Breytingin er á hraða snigilsins Guðný Jónsdóttir skrifar 5. október 2023 12:30 Á afar skemmtilegum morgunverðarfundi í húsnæði Rafal í Hafnarfirði í síðustu viku var birt skýrsla KÍO um stöðu kvenna í íslenska orku- og veitugeiranum. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar hefur lítil breyting verið á hlut kvenna í geiranum á síðastliðnum tveimur árum. Góðu fréttirnar voru hinsvegar að það voru tvöfalt fleiri kvenkyns en karlkyns framkvæmdastjórar á aldursbilinu 30 til 44 ára. Á heildina litið eru kvenkyns framkvæmdastjórar 38% í geiranum. Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni hér: Úttekt á stöðu kvenna í íslenska orku- og veitugeiranum Orku- og veitugeirinn hefur frá upphafi verið mjög karlægur vinnumarkaður. Hægt og rólega hefur þó hlutur kvenna á þessum markaði verið að aukast en breytingin er á hraða snigilsins. Hvað er til ráða? Það er mikilvægt að halda samtalinu áfram. Jafnrétti og fjölbreytileiki á vinnumarkaði er ekki bara hagsmunamál kvenna heldur allra. Það gleymist stundum að nefna karlmennina í umræðunni. Það er ekki nóg að eingöngu konur ræði um þessa hluti. Það er mikilvægt að fá alla með í lið og halda orðræðunni á lofti. Hvernig geta konur samsvarað sér í þessum bransa? Í skýrslunni kom einnig fram að frá upphafi hafa einungis sjö konur verið forstýrur skráðra fyrirtækja í Íslensku kauphöllinni á móti hundruð karla. Auðvitað er myndin ramskökk og liggja margar skýringar á bakvið en við breytum þessu ekki á einni nóttu, þetta er langhlaup. KÍO nefnir skýringar á borð við staðalímyndir, ómeðvitaða fordóma og þriðju vaktina. Ég vil einnig minnast á hefðir. Þær geta legið mjög djúpt og stundum getur reynst erfitt að vinda ofan af þeim. Í rannsókn minni á jafnvægi milli vinnu og einkalífi og fjarvinnu fjallaði ég meðal annars um ólíka menningu milli kynja. Konur eru til dæmis almennt séð opnari tilfinningalega en karlar, þær hafa meiri þörf fyrir að tjá sig og þær eiga auðveldara með það. Við skulum ekki gleyma hvernig staða kvenna var hér árum áður en sú mikilvæga staðreynd var sú að konum var kennt frá blautu barnsbeini að hafa þarfir annarra og sérstaklega karlmanna í fyrirrúmi. Áratugum saman hafa konur þurft að gefa starfsframa sinn uppá bátinn til þess að sinna heimilishaldi og barnauppeldi svo eiginmaðurinn geti einbeitt sér að sínum starfsframa. Þegar konur fóru svo að fara út á vinnumarkaðinn í auknum mæli, þá var ekki mikill stuðningur heima fyrir. Áfram héldu þær að sinna heimilisstörfum og barnauppeldinu. Það hefur meðal annars haft þær afleiðingar að sumar konur eru í dag að upplifa algjöra örmögnun og kulnun. Konur eru hægt og rólega að vinda ofan af þessu og hefur orðið mikil breyting á í nútíma samfélagi. Það er mikilvægt að hver og ein setji sér mörk í samræmi við sínar þarfir svo þær nái að blómstra í leik og starfi. Niðurstaða könnunar sem Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé og fleiri lögðu fyrir hér á landi árið 2021 um kynin og vinnustaðinn var að konur þurftu frekar að sanna sig sem stjórnendur en karlar og þær voru fjórtán sinnum líklegri en karlar til að bera meiri ábyrgð á fjölskyldu- og heimilishaldi. Einnig kom fram hvað varðar jafnvægi milli vinnu og einkalífi þá fengu konur meiri stuðning en karlar frá sínum vinnuveitanda. Það er mikilvægt að feður njóti stuðnings líkt og konur en þarf að vera stefnumótandi ákvörðun vinnuveitanda. Gamlar hefðir hafa ennþá áhrif og geta verið ríkjandi en við þurfum að brjóta þær markvisst upp. Það mun taka tíma en við megum ekki gefast upp eða sofna á verðinum. Með samtali og umræðum hjá öllum þá höldum við orðræðunni á lofti. Verum vakandi fyrir öflugum konum og konum sem hafa áhuga á stjórnendahlutverkinu og veita þeim tækifæri og stuðning. Það skiptir einnig máli hvernig fyrirtæki auglýsa sig og það er mikilvægt að draga fram að vinnuumhverfið sé fjölskylduvænt og það sé hlúað að jafnvægi milli vinnu og einkalífi, þannig að konur geti samsvarað sig betur að vinnuumhverfinu. Þegar vinnustaður er fjölbreyttur þá er líklegra að fyrirtækin ná meiri árangri. Það er margt búið að gerast og margt að gerjast í þessum málum. Ég er full bjartsýni fyrir framtíðinni og sannfærð um þegar allir taka höndum saman í átt að jafnrétti á vinnumarkaðnum þá verður þróunin ekki áfram á hraða snigilsins. Höfundur er mannauðsstjóri Rafal ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Jafnréttismál Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Á afar skemmtilegum morgunverðarfundi í húsnæði Rafal í Hafnarfirði í síðustu viku var birt skýrsla KÍO um stöðu kvenna í íslenska orku- og veitugeiranum. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar hefur lítil breyting verið á hlut kvenna í geiranum á síðastliðnum tveimur árum. Góðu fréttirnar voru hinsvegar að það voru tvöfalt fleiri kvenkyns en karlkyns framkvæmdastjórar á aldursbilinu 30 til 44 ára. Á heildina litið eru kvenkyns framkvæmdastjórar 38% í geiranum. Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni hér: Úttekt á stöðu kvenna í íslenska orku- og veitugeiranum Orku- og veitugeirinn hefur frá upphafi verið mjög karlægur vinnumarkaður. Hægt og rólega hefur þó hlutur kvenna á þessum markaði verið að aukast en breytingin er á hraða snigilsins. Hvað er til ráða? Það er mikilvægt að halda samtalinu áfram. Jafnrétti og fjölbreytileiki á vinnumarkaði er ekki bara hagsmunamál kvenna heldur allra. Það gleymist stundum að nefna karlmennina í umræðunni. Það er ekki nóg að eingöngu konur ræði um þessa hluti. Það er mikilvægt að fá alla með í lið og halda orðræðunni á lofti. Hvernig geta konur samsvarað sér í þessum bransa? Í skýrslunni kom einnig fram að frá upphafi hafa einungis sjö konur verið forstýrur skráðra fyrirtækja í Íslensku kauphöllinni á móti hundruð karla. Auðvitað er myndin ramskökk og liggja margar skýringar á bakvið en við breytum þessu ekki á einni nóttu, þetta er langhlaup. KÍO nefnir skýringar á borð við staðalímyndir, ómeðvitaða fordóma og þriðju vaktina. Ég vil einnig minnast á hefðir. Þær geta legið mjög djúpt og stundum getur reynst erfitt að vinda ofan af þeim. Í rannsókn minni á jafnvægi milli vinnu og einkalífi og fjarvinnu fjallaði ég meðal annars um ólíka menningu milli kynja. Konur eru til dæmis almennt séð opnari tilfinningalega en karlar, þær hafa meiri þörf fyrir að tjá sig og þær eiga auðveldara með það. Við skulum ekki gleyma hvernig staða kvenna var hér árum áður en sú mikilvæga staðreynd var sú að konum var kennt frá blautu barnsbeini að hafa þarfir annarra og sérstaklega karlmanna í fyrirrúmi. Áratugum saman hafa konur þurft að gefa starfsframa sinn uppá bátinn til þess að sinna heimilishaldi og barnauppeldi svo eiginmaðurinn geti einbeitt sér að sínum starfsframa. Þegar konur fóru svo að fara út á vinnumarkaðinn í auknum mæli, þá var ekki mikill stuðningur heima fyrir. Áfram héldu þær að sinna heimilisstörfum og barnauppeldinu. Það hefur meðal annars haft þær afleiðingar að sumar konur eru í dag að upplifa algjöra örmögnun og kulnun. Konur eru hægt og rólega að vinda ofan af þessu og hefur orðið mikil breyting á í nútíma samfélagi. Það er mikilvægt að hver og ein setji sér mörk í samræmi við sínar þarfir svo þær nái að blómstra í leik og starfi. Niðurstaða könnunar sem Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé og fleiri lögðu fyrir hér á landi árið 2021 um kynin og vinnustaðinn var að konur þurftu frekar að sanna sig sem stjórnendur en karlar og þær voru fjórtán sinnum líklegri en karlar til að bera meiri ábyrgð á fjölskyldu- og heimilishaldi. Einnig kom fram hvað varðar jafnvægi milli vinnu og einkalífi þá fengu konur meiri stuðning en karlar frá sínum vinnuveitanda. Það er mikilvægt að feður njóti stuðnings líkt og konur en þarf að vera stefnumótandi ákvörðun vinnuveitanda. Gamlar hefðir hafa ennþá áhrif og geta verið ríkjandi en við þurfum að brjóta þær markvisst upp. Það mun taka tíma en við megum ekki gefast upp eða sofna á verðinum. Með samtali og umræðum hjá öllum þá höldum við orðræðunni á lofti. Verum vakandi fyrir öflugum konum og konum sem hafa áhuga á stjórnendahlutverkinu og veita þeim tækifæri og stuðning. Það skiptir einnig máli hvernig fyrirtæki auglýsa sig og það er mikilvægt að draga fram að vinnuumhverfið sé fjölskylduvænt og það sé hlúað að jafnvægi milli vinnu og einkalífi, þannig að konur geti samsvarað sig betur að vinnuumhverfinu. Þegar vinnustaður er fjölbreyttur þá er líklegra að fyrirtækin ná meiri árangri. Það er margt búið að gerast og margt að gerjast í þessum málum. Ég er full bjartsýni fyrir framtíðinni og sannfærð um þegar allir taka höndum saman í átt að jafnrétti á vinnumarkaðnum þá verður þróunin ekki áfram á hraða snigilsins. Höfundur er mannauðsstjóri Rafal ehf.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun