Hörð viðbrögð vegna strangtrúaðra sem hræktu á kristna í Jerúsalem Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. október 2023 09:04 Fimm hafa verið handteknir í tengslum við málið. Stilla af Twitter Myndskeið sem sýnir strangtrúaða gyðinga í Jerúsalem hrækja á jörðina þar sem erlendir kristnir ferðamenn ganga framhjá hefur vakið hörð viðbrögð í Ísrael og víðar. Athæfið hefur meðal annars verið gagnrýnt af Benjamin Netanyahu forsætisráðherra. Það var blaðamaður Haaretz sem náði upptöku af atvikinu en það átti sér stað þegar umræddur hópur var að hefja göngu sína um gamla borgarhlutann í Jerúsalem. Förinni var heitið sömu leið og sagt er að Jesú hafi gengið áður en hann var krossfestur en hópurinn hafði með sér stóran viðarkross. Að minnsta kosti sjö strangtrúaðir gyðingar hræktu á jörðina þegar hópurinn gekk hjá en það vakti ekki síður hneykslan þegar Elisha Yered, strangtrúaður leiðtogi landnema eða landtökufólks og fyrrverandi ráðgjafi þingmanns í samsteypustjórn Netanyahu greip til varna fyrir þá sem hræktu. Sagði hann að það að hrækja að kristnum prestum og kirkjum væri „forn gyðingasiður“. „Undir áhrifum vestrænnar menningar höfum við ef til vill gleymt því fyrir hvað kristnin stendur,“ skrifaði hann á X/Twitter. „Ég held að milljónir gyðinga sem mátut þola útlegð vegna krossferðanna muni aldrei gleyma.“ Yered er grunaður um að hafa átt þátt í morðinu á 19 ára Palestínumanni og sætir stofufangelsi. Five people arrested on suspicion of spitting at Christians in Jerusalem's Old City https://t.co/LK6mwoJo8B— Haaretz.com (@haaretzcom) October 4, 2023 Myndskeiðið og færsla Yered eru sögð hafa farið eins og eldur í sinu um netheima í Ísrael en viðbrögðin voru, eins og áður segir, hörð. Jafnvel menn innan íhaldsamrar ríkisstjórnar landsins fordæmdu athæfið og sagði utanríkisráðherrann Eli Cohen meðal annars að það að hrækja að kristnum væri ekki í takt við gildi gyðinga. Þá sagði Michael Malkieli, ráðherra trúmála og flokksmaður í Shas-flokknum, að það að hrækja að mönnum væri ekki í samræmi við Torah, trúarrit gyðinga. Undir þetta tók einn af fremstu rabbínum Ísrael. Aðgerðasinnar segja árásir gegn kristnum hafa aukist mjög og hafa undrast hörð viðbrögð hinna íhaldssömu stjórnvalda. „Árásum á kristna hefur fjölgað um 100 prósent á þessu ári og við erum ekki bara að tala um hráka heldur grjótkast og skemmdarverk,“ segir Yisca Harani, stofnandi hjálparlínu vegna fordóma gegn kristnum. „Afsakið en hvar voruð þið?“ segir hún og beinir spurningu sinni til stjórnvalda. Guardian greindi frá. Ísrael Trúmál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira
Athæfið hefur meðal annars verið gagnrýnt af Benjamin Netanyahu forsætisráðherra. Það var blaðamaður Haaretz sem náði upptöku af atvikinu en það átti sér stað þegar umræddur hópur var að hefja göngu sína um gamla borgarhlutann í Jerúsalem. Förinni var heitið sömu leið og sagt er að Jesú hafi gengið áður en hann var krossfestur en hópurinn hafði með sér stóran viðarkross. Að minnsta kosti sjö strangtrúaðir gyðingar hræktu á jörðina þegar hópurinn gekk hjá en það vakti ekki síður hneykslan þegar Elisha Yered, strangtrúaður leiðtogi landnema eða landtökufólks og fyrrverandi ráðgjafi þingmanns í samsteypustjórn Netanyahu greip til varna fyrir þá sem hræktu. Sagði hann að það að hrækja að kristnum prestum og kirkjum væri „forn gyðingasiður“. „Undir áhrifum vestrænnar menningar höfum við ef til vill gleymt því fyrir hvað kristnin stendur,“ skrifaði hann á X/Twitter. „Ég held að milljónir gyðinga sem mátut þola útlegð vegna krossferðanna muni aldrei gleyma.“ Yered er grunaður um að hafa átt þátt í morðinu á 19 ára Palestínumanni og sætir stofufangelsi. Five people arrested on suspicion of spitting at Christians in Jerusalem's Old City https://t.co/LK6mwoJo8B— Haaretz.com (@haaretzcom) October 4, 2023 Myndskeiðið og færsla Yered eru sögð hafa farið eins og eldur í sinu um netheima í Ísrael en viðbrögðin voru, eins og áður segir, hörð. Jafnvel menn innan íhaldsamrar ríkisstjórnar landsins fordæmdu athæfið og sagði utanríkisráðherrann Eli Cohen meðal annars að það að hrækja að kristnum væri ekki í takt við gildi gyðinga. Þá sagði Michael Malkieli, ráðherra trúmála og flokksmaður í Shas-flokknum, að það að hrækja að mönnum væri ekki í samræmi við Torah, trúarrit gyðinga. Undir þetta tók einn af fremstu rabbínum Ísrael. Aðgerðasinnar segja árásir gegn kristnum hafa aukist mjög og hafa undrast hörð viðbrögð hinna íhaldssömu stjórnvalda. „Árásum á kristna hefur fjölgað um 100 prósent á þessu ári og við erum ekki bara að tala um hráka heldur grjótkast og skemmdarverk,“ segir Yisca Harani, stofnandi hjálparlínu vegna fordóma gegn kristnum. „Afsakið en hvar voruð þið?“ segir hún og beinir spurningu sinni til stjórnvalda. Guardian greindi frá.
Ísrael Trúmál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira