hvaða ókvæðisorðum áhorfendurnir voru að kalla að honum og svo var þarna einn maður sem bauð mér í birginn, bað mig um að koma með sér út fyrir leikvanginn. Sem foreldri var ekki gott að horfa upp á þetta. Bara það að tala um þetta lætur mig vilja fara að gráta.“ Sjálfur segist Beckham fyrst núna taka atvikið og það sem á eftir fylgdi alvarlega inn á sig. „Þetta varpaði mikilli athygli á foreldra mína,“ segir Beckham um eftirmála rauða spjaldsins. „Eitthvað sem ég hefði aldrei óskað mér. Eitthvað sem ég get aldrei fyrirgefið sjálfum mér fyrir.“ David Gardner, einn besti vinur Beckham, segir frá því í heimildarþáttunum að hatrið í garð Beckham hafi verið það mikið að vinir hans hleyptu honum ekki einum út. „Hann var kannski gangandi niður götu og fólk átti það til að hrækja í áttina að honum. Fólk átti það líka til að vaða í hann á förnum vegi, öskra ókvæðisorðum í áttina að honum.“
Enski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira