Sérðu eftir því að hafa kært? Stefanía Hrund Guðmundsdóttir skrifar 5. október 2023 07:31 Samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra eru 42% brotaþola í tilkynntum kynferðisbrotum undir 18 ára aldri. Ég er hluti af þessari tölfræði. Október er genginn í garð, fullur af tilfinningum og minningum eins og seinustu tíu ár hjá mér. Fyrir tíu árum síðan var ég 15 ára menntaskólastelpa að njóta lífsins á nýjum stað þegar það var brotið á mér af samnemanda mínum og við tók þriggja ára kæruferli. Í dag er ég 26 ára, með BA gráðu í fjölmiðlafræði og sest á skólabekk aftur í þetta sinn að læra lögfræði, eitthvað sem mig grunaði ekki fyrir 10 árum að ég myndi geta. Fyrir tíu árum síðan var frelsið mitt tekið af mér um stund, manneskjan sem ég var á þeim tíma hvarf og á einu augnabliki varð ég einhver allt önnur. Fyrir 10 árum síðan hélt ég einfaldlega að líf mitt væri búið, ég hélt ég myndi aldrei fá röddina mína aftur og ég hélt að mér myndi aldrei líða eðlilega aftur. Eitt sinn var ég spurð af yngri stúlku sem ég hitti „sérðu eftir því að hafa kært?“ og svarið við því er nei. Á meðan ferlið var í gangi hugsaði ég stundum að ég hefði kannski átt betri unglingsár ef ég hefði sleppt því að kæra, öll mín menntaskólaár fóru í þetta ferli og það var erfiðara heldur en ég get lýst í orðum. Í dag er ég þakklát litlu mér fyrir að hafa sagt frá, það er alltaf rétta skrefið. Ég er þakklát fyrir þá auknu umræðu sem hefur átt sér stað þegar kemur að brotum og að þolendur beri ekki ábyrgðina, þetta er ekki okkur að kenna. Kynferðisbrot er hræðilegur glæpur, þetta er eitthvað sem að eltir einstaklinginn alla ævi þó svo að flestir læri að lifa með sársaukanum. Eftir aukna umræðu hefur samfélagið lært heilan helling í þessum málaflokki en betur má ef duga skal. Draumurinn fyrir þolendur er að búa í samfélagi sem tekur kynferðisbrotum alvarlega, þar sem að þolandi fær að vera aðili að málinu en ekki bara vitni eins og staðan er í dag. Okkur langar að lifa í samfélagi þar við getum sagt frá okkar reynslu án þess að eiga þá hættu á að fá dóm á okkur fyrir ærumeiðingar eins og við höfum ítrekað séð undanfarin ár. Okkur langar að búa í samfélagi þar sem rödd þolanda skiptir máli. Elsku þolandi! Ef þú ert að lesa þetta og ert í vafa hvort þú eigir að segja frá eða ekki, þá hvet ég þig til þess að segja frá. Þú þarft ekki að kæra ef þú treystir þér ekki til þess, en segðu frá, finndu einstakling sem þú treystir og deildu þessu með viðkomandi – röddin þín skiptir máli og þú ert ekki eitt að berjast í gegnum þetta. Skömmin er ekki þín að bera! Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra eru 42% brotaþola í tilkynntum kynferðisbrotum undir 18 ára aldri. Ég er hluti af þessari tölfræði. Október er genginn í garð, fullur af tilfinningum og minningum eins og seinustu tíu ár hjá mér. Fyrir tíu árum síðan var ég 15 ára menntaskólastelpa að njóta lífsins á nýjum stað þegar það var brotið á mér af samnemanda mínum og við tók þriggja ára kæruferli. Í dag er ég 26 ára, með BA gráðu í fjölmiðlafræði og sest á skólabekk aftur í þetta sinn að læra lögfræði, eitthvað sem mig grunaði ekki fyrir 10 árum að ég myndi geta. Fyrir tíu árum síðan var frelsið mitt tekið af mér um stund, manneskjan sem ég var á þeim tíma hvarf og á einu augnabliki varð ég einhver allt önnur. Fyrir 10 árum síðan hélt ég einfaldlega að líf mitt væri búið, ég hélt ég myndi aldrei fá röddina mína aftur og ég hélt að mér myndi aldrei líða eðlilega aftur. Eitt sinn var ég spurð af yngri stúlku sem ég hitti „sérðu eftir því að hafa kært?“ og svarið við því er nei. Á meðan ferlið var í gangi hugsaði ég stundum að ég hefði kannski átt betri unglingsár ef ég hefði sleppt því að kæra, öll mín menntaskólaár fóru í þetta ferli og það var erfiðara heldur en ég get lýst í orðum. Í dag er ég þakklát litlu mér fyrir að hafa sagt frá, það er alltaf rétta skrefið. Ég er þakklát fyrir þá auknu umræðu sem hefur átt sér stað þegar kemur að brotum og að þolendur beri ekki ábyrgðina, þetta er ekki okkur að kenna. Kynferðisbrot er hræðilegur glæpur, þetta er eitthvað sem að eltir einstaklinginn alla ævi þó svo að flestir læri að lifa með sársaukanum. Eftir aukna umræðu hefur samfélagið lært heilan helling í þessum málaflokki en betur má ef duga skal. Draumurinn fyrir þolendur er að búa í samfélagi sem tekur kynferðisbrotum alvarlega, þar sem að þolandi fær að vera aðili að málinu en ekki bara vitni eins og staðan er í dag. Okkur langar að lifa í samfélagi þar við getum sagt frá okkar reynslu án þess að eiga þá hættu á að fá dóm á okkur fyrir ærumeiðingar eins og við höfum ítrekað séð undanfarin ár. Okkur langar að búa í samfélagi þar sem rödd þolanda skiptir máli. Elsku þolandi! Ef þú ert að lesa þetta og ert í vafa hvort þú eigir að segja frá eða ekki, þá hvet ég þig til þess að segja frá. Þú þarft ekki að kæra ef þú treystir þér ekki til þess, en segðu frá, finndu einstakling sem þú treystir og deildu þessu með viðkomandi – röddin þín skiptir máli og þú ert ekki eitt að berjast í gegnum þetta. Skömmin er ekki þín að bera! Höfundur er háskólanemi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun