Lewandowski meiddist í sigri Barca | Lazio sótti sigur til Skotlands Smári Jökull Jónsson skrifar 4. október 2023 21:27 Gamla brýnið Pedro var hetja Lazio í kvöld. Vísir/Getty Barcelona gerði góða ferð til Portúgal í kvöld þegar liðið vann sigur á Porto í Meistaradeildinni. VAR var í stóru hlutverki í leikjum kvöldsins. Barcelona og Porto eru á meðal þeirra liða sem hafa hvað oftast tekið þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liðin mættust í Portúgal í kvöld þar sem Barcelona fór með sigur af hólmi. Robert Lewandowski fór meiddur af velli í fyrri hálfleik en varamaður hans Ferran Torres var hetja Barca í kvöld. Torres skoraði eina mark leiksins þegar hann slapp einn í gegnum vörn Porto eftir frábæra sendingu Ilkay Gundogan. Lokatölur 1-0 og Barcelona með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Xavi: Lewandowski was substituted because he took a strong blow to his ankle, and Araújo was a bit tired. We need a quick recovery as we face Granada on Sunday. pic.twitter.com/arHjtpaGoP— infosfcb (@infosfcb) October 4, 2023 VAR hafði í nógu að snúast í Zagreb þar sem Rauða Stjarnan tók á móti Young Boys. Tvö mörk voru dæmd af Rauðu Stjörnunni í fyrri hálfleik en mark Cherif Ndiaye á 35. mínútu slapp þó í gegnum skoðun eftir að upphaflega var dæmd rangstaða. Filip Ugrinic jafnaði metin fyrir Young Boys snemma í síðari hálfleik og Cedric Itten skoraði úr vítaspyrnu fyrir svissneska liðið en vítaspyrnan var dæmd eftir skoðun myndbandsdómara. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma jafnaði Osman Bukari hins vegar metin fyrir heimaliðið. Lokatölur 2-2 og bæði lið nú komin á blað í G-riðli. Lazio gerði góða ferð til Skotlands og vann þar 2-1 sigur á Celtic. Japaninn Kyogo Furuhashi kom Celtic yfir á 12. mínútu en Matias Vecino jafnaði metin þegar stundarfjórðungur var eftir af fyrri hálfleik. 82' Palma 90+5' PedroHeartbreak for Celtic.A late goal ruled out for offside, and then Lazio score a winner in added time. pic.twitter.com/1skbj7CZa7— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 4, 2023 Allt stefndi í 1-1 jafntefli en á fimmtu mínútu uppbótartíma skoraði Pedro sigurmarkið fyrir Lazio og tryggði liðinu sætan 2-1 sigur. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem mark í uppbótartíma tryggir Lazio stig í riðlinum en markvörður liðsins jafnaði metin í fyrstu umferðinni gegn Atletico Madrid. Í Þýskalandi gerðu Dortmund og Milan 0-0 jafntefli í nokkuð fjörugum leik. Liðin eru í þriðja og fjórða sæti F-riðils en það stefnir í mikla spennu í þeim riðli þar sem Newcastle og PSG skipa sætin fyrir ofan. Úrslit kvöldsins: Porto - Barcelona 0-1Rauða Stjarnan - Young Boys 2-2Celtic - Lazio 1-2Dortmund - Milan 0-0RB Leipzig - Manchester City 1-3Newcastle - PSG 4-1 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Barcelona og Porto eru á meðal þeirra liða sem hafa hvað oftast tekið þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liðin mættust í Portúgal í kvöld þar sem Barcelona fór með sigur af hólmi. Robert Lewandowski fór meiddur af velli í fyrri hálfleik en varamaður hans Ferran Torres var hetja Barca í kvöld. Torres skoraði eina mark leiksins þegar hann slapp einn í gegnum vörn Porto eftir frábæra sendingu Ilkay Gundogan. Lokatölur 1-0 og Barcelona með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Xavi: Lewandowski was substituted because he took a strong blow to his ankle, and Araújo was a bit tired. We need a quick recovery as we face Granada on Sunday. pic.twitter.com/arHjtpaGoP— infosfcb (@infosfcb) October 4, 2023 VAR hafði í nógu að snúast í Zagreb þar sem Rauða Stjarnan tók á móti Young Boys. Tvö mörk voru dæmd af Rauðu Stjörnunni í fyrri hálfleik en mark Cherif Ndiaye á 35. mínútu slapp þó í gegnum skoðun eftir að upphaflega var dæmd rangstaða. Filip Ugrinic jafnaði metin fyrir Young Boys snemma í síðari hálfleik og Cedric Itten skoraði úr vítaspyrnu fyrir svissneska liðið en vítaspyrnan var dæmd eftir skoðun myndbandsdómara. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma jafnaði Osman Bukari hins vegar metin fyrir heimaliðið. Lokatölur 2-2 og bæði lið nú komin á blað í G-riðli. Lazio gerði góða ferð til Skotlands og vann þar 2-1 sigur á Celtic. Japaninn Kyogo Furuhashi kom Celtic yfir á 12. mínútu en Matias Vecino jafnaði metin þegar stundarfjórðungur var eftir af fyrri hálfleik. 82' Palma 90+5' PedroHeartbreak for Celtic.A late goal ruled out for offside, and then Lazio score a winner in added time. pic.twitter.com/1skbj7CZa7— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 4, 2023 Allt stefndi í 1-1 jafntefli en á fimmtu mínútu uppbótartíma skoraði Pedro sigurmarkið fyrir Lazio og tryggði liðinu sætan 2-1 sigur. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem mark í uppbótartíma tryggir Lazio stig í riðlinum en markvörður liðsins jafnaði metin í fyrstu umferðinni gegn Atletico Madrid. Í Þýskalandi gerðu Dortmund og Milan 0-0 jafntefli í nokkuð fjörugum leik. Liðin eru í þriðja og fjórða sæti F-riðils en það stefnir í mikla spennu í þeim riðli þar sem Newcastle og PSG skipa sætin fyrir ofan. Úrslit kvöldsins: Porto - Barcelona 0-1Rauða Stjarnan - Young Boys 2-2Celtic - Lazio 1-2Dortmund - Milan 0-0RB Leipzig - Manchester City 1-3Newcastle - PSG 4-1
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira