Fitubjúgur fær litla athygli hér á land Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. október 2023 20:06 Jóhanna er að fara í þriðju aðgerðina á sjúkrahúsi í Svíþjóð hjá íslenskum lækni vegna Fitubjúgsins. Henni finnst gott að opna sig með sjúkdóminn, sem hún segir að eigi ekki að vera feimnismál. Aðsend Fitubjúgur er sjúkdómur, sem fær litla athygli hér á landi á sama tíma og tíðni hans er um 11 prósent í löndunum í kringum okkur en hann leggst aðallega á konur. Geitabóndi í Borgarfirði hefur þurft að fara í tvær aðgerðir á sjúkrahúsi í Svíþjóð til að láta „tappa“ af sér 23 kílóum af fitu og er á leiðinni í þriðju ferðina. Á bænum Háafelli í Borgarfirði er Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir geitabóndi með fjölskyldu sinni en þau eru með stórt og myndarlegt geitabú. Jóhanna vinnur fjölbreyttar afurðir úr geitamjólkinni eins og til dæmis ís, sápur og geitapylsur. Jóhanna er með sjúkdóm, sem hefur ekki mikið verið talað um hér á landi en það er Fitubjúgur, sem er ekki enn viðurkenndur af stjórnvöldum enda taka Sjúkratryggingar Íslands ekki þátt í aðgerðum vegna sjúkdómsins. Jóhanna á sex börn þar sem fimm þeirra eru fædd á sex á hálfu ári en á þeim tíma hlóðust á hana um 50 kíló, aðallega utan um mjaðmirnar og á upphandleggi, sem var fita, sem ekki var hægt að losna við. „Og mér fannst þetta svolítið ósanngjarnt alltaf því ég er lítil kyrrsetu kona og ég er mikið á hreyfingu og borða ekki mjög óhollt og stundum kvarta börnin mín yfir því að ég gefi mér aldrei tíma til að éta,“ segir Jóhanna. Jóhanna að mjólka geiturnar sínar en um 40 geitur eru mjólkaðar þar á hverjum degi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhanna segist að fitubjúgur sé genagalli, sem leggst á konur og er og er hormónatengdur. „Þú getur ekki hlaupið hana af þér, það er alveg sama hvaða megrunaraðferð þú gerir, þú getur ekki megrað þetta af þér með mataræði, þetta er bara fast. Einkennin eru miklir marblettir, maður merst við hvað sem er og það eru mjög mikil eymsli í fótunum, allskonar bólguþrimlar. Þessi fita er hnjóskótt, hún er ekki svona slétt og mjúk,“ segir Jóhanna. Jóhanna hefur nú farið tvisvar til sérfræðings á sjúkrahúsi til Svíþjóðar, sem sérhæfir sig í fitusogi og er á leiðinni í þriðja fitusogið á næstu dögum en í hver aðgerð kostar rúmlega eina milljón króna. „Það er þá sprautað inn volgu vatni með einhverjum steinefnum til þess að losa gölluðu fituna frá heila vefnum og svo er fitan soguð út. Og í fyrri aðgerðinni, sem ég fór í fyrir ári síðan þá voru teknir 10 lítrar af fitu innanvert á fótleggjum upp úr og niður úr. Svo fór ég aftur í byrjun mars en þá voru teknir 12,8 lítrar utanvert af fótleggjum og maga,“ segir Jóhanna. „Í fyrri aðgerðinni, sem ég fór í fyrir ári síðan þá voru teknir 10 lítrar af fitu innanvert á fótleggjum upp úr og niður úr. Svo fór ég aftur í byrjun mars en þá voru teknir 12,8 lítrar utanvert af fótleggjum og maga,“ segir Jóhanna.Aðsend Og Jóhanna segir að það séu ótrúlegar margar konur á Íslandi með fitubjúg, miklu fleiri en hún hefði áttað sig á og hafa þær stofnað sérstakan hóp á Facebook þar sem þær miðla reynslu sinni af sjúkdómnum. „Heimilislæknirinn minn núna segir að það sé ekki nema eitt ár síðan hún heyrði af þessum sjúkdóm fyrst og það á við flesta heilbrigðisstarfsmenn, sem ég þekki, það er svona ár síðan að þessi sjúkdómur fór að vera opinberlega nefndur,“ segir Jóhanna geitabóndi á Háafelli. Hluti af fitunni, sem var soguð út í einni aðgerðinni í Svíþjóð.Aðsend Borgarbyggð Heilbrigðismál Landbúnaður Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Á bænum Háafelli í Borgarfirði er Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir geitabóndi með fjölskyldu sinni en þau eru með stórt og myndarlegt geitabú. Jóhanna vinnur fjölbreyttar afurðir úr geitamjólkinni eins og til dæmis ís, sápur og geitapylsur. Jóhanna er með sjúkdóm, sem hefur ekki mikið verið talað um hér á landi en það er Fitubjúgur, sem er ekki enn viðurkenndur af stjórnvöldum enda taka Sjúkratryggingar Íslands ekki þátt í aðgerðum vegna sjúkdómsins. Jóhanna á sex börn þar sem fimm þeirra eru fædd á sex á hálfu ári en á þeim tíma hlóðust á hana um 50 kíló, aðallega utan um mjaðmirnar og á upphandleggi, sem var fita, sem ekki var hægt að losna við. „Og mér fannst þetta svolítið ósanngjarnt alltaf því ég er lítil kyrrsetu kona og ég er mikið á hreyfingu og borða ekki mjög óhollt og stundum kvarta börnin mín yfir því að ég gefi mér aldrei tíma til að éta,“ segir Jóhanna. Jóhanna að mjólka geiturnar sínar en um 40 geitur eru mjólkaðar þar á hverjum degi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhanna segist að fitubjúgur sé genagalli, sem leggst á konur og er og er hormónatengdur. „Þú getur ekki hlaupið hana af þér, það er alveg sama hvaða megrunaraðferð þú gerir, þú getur ekki megrað þetta af þér með mataræði, þetta er bara fast. Einkennin eru miklir marblettir, maður merst við hvað sem er og það eru mjög mikil eymsli í fótunum, allskonar bólguþrimlar. Þessi fita er hnjóskótt, hún er ekki svona slétt og mjúk,“ segir Jóhanna. Jóhanna hefur nú farið tvisvar til sérfræðings á sjúkrahúsi til Svíþjóðar, sem sérhæfir sig í fitusogi og er á leiðinni í þriðja fitusogið á næstu dögum en í hver aðgerð kostar rúmlega eina milljón króna. „Það er þá sprautað inn volgu vatni með einhverjum steinefnum til þess að losa gölluðu fituna frá heila vefnum og svo er fitan soguð út. Og í fyrri aðgerðinni, sem ég fór í fyrir ári síðan þá voru teknir 10 lítrar af fitu innanvert á fótleggjum upp úr og niður úr. Svo fór ég aftur í byrjun mars en þá voru teknir 12,8 lítrar utanvert af fótleggjum og maga,“ segir Jóhanna. „Í fyrri aðgerðinni, sem ég fór í fyrir ári síðan þá voru teknir 10 lítrar af fitu innanvert á fótleggjum upp úr og niður úr. Svo fór ég aftur í byrjun mars en þá voru teknir 12,8 lítrar utanvert af fótleggjum og maga,“ segir Jóhanna.Aðsend Og Jóhanna segir að það séu ótrúlegar margar konur á Íslandi með fitubjúg, miklu fleiri en hún hefði áttað sig á og hafa þær stofnað sérstakan hóp á Facebook þar sem þær miðla reynslu sinni af sjúkdómnum. „Heimilislæknirinn minn núna segir að það sé ekki nema eitt ár síðan hún heyrði af þessum sjúkdóm fyrst og það á við flesta heilbrigðisstarfsmenn, sem ég þekki, það er svona ár síðan að þessi sjúkdómur fór að vera opinberlega nefndur,“ segir Jóhanna geitabóndi á Háafelli. Hluti af fitunni, sem var soguð út í einni aðgerðinni í Svíþjóð.Aðsend
Borgarbyggð Heilbrigðismál Landbúnaður Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira