Áfram í gæslu eftir harmleikinn í Bátavogi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2023 13:22 Karlmaðurinn fannst látinn í fjölbýlishúsi við Bátavog 1-7 laugardagskvöldið 23. september. Vísir/Vilhelm Krufning á 58 ára karlmanni sem fannst meðvitundarlaus í félagsíbúð við Bátavog í Reykjavík laugardagskvöldið 23. september bendir til þess að honum hafi verið ráðinn bani að sögn lögreglu. Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en hún var á vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Það var mánudagsmorguninn 25. september sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu. Kona um fertugt hefði verið úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna eftir að hafa verið handtekin í íbúð í austurborginni á laugardagskvöld. Tilkynning hafði borist lögreglu sama kvöld og þegar lögregluþjónar mættu á staðinn hófu þeir þegar endurlífgunartilraunir. Hann var í framhaldinu fluttur á Landspítalann en úrskurðaður látinn við komuna. Fíknivandi og sakarferill Karlmaðurinn og konan eru bæði Íslendingar sem hafa átt við vímuefnavanda að glíma um langt skeið samkvæmt heimildum fréttastofu. Karlmaðurinn er 58 ára tveggja barna faðir sem hefur tjáð sig opinberlega um áfengisvanda sinn og lífið á götunni. Hann hlaut árið 2021 dóm fyrir þjófnað, áfengislagabrot, ölvunarakstur og vörslu fíkniefna. Konan er 41 árs og á einnig langan brotaferil að baki fyrir meðal annars fíkniefnabrot og þjófnað. Þá hefur hún sýnt lögreglu töluverðan mótþróa undanfarin ár eins og má sjá í færslum hennar á samfélagsmiðlum. Konan átti smáhund sem fannst dauður á vettvangi í Bátavogi á laugardagskvöldið. Ævar Pálmi Pálmason, hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu, tjáði RÚV í gær að verið væri að skoða hvort og með hvaða hætti dauði hundurinn tengist málinu. Þá hefur RÚV heimildir fyrir því að áverkar hafi fundist á hálsi hins látna og kynfærum hans. Áfram í haldi lögreglu Konan var upphaflega úrskurðuð í þriggja daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þá hafði líkið ekki verið krufið og talið óljóst hvað hefði gerst. Í framhaldinu var hún úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald sem átti að renna út í dag. Lögregla tilkynnti í dag að hún hefði verið úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvær vikur í viðbót á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fréttin hefur verið uppfærð. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Reykjavík Fíkn Tengdar fréttir Manninum sem fannst látinn í austurborginni virðist hafa verið ráðinn bani Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir allt benda til þess að manni, sem lést eftir að hafa fundist meðvitundarlaus um þarsíðustu helgi, hafi verið ráðinn bani. 3. október 2023 17:17 Úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar Kona sem var handtekinn á vettvangi þar sem maður á sextugsaldri fannst meðvitundarlaus og var síðar úrskurðaður látinn, hefur verið úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar. 27. september 2023 14:58 Kona í haldi lögreglu vegna andláts karlmanns Kona um fertugt var í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 27. september á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 25. september 2023 10:34 Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Sjá meira
Það var mánudagsmorguninn 25. september sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu. Kona um fertugt hefði verið úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna eftir að hafa verið handtekin í íbúð í austurborginni á laugardagskvöld. Tilkynning hafði borist lögreglu sama kvöld og þegar lögregluþjónar mættu á staðinn hófu þeir þegar endurlífgunartilraunir. Hann var í framhaldinu fluttur á Landspítalann en úrskurðaður látinn við komuna. Fíknivandi og sakarferill Karlmaðurinn og konan eru bæði Íslendingar sem hafa átt við vímuefnavanda að glíma um langt skeið samkvæmt heimildum fréttastofu. Karlmaðurinn er 58 ára tveggja barna faðir sem hefur tjáð sig opinberlega um áfengisvanda sinn og lífið á götunni. Hann hlaut árið 2021 dóm fyrir þjófnað, áfengislagabrot, ölvunarakstur og vörslu fíkniefna. Konan er 41 árs og á einnig langan brotaferil að baki fyrir meðal annars fíkniefnabrot og þjófnað. Þá hefur hún sýnt lögreglu töluverðan mótþróa undanfarin ár eins og má sjá í færslum hennar á samfélagsmiðlum. Konan átti smáhund sem fannst dauður á vettvangi í Bátavogi á laugardagskvöldið. Ævar Pálmi Pálmason, hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu, tjáði RÚV í gær að verið væri að skoða hvort og með hvaða hætti dauði hundurinn tengist málinu. Þá hefur RÚV heimildir fyrir því að áverkar hafi fundist á hálsi hins látna og kynfærum hans. Áfram í haldi lögreglu Konan var upphaflega úrskurðuð í þriggja daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þá hafði líkið ekki verið krufið og talið óljóst hvað hefði gerst. Í framhaldinu var hún úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald sem átti að renna út í dag. Lögregla tilkynnti í dag að hún hefði verið úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvær vikur í viðbót á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Reykjavík Fíkn Tengdar fréttir Manninum sem fannst látinn í austurborginni virðist hafa verið ráðinn bani Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir allt benda til þess að manni, sem lést eftir að hafa fundist meðvitundarlaus um þarsíðustu helgi, hafi verið ráðinn bani. 3. október 2023 17:17 Úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar Kona sem var handtekinn á vettvangi þar sem maður á sextugsaldri fannst meðvitundarlaus og var síðar úrskurðaður látinn, hefur verið úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar. 27. september 2023 14:58 Kona í haldi lögreglu vegna andláts karlmanns Kona um fertugt var í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 27. september á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 25. september 2023 10:34 Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Sjá meira
Manninum sem fannst látinn í austurborginni virðist hafa verið ráðinn bani Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir allt benda til þess að manni, sem lést eftir að hafa fundist meðvitundarlaus um þarsíðustu helgi, hafi verið ráðinn bani. 3. október 2023 17:17
Úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar Kona sem var handtekinn á vettvangi þar sem maður á sextugsaldri fannst meðvitundarlaus og var síðar úrskurðaður látinn, hefur verið úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar. 27. september 2023 14:58
Kona í haldi lögreglu vegna andláts karlmanns Kona um fertugt var í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 27. september á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 25. september 2023 10:34
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent