Samfélagsbankar: Mótvægið sem okkur vantar í bankamálum Guðmundur D. Haraldsson skrifar 4. október 2023 12:30 Á undanförnum árum hefur verið gerð endurnýjuð tilraun til að einkavæða stærstu banka landsins – tilraun sem átti ekki að geta misheppnast. Reynslan nú, þegar Íslandsbanki hefur að miklu leyti verið einkavæddur, er blendin, enda hefur komið í ljós að lög og reglur voru brotin við einkavæðinguna en einnig er orðið ljóst að einkavæðing banka þýðir hærri þjónustugjöld, ofsahagnað þeirra og drjúgar arðgreiðslur til hluthafa þeirra á meðan þjónusta til notenda er skert. Og þó er enn stefnt á að ljúka einkavæðingu Íslandsbanka og vilji er til að einkavæða Landsbankann hjá hluta ríkisstjórnarflokkanna. Allt rímar þetta við fyrri tilraun til einkavæðingar sem fór fram fyrir tveimur áratugum og var mjög umdeild á sínum tíma – síðar kom í ljós að einkavæðingin var á skjön við landslög. Ofahagnaður, arðgreiðslur og hækkuð þjónustugjöld fylgdu einkavæðingunni, allt þar til síga fór á ógæfuhliðina og loks, haustið 2008, að þessi tilraun endaði með hruni allra þriggja stóru bankanna sem kom af stað fjármálakrísu á Íslandi. Miklu þensluskeiði, drifnu áfram af bönkunum og fjármálaöflum, lauk með hvelli. Bankarnir voru endurreistir á nýjum kennitölum með miklu brambolti. Vonandi – og líklega – mun ekki fara nú eins og gerði haustið 2008. En sporin hræða, enda um margt endurtekning fyrri atburðarásar sem nú á sér stað. Þessi endurtekning kemur til vegna þess að sama forskrift er notuð við einkavæðinguna nú sem þá: Bönkum, einkavæddum sem og þeim sem bíða einkavæðingar, er ætla að hámarka hagnað, greiða arð, greiða bónusa til stjórnenda og standa sig vel á hlutabréfamarkaði (séu þeir skráðir). Annað skiptir ekki eða minna máli, s.s. gæði þjónustunnar eða lágmörkun áhættu. Sú staðreynd að stefnan sé beinlínis sú að allir stærstu bankar landsins verði reknir eftir þessari sömu forskrift mun leiða til þess að bankaþjónusta verður dýrari fyrir samfélagið. Einnig mun áhætta samfélagsins af falli þeirra verða meiri, enda mun samfélagið – í gegnum ríkissjóð – taka á sig skuldbindingar bankanna lendi þeir í vandræðum. Höfum í huga að það var ekki bara skorturinn á reglum og eftirliti sem leiddi til hrunsins árið 2008 – það voru einnig hvatarnir í rekstri bankanna. Fari fram sem horfir mun skorta mótvægi á bankamarkaðnum til að breyta þessu. Það er enn hægt að staldra við og hugsa bankamálin upp á nýtt. Við getum tekið ákvörðun sem samfélag til að reyna aðra forskrift þegar kemur að eina bankanum sem ríkið á til fulls, Landsbankanum. Við getum vel breytt honum ísamfélagsbanka – tegund banka sem er af allt öðru tagi og er rekinn öðruvísi en hinir einkavæddu bankar. Það er mótvægið sem við þurfum. Hvað er samfélagsbanki? Samfélagsbanki er ekki nýtt hugtak í íslenskri samfélagsumræðu en hugtakið hefur þó verið nokkuð á reiki, einkum undanfarið. Almennt er þó sá skilningur á að samfélagsbankar séu reknir í þágu notenda bankanna fremur en hluthafa – þeir greiði því ekki arð. Af þessu leiðir að samfélagsbankar stilla hagnaði í hóf og nýta hagnað til að bæta bankann og styrkja. Þeir leitast við að veita sem besta þjónustu fyrir sem lægst þjónustugjöld og fyrir sem lægstu vaxtaþóknun. Þeir stilla áhættu í hóf. Þetta er kjarninn í samfélagsbönkum. Að öðru leyti eru samfélagsbankar eins og aðrir bankar: Þeir keppa á markaði og veita sömu þjónustu og aðrir bankar og greiða samkeppnishæf laun. Þessi litli munur – á hámörkun hagnaðar og áhættusækni – gerir gæfumuninn á milli einkavæddra banka og samfélagsbanka. Þessi munur gerir samfélagsbanka að fjármálastofnun sem leitast við að efla hag samfélagsins fremur en fjarstaddra hluthafa. Í fjármálakrísunni 2008–2010 voru erlendir samfélagsbankar ólíklegri en hagnaðardrifnir bankar til að lenda í vandræðum. Fjölmargir samfélagsbankar eru til í heiminum. Í Þýskalandi er þannig rekið net banka sem eru nefndir Sparkasse og teljast vera um 40% af bankakerfi landsins. Í Bretlandi er rekinn öflugur samfélagsbanki, Nationwide að nafni. Þessir bankar veita öðrum bönkum samkeppni í verði og gæðum. Við eigum val Við stöndum á krossgötum. Einkavæðing banka hefur enn og aftur sýnt sig að vera varasöm og að hún leiði ekki til þeirrar niðurstöðu sem sóst er eftir. Blessunarlega eigum við þó val: Annar valkosturinn er að halda áfram einkavæðingunni, sem mun leiða til einsleits bankakerfis og lakari niðurstöðu fyrir samfélagið. En hinn er að hörfa alfarið frá einkavæðingu Landsbankans og láta staðar numið með einkavæðingu Íslandsbanka. Við getum þá umbreytt Landsbankanum í samfélagsbanka og látið hann vera mótvægi við hina tvo – hann myndi veita þeim viðnám með samkeppni í verði og gæðum, sem myndi fá hina til að lækka verðið og gera betur. Áhætta samfélagsins af bönkunum myndi minnka. Með þessari leið virkjum við markaðsöflin í þágu notenda bankanna og samfélagsins alls. Við eigum val. Spurningin er: Erum við reiðubúin til að velja samfélagsbanka? Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur verið gerð endurnýjuð tilraun til að einkavæða stærstu banka landsins – tilraun sem átti ekki að geta misheppnast. Reynslan nú, þegar Íslandsbanki hefur að miklu leyti verið einkavæddur, er blendin, enda hefur komið í ljós að lög og reglur voru brotin við einkavæðinguna en einnig er orðið ljóst að einkavæðing banka þýðir hærri þjónustugjöld, ofsahagnað þeirra og drjúgar arðgreiðslur til hluthafa þeirra á meðan þjónusta til notenda er skert. Og þó er enn stefnt á að ljúka einkavæðingu Íslandsbanka og vilji er til að einkavæða Landsbankann hjá hluta ríkisstjórnarflokkanna. Allt rímar þetta við fyrri tilraun til einkavæðingar sem fór fram fyrir tveimur áratugum og var mjög umdeild á sínum tíma – síðar kom í ljós að einkavæðingin var á skjön við landslög. Ofahagnaður, arðgreiðslur og hækkuð þjónustugjöld fylgdu einkavæðingunni, allt þar til síga fór á ógæfuhliðina og loks, haustið 2008, að þessi tilraun endaði með hruni allra þriggja stóru bankanna sem kom af stað fjármálakrísu á Íslandi. Miklu þensluskeiði, drifnu áfram af bönkunum og fjármálaöflum, lauk með hvelli. Bankarnir voru endurreistir á nýjum kennitölum með miklu brambolti. Vonandi – og líklega – mun ekki fara nú eins og gerði haustið 2008. En sporin hræða, enda um margt endurtekning fyrri atburðarásar sem nú á sér stað. Þessi endurtekning kemur til vegna þess að sama forskrift er notuð við einkavæðinguna nú sem þá: Bönkum, einkavæddum sem og þeim sem bíða einkavæðingar, er ætla að hámarka hagnað, greiða arð, greiða bónusa til stjórnenda og standa sig vel á hlutabréfamarkaði (séu þeir skráðir). Annað skiptir ekki eða minna máli, s.s. gæði þjónustunnar eða lágmörkun áhættu. Sú staðreynd að stefnan sé beinlínis sú að allir stærstu bankar landsins verði reknir eftir þessari sömu forskrift mun leiða til þess að bankaþjónusta verður dýrari fyrir samfélagið. Einnig mun áhætta samfélagsins af falli þeirra verða meiri, enda mun samfélagið – í gegnum ríkissjóð – taka á sig skuldbindingar bankanna lendi þeir í vandræðum. Höfum í huga að það var ekki bara skorturinn á reglum og eftirliti sem leiddi til hrunsins árið 2008 – það voru einnig hvatarnir í rekstri bankanna. Fari fram sem horfir mun skorta mótvægi á bankamarkaðnum til að breyta þessu. Það er enn hægt að staldra við og hugsa bankamálin upp á nýtt. Við getum tekið ákvörðun sem samfélag til að reyna aðra forskrift þegar kemur að eina bankanum sem ríkið á til fulls, Landsbankanum. Við getum vel breytt honum ísamfélagsbanka – tegund banka sem er af allt öðru tagi og er rekinn öðruvísi en hinir einkavæddu bankar. Það er mótvægið sem við þurfum. Hvað er samfélagsbanki? Samfélagsbanki er ekki nýtt hugtak í íslenskri samfélagsumræðu en hugtakið hefur þó verið nokkuð á reiki, einkum undanfarið. Almennt er þó sá skilningur á að samfélagsbankar séu reknir í þágu notenda bankanna fremur en hluthafa – þeir greiði því ekki arð. Af þessu leiðir að samfélagsbankar stilla hagnaði í hóf og nýta hagnað til að bæta bankann og styrkja. Þeir leitast við að veita sem besta þjónustu fyrir sem lægst þjónustugjöld og fyrir sem lægstu vaxtaþóknun. Þeir stilla áhættu í hóf. Þetta er kjarninn í samfélagsbönkum. Að öðru leyti eru samfélagsbankar eins og aðrir bankar: Þeir keppa á markaði og veita sömu þjónustu og aðrir bankar og greiða samkeppnishæf laun. Þessi litli munur – á hámörkun hagnaðar og áhættusækni – gerir gæfumuninn á milli einkavæddra banka og samfélagsbanka. Þessi munur gerir samfélagsbanka að fjármálastofnun sem leitast við að efla hag samfélagsins fremur en fjarstaddra hluthafa. Í fjármálakrísunni 2008–2010 voru erlendir samfélagsbankar ólíklegri en hagnaðardrifnir bankar til að lenda í vandræðum. Fjölmargir samfélagsbankar eru til í heiminum. Í Þýskalandi er þannig rekið net banka sem eru nefndir Sparkasse og teljast vera um 40% af bankakerfi landsins. Í Bretlandi er rekinn öflugur samfélagsbanki, Nationwide að nafni. Þessir bankar veita öðrum bönkum samkeppni í verði og gæðum. Við eigum val Við stöndum á krossgötum. Einkavæðing banka hefur enn og aftur sýnt sig að vera varasöm og að hún leiði ekki til þeirrar niðurstöðu sem sóst er eftir. Blessunarlega eigum við þó val: Annar valkosturinn er að halda áfram einkavæðingunni, sem mun leiða til einsleits bankakerfis og lakari niðurstöðu fyrir samfélagið. En hinn er að hörfa alfarið frá einkavæðingu Landsbankans og láta staðar numið með einkavæðingu Íslandsbanka. Við getum þá umbreytt Landsbankanum í samfélagsbanka og látið hann vera mótvægi við hina tvo – hann myndi veita þeim viðnám með samkeppni í verði og gæðum, sem myndi fá hina til að lækka verðið og gera betur. Áhætta samfélagsins af bönkunum myndi minnka. Með þessari leið virkjum við markaðsöflin í þágu notenda bankanna og samfélagsins alls. Við eigum val. Spurningin er: Erum við reiðubúin til að velja samfélagsbanka? Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun