Framtíðin sé á Íslandi en verður sendur út eftir nokkra daga Jón Þór Stefánsson skrifar 4. október 2023 14:08 Isaac Kwateng hefur verið hér á landi síðan árið 2018. Nú stefnir í að hann verði fluttur úr landi eftir nokkra daga. Vísir/Ívar Fannar Á dögunum kom lögreglumaður á skrifstofu Þróttar og tilkynnti að búið væri að kaupa flugmiða fyrir vallarstjóra félagsins. Honum á að vísa úr landi þann sextánda október næstkomandi. „Ég grét. Ég viðurkenni það,“ segir hinn 28 ára gamli Isaac Kwateng í samtali við Vísi um það þegar hann fékk fregnir af fyrirhugaðri brotthvarfi sínu. Hann hefur verið hér á landi um árabil, frá árinu 2018, og starfað sem vallarstjóri Þróttar frá upphafi árs 2022 og samhliða því verið leikmaður SR, varaliðs Þróttar. „Þetta eru erfiðar fréttir fyrir mig að melta. Hér á landi á ég vini og fjölskyldu, en í Gana bíður mín ekkert,“ segir Isaac. Líkt og ummæli hans gefa til kynna þá kemur hann frá Gana, en hann segist ekki vita hvað verði um hann verði hann sendur aftur þangað. Hann eigi ekki fjölskyldu í Gana og óttast að hann muni hreinlega enda á götunni. Framtíð hans sé á Íslandi. „Ég skil ekki hvers vegna þau vilji að ég fari?“ segir Isaac sem bendir á að hann greiði skatta hér á landi, sé að læra íslensku og upplifi sig sem mikilvægan þjóðfélagsþegn. Þá er óafgreidd umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt. „Ég hef gert allt sem ég hefði getað gert.“ Isaac vonast til að geta verið lengur á Íslandi, en viðurkennir að hann viti ekki nákvæmlega hvað sé til bragðs að taka. Spyr hvort hann megi ekki vera hér um jólin Jón Hafsteinn Jóhannsson, þjálfari SR og góður vinur Isaacs, segir fregnirnar af því að lögregla hafi tilkynnt Þrótti að Isaac verði fluttur af landi brott hafa komið sér í opna skjöldu. „Manni fallast hendur þegar það er búið að henda fram einhverri dagsetningu. Þegar manni er sagt að hann sé bara að fara héðan sextánda október,“ segir Jón í samtali við Vísi. Hann segir fréttirnar koma á óvart vegna þess að ekkert hafi breyst í máli Isaacs undanfarið, hann sé enn með dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi. Jón spyr hvers vegna ekki megi klára afgreiðslu á umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt, sem ætti að vera tekin fyrir á Alþingi í desember, áður en hann sé sendur úr landi. „Er ekki hægt að bíða og sjá hvað gerist í desember og leyfa honum þá að vera hér um jólin? Og ef hann fær höfnun að senda hann þá út í janúar? Manni þætti það allavega aðeins mannúðlegra en að drífa hann í burtu núna,“ útskýrir Jón sem segist stressaður um að möguleikar Isaacs á íslenskum ríkisborgararétti séu minni sé hann ekki á landinu. „Þegar það er komin niðurstaða í því þá lítur þetta allt öðruvísi út,“ bætir hann við. Aldrei verið í felum Isaac hefur aldrei verið í neinum felum við stjórnvöld að sögn Jóns. Hann nefnir sem dæmi að Isaac hafi verið beðinn um að skila inn vegabréfi sínu til Útlendingastofnunar. Og hann hafi bara gert það í góðri trú. „Hann er með vinnu, borgar sína skatta, leigir íbúð, og er bara eins og ég og þú,“ segir Jón. „Maður skilur ekki hvað hann getur gert meira?“ Gana Hælisleitendur Þróttur Reykjavík Innflytjendamál Reykjavík Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
„Ég grét. Ég viðurkenni það,“ segir hinn 28 ára gamli Isaac Kwateng í samtali við Vísi um það þegar hann fékk fregnir af fyrirhugaðri brotthvarfi sínu. Hann hefur verið hér á landi um árabil, frá árinu 2018, og starfað sem vallarstjóri Þróttar frá upphafi árs 2022 og samhliða því verið leikmaður SR, varaliðs Þróttar. „Þetta eru erfiðar fréttir fyrir mig að melta. Hér á landi á ég vini og fjölskyldu, en í Gana bíður mín ekkert,“ segir Isaac. Líkt og ummæli hans gefa til kynna þá kemur hann frá Gana, en hann segist ekki vita hvað verði um hann verði hann sendur aftur þangað. Hann eigi ekki fjölskyldu í Gana og óttast að hann muni hreinlega enda á götunni. Framtíð hans sé á Íslandi. „Ég skil ekki hvers vegna þau vilji að ég fari?“ segir Isaac sem bendir á að hann greiði skatta hér á landi, sé að læra íslensku og upplifi sig sem mikilvægan þjóðfélagsþegn. Þá er óafgreidd umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt. „Ég hef gert allt sem ég hefði getað gert.“ Isaac vonast til að geta verið lengur á Íslandi, en viðurkennir að hann viti ekki nákvæmlega hvað sé til bragðs að taka. Spyr hvort hann megi ekki vera hér um jólin Jón Hafsteinn Jóhannsson, þjálfari SR og góður vinur Isaacs, segir fregnirnar af því að lögregla hafi tilkynnt Þrótti að Isaac verði fluttur af landi brott hafa komið sér í opna skjöldu. „Manni fallast hendur þegar það er búið að henda fram einhverri dagsetningu. Þegar manni er sagt að hann sé bara að fara héðan sextánda október,“ segir Jón í samtali við Vísi. Hann segir fréttirnar koma á óvart vegna þess að ekkert hafi breyst í máli Isaacs undanfarið, hann sé enn með dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi. Jón spyr hvers vegna ekki megi klára afgreiðslu á umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt, sem ætti að vera tekin fyrir á Alþingi í desember, áður en hann sé sendur úr landi. „Er ekki hægt að bíða og sjá hvað gerist í desember og leyfa honum þá að vera hér um jólin? Og ef hann fær höfnun að senda hann þá út í janúar? Manni þætti það allavega aðeins mannúðlegra en að drífa hann í burtu núna,“ útskýrir Jón sem segist stressaður um að möguleikar Isaacs á íslenskum ríkisborgararétti séu minni sé hann ekki á landinu. „Þegar það er komin niðurstaða í því þá lítur þetta allt öðruvísi út,“ bætir hann við. Aldrei verið í felum Isaac hefur aldrei verið í neinum felum við stjórnvöld að sögn Jóns. Hann nefnir sem dæmi að Isaac hafi verið beðinn um að skila inn vegabréfi sínu til Útlendingastofnunar. Og hann hafi bara gert það í góðri trú. „Hann er með vinnu, borgar sína skatta, leigir íbúð, og er bara eins og ég og þú,“ segir Jón. „Maður skilur ekki hvað hann getur gert meira?“
Gana Hælisleitendur Þróttur Reykjavík Innflytjendamál Reykjavík Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira