Körfubolti

Kefla­vík lenti í vand­ræðum í Hvera­gerði

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Halldór Hermann var frábær í liði Keflavíkur.
Halldór Hermann var frábær í liði Keflavíkur. Vísir/Vilhelm

Nýliðar Hamars tóku á móti Keflavík í 1. umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Eftir jafnan leik framan af þá höfðu gestirnir betur, lokatölur í Hverageri 103-111.

Heimamenn í Hamri byrjuðu leikinn af krafti og leiddur að loknum fyrsta leikhluta sem og í hálfleik. Í síðari hálfleik vöknuðu gestirnir hins vegar og sneru dæminu við.

Þeir unnu þriðja leikhluta með tíu stigum og þann fjórða með fimm stigum. Skilaði það sér í átta stiga sigri Keflavíkur.

Remy Martin var stigahæstur hjá Keflavík með 29 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Halldór Garðar Hermannsson kom þar á eftir með 20 stig.

Hjá Hamri var Maurice Creek með 34 stig og 11 fráköst. Franck-David James Kamgain Nanakom þar á eftir með 24 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×