„Ég er hálf orðlaus yfir ruglinu“ Árni Sæberg skrifar 4. október 2023 20:29 Ragnar Þór er ekki ánægður með Ásgeir. Vísir/Vilhelm Formaður VR segir fullyrðingu seðlabankastjóra um að ekkert land í Evrópu nema Ísland hafi brugðist við verðbólgu með launahækkunum grafalvarlega. „Ég er hálf orðlaus yfir ruglinu sem kemur út úr þessum manni. Ég get lítið framhjá því að hann hafi ekki í viðtali fyrir nokkru, áttað sig á hversu Íslendingum hafði fjölgað þó það skipti miklu máli fyrir mann í hans stöðu að vita. En að halda því fram að við á Íslandi séum eina landið í Evrópu sem hefur brugðist við verðbólgu með launahækkunum eða svo miklum launahækkunum upp á sjö til tíu prósent er eitthvað annað og í raun grafalvarlegt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í færslu á Facebook í kvöld. Þar á hann við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra og ummæli hans í viðtali við Morgunblaðið í kjölfar yfirlýsingar peningastefnunefndar í morgun. Þar sagði hann að verðbólga hafi verið svipuð í öllum löndum Evrópu á síðasta ári. Ísland sé eina landið í álfunni sem brást við verðbólgunni með miklum launahækkunum. Flest lönd hafi brugðist við með hækkunum Ragnar Þór segir staðreyndina þá að flestar Evrópuþjóðir hafi einmitt brugðist við hárri verðbólgu með launahækkunum og sérstökum verðbólguuppbótum á laun ásamt sértækum verðbólguaðgerðum stjórnvalda til almennings. Flestir verðbólgukjarasamningar, sem gerðir hafi verið í Evrópu hafi verið gerðir eftir síðustu áramót. „Það er lítið mál að verða sér úti um upplýsingar um flesta kjarasamninga sem gerðir eru í Evrópu og eru þeir á þessu róli sjö til tíu prósent og jafnvel dæmi um mun hærri samninga eins og í Þýskalandi og fleiri löndum þar sem laun hækkuðu um tólf til átján prósent og við höfum dæmi um kjarasamninga sem skiluðu þrjátíu prósent hækkunum.“ Einstakt að seðlabankastjóri eigi í hótunum við launafólk Ragnar Þór segir vandann kannski liggja í því að í Evrópu séu fyrirtækjasamningar algengir lengri tíma taki að greina launahækkanir í rauntíma. Íslendingar hljóti þó að geta gert þá kröfu til Seðlabankans að hafa fyrir því að kafa dýpra í samanburði. „Það hlýtur þó að vera einstakt á heimsvísu að Seðlabankastjóri sé með stanslausar hótanir gagnvart launafólki og hreyfingum þeirra. Það sem þó hlýtur að vera öllum ljóst er að Seðlabankastjóri og peningastefnunefnd eru ekki vandanum vaxinn og algjörlega vanhæf til að gegna þessu mikilvæga hlutverki.“ Færslu Ragnars Þórs má lesa í heild sinni hér að neðan: Seðlabankinn Stéttarfélög Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir „Alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir“ Seðlabankastjóri segir alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir í röð væri tímabært að halda vöxtunum óbreyttum. 4. október 2023 13:58 Seðlabankinn „staldrar við“ og ákveður óvænt að halda vöxtum óbreyttum Eftir að hafa hækkað meginvexti Seðlabankans fjórtán sinnum í röð hefur peningastefnunefnd ákveðið, sem er á skjön við spár nánast allra greinenda og markaðsaðila, að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent. Vísar hún til þess að óvissa sé um framvindu efnahagsmála og hvort aðhaldið sé nægjanlegt – raunvextir hafi hækkað nokkuð á árinu – og því vilji nefndin „staldra við.“ 4. október 2023 08:54 Allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið Þótt alls ekki sé hægt að útiloka frekari hækkun stýrivaxta á næstunni eru allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið í bili, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Seðlabankastjóri segir þörf á hærri raunvöxtum, sem væntingar eru um að muni nást með lækkandi verðbólguvæntingum, en kjarasamningar á vinnumarkaði eiga eftir að ráða mestu um þróunin á skuldabréfamarkaði. 4. október 2023 17:24 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Ætla að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira
„Ég er hálf orðlaus yfir ruglinu sem kemur út úr þessum manni. Ég get lítið framhjá því að hann hafi ekki í viðtali fyrir nokkru, áttað sig á hversu Íslendingum hafði fjölgað þó það skipti miklu máli fyrir mann í hans stöðu að vita. En að halda því fram að við á Íslandi séum eina landið í Evrópu sem hefur brugðist við verðbólgu með launahækkunum eða svo miklum launahækkunum upp á sjö til tíu prósent er eitthvað annað og í raun grafalvarlegt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í færslu á Facebook í kvöld. Þar á hann við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra og ummæli hans í viðtali við Morgunblaðið í kjölfar yfirlýsingar peningastefnunefndar í morgun. Þar sagði hann að verðbólga hafi verið svipuð í öllum löndum Evrópu á síðasta ári. Ísland sé eina landið í álfunni sem brást við verðbólgunni með miklum launahækkunum. Flest lönd hafi brugðist við með hækkunum Ragnar Þór segir staðreyndina þá að flestar Evrópuþjóðir hafi einmitt brugðist við hárri verðbólgu með launahækkunum og sérstökum verðbólguuppbótum á laun ásamt sértækum verðbólguaðgerðum stjórnvalda til almennings. Flestir verðbólgukjarasamningar, sem gerðir hafi verið í Evrópu hafi verið gerðir eftir síðustu áramót. „Það er lítið mál að verða sér úti um upplýsingar um flesta kjarasamninga sem gerðir eru í Evrópu og eru þeir á þessu róli sjö til tíu prósent og jafnvel dæmi um mun hærri samninga eins og í Þýskalandi og fleiri löndum þar sem laun hækkuðu um tólf til átján prósent og við höfum dæmi um kjarasamninga sem skiluðu þrjátíu prósent hækkunum.“ Einstakt að seðlabankastjóri eigi í hótunum við launafólk Ragnar Þór segir vandann kannski liggja í því að í Evrópu séu fyrirtækjasamningar algengir lengri tíma taki að greina launahækkanir í rauntíma. Íslendingar hljóti þó að geta gert þá kröfu til Seðlabankans að hafa fyrir því að kafa dýpra í samanburði. „Það hlýtur þó að vera einstakt á heimsvísu að Seðlabankastjóri sé með stanslausar hótanir gagnvart launafólki og hreyfingum þeirra. Það sem þó hlýtur að vera öllum ljóst er að Seðlabankastjóri og peningastefnunefnd eru ekki vandanum vaxinn og algjörlega vanhæf til að gegna þessu mikilvæga hlutverki.“ Færslu Ragnars Þórs má lesa í heild sinni hér að neðan:
Seðlabankinn Stéttarfélög Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir „Alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir“ Seðlabankastjóri segir alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir í röð væri tímabært að halda vöxtunum óbreyttum. 4. október 2023 13:58 Seðlabankinn „staldrar við“ og ákveður óvænt að halda vöxtum óbreyttum Eftir að hafa hækkað meginvexti Seðlabankans fjórtán sinnum í röð hefur peningastefnunefnd ákveðið, sem er á skjön við spár nánast allra greinenda og markaðsaðila, að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent. Vísar hún til þess að óvissa sé um framvindu efnahagsmála og hvort aðhaldið sé nægjanlegt – raunvextir hafi hækkað nokkuð á árinu – og því vilji nefndin „staldra við.“ 4. október 2023 08:54 Allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið Þótt alls ekki sé hægt að útiloka frekari hækkun stýrivaxta á næstunni eru allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið í bili, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Seðlabankastjóri segir þörf á hærri raunvöxtum, sem væntingar eru um að muni nást með lækkandi verðbólguvæntingum, en kjarasamningar á vinnumarkaði eiga eftir að ráða mestu um þróunin á skuldabréfamarkaði. 4. október 2023 17:24 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Ætla að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira
„Alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir“ Seðlabankastjóri segir alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir í röð væri tímabært að halda vöxtunum óbreyttum. 4. október 2023 13:58
Seðlabankinn „staldrar við“ og ákveður óvænt að halda vöxtum óbreyttum Eftir að hafa hækkað meginvexti Seðlabankans fjórtán sinnum í röð hefur peningastefnunefnd ákveðið, sem er á skjön við spár nánast allra greinenda og markaðsaðila, að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent. Vísar hún til þess að óvissa sé um framvindu efnahagsmála og hvort aðhaldið sé nægjanlegt – raunvextir hafi hækkað nokkuð á árinu – og því vilji nefndin „staldra við.“ 4. október 2023 08:54
Allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið Þótt alls ekki sé hægt að útiloka frekari hækkun stýrivaxta á næstunni eru allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið í bili, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Seðlabankastjóri segir þörf á hærri raunvöxtum, sem væntingar eru um að muni nást með lækkandi verðbólguvæntingum, en kjarasamningar á vinnumarkaði eiga eftir að ráða mestu um þróunin á skuldabréfamarkaði. 4. október 2023 17:24