„Það er alveg ljóst að fólk vill hafa þessa stöð hérna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2023 22:15 Gamlar myndir af bensínstöðvunum fjórum. Efri til vinstri er stöðin á Laugavegi, Skógarhlíð er efri til hægri, í niðri í vinstra horni er stöðin við Ægisíðu og þar við hliðina á er Háaleitisbrautin. Ártölin vísa til byggingarára hverrar bensínstöðvar fyrir sig. Lagt er til að fjórar bensínstöðvar í Reykjavík verði verndaðar, samkvæmt nýrri skýrslu Borgarsögusafns - sem gæti haft áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á lóðunum. Stöðvarstjóri á Ægisíðu, einni af stöðvunum fjórum, segir ljóst að Vesturbæingar vilji halda bensínstöðinni á sínum stað. Bensínstöðvarnar fjórar sem Borgarsögusafn leggur til að verði settar í sérstakan rauðan verndarflokk eru bensínstöð við Ægisíðu, Laugaveg, Skógarhlíð og Háaleitisbraut. Í öllum tilvikum er vísað til vandaðrar og fágætrar byggingarlistar sem einkennir stöðvarhúsin. Bensínstöðvarnar eru áratugagamlar og eru allar á lóðum þar sem byggja á íbúðar- og atvinnuhúsnæði, samkvæmt stefnu borgarinnar um að fækka bensínstöðvum. Sérstök óvissa hefur ríkt um Ægisíðustöðina. „Ég er búin að vera hérna í fimm og hálft ár og það er búið að vera að tala um að það eigi að fara að loka síðan ég byrjaði og víst löngu áður líka, þannig að það er mikil óvissa með þetta,“ segir Steinar Már Gunnsteinsson, stöðvarstjóri á N1 við Ægisíðu. Þyrfti að skvera stöðina verulega upp Tillaga Borgarsögusafns felur í sér að stöðvarnar fjórar fái svokallaða hverfisvernd. Þannig verði meðal annars sérstök aðgát höfð við hvers kyns breytingar og mælst til þess að útlit verði fært til upprunalegs horfs. Ljóst er að Ægisíðustöðin má muna sinn fífil fegurri. „Og ekki bætti úr skák að hérna kom trukkur um daginn, fyrir nokkrum vikum og keyrði niður skyggnið hjá okkur og það er nú verið að laga það núna. Það þyrfti þá að skvera hana til ef hún á að vera hérna lengur. En það er alveg ljóst að fólk vill hafa þessa stöð hérna,“ segir Steinar. En aftur að heildarmyndinni. Bensínstöðin við Laugaveg nýtur auk þess þeirrar sérstöðu að vera elsta bensínstöð sem enn stendur í borginni, hún var byggð árið 1946 - og er jafnframt sögusvið hinna ódauðlegu sjónvarpsþátta Næturvaktarinnar, sem hlýtur að auka enn á varðveislugildi stöðvarinnar. Verndun Ægisíðu og Háaleitisbrautar nýjar forsendur Framtíðaruppbygging þarna við Laugaveg og í Skógarhlíð hefur hingað til tekið mið af verndun, að sögn Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa og formanns umhverfis- og skipulagsráðs. En verndun Ægisíðu og Háaleitisbrautar væru glænýjar forsendur. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Arnar „Það eru ekki konkret tillögur á borðinu sem þarf að breyta sérstaklega eins og staðan er núna en við vitum að það myndi takmarka uppbygingu á þessum lóðum. Myndi í rauninni þá gera það að verkum að það væri kannski ekki hægt að halda í þá uppbyggingu sem lagt var upp með,“ segir Dóra Björt. Hún leggur þó áherslu á að enn sé ótímabært að segja nokkuð til um framtíð lóðanna með vissu. Þá á skýrsla Borgarsögusafns eftir að fara í gegnum ýmiss konar stjórnsýslu og talsverður tími í að endanleg niðurstaða fáist í málið. Reykjavík Bensín og olía Skipulag Stjórnsýsla Húsavernd Tengdar fréttir Berlin yfirgefur bensínstöðina Reiðhjólaverslunin Berlin flutti í nýtt húsnæði í dag, af bensínstöðinni við Háaleitisbraut inn í Miðbæ á sömu götu, Háaleitisbraut 58-60. Eigendur eru spenntir fyrir nýrri staðsetningu, sem þó sé rétt hjá. 9. september 2023 18:50 Vesturbæingar sjá á eftir bensínstöðvum sínum Bensínstöðvum í íbúðahverfum borgarinnar fækkar allverulega á næstu árum. Eftir lokun þeirra verða nánast eingöngu bensínstöðvar við stærri brautir. 24. júní 2021 20:01 Raunhæfara að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á tíu árum Það er eðlileg þróun að fækka bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forstjóra félagsins Festi, sem á meðal annars N1 bensínstöðvarnar. Hann telur tímaramma borgarráðs þó vera of knappan, líklegra sé að það taki tíu ár en ekki sex að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. 11. maí 2019 12:45 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Bensínstöðvarnar fjórar sem Borgarsögusafn leggur til að verði settar í sérstakan rauðan verndarflokk eru bensínstöð við Ægisíðu, Laugaveg, Skógarhlíð og Háaleitisbraut. Í öllum tilvikum er vísað til vandaðrar og fágætrar byggingarlistar sem einkennir stöðvarhúsin. Bensínstöðvarnar eru áratugagamlar og eru allar á lóðum þar sem byggja á íbúðar- og atvinnuhúsnæði, samkvæmt stefnu borgarinnar um að fækka bensínstöðvum. Sérstök óvissa hefur ríkt um Ægisíðustöðina. „Ég er búin að vera hérna í fimm og hálft ár og það er búið að vera að tala um að það eigi að fara að loka síðan ég byrjaði og víst löngu áður líka, þannig að það er mikil óvissa með þetta,“ segir Steinar Már Gunnsteinsson, stöðvarstjóri á N1 við Ægisíðu. Þyrfti að skvera stöðina verulega upp Tillaga Borgarsögusafns felur í sér að stöðvarnar fjórar fái svokallaða hverfisvernd. Þannig verði meðal annars sérstök aðgát höfð við hvers kyns breytingar og mælst til þess að útlit verði fært til upprunalegs horfs. Ljóst er að Ægisíðustöðin má muna sinn fífil fegurri. „Og ekki bætti úr skák að hérna kom trukkur um daginn, fyrir nokkrum vikum og keyrði niður skyggnið hjá okkur og það er nú verið að laga það núna. Það þyrfti þá að skvera hana til ef hún á að vera hérna lengur. En það er alveg ljóst að fólk vill hafa þessa stöð hérna,“ segir Steinar. En aftur að heildarmyndinni. Bensínstöðin við Laugaveg nýtur auk þess þeirrar sérstöðu að vera elsta bensínstöð sem enn stendur í borginni, hún var byggð árið 1946 - og er jafnframt sögusvið hinna ódauðlegu sjónvarpsþátta Næturvaktarinnar, sem hlýtur að auka enn á varðveislugildi stöðvarinnar. Verndun Ægisíðu og Háaleitisbrautar nýjar forsendur Framtíðaruppbygging þarna við Laugaveg og í Skógarhlíð hefur hingað til tekið mið af verndun, að sögn Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa og formanns umhverfis- og skipulagsráðs. En verndun Ægisíðu og Háaleitisbrautar væru glænýjar forsendur. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Arnar „Það eru ekki konkret tillögur á borðinu sem þarf að breyta sérstaklega eins og staðan er núna en við vitum að það myndi takmarka uppbygingu á þessum lóðum. Myndi í rauninni þá gera það að verkum að það væri kannski ekki hægt að halda í þá uppbyggingu sem lagt var upp með,“ segir Dóra Björt. Hún leggur þó áherslu á að enn sé ótímabært að segja nokkuð til um framtíð lóðanna með vissu. Þá á skýrsla Borgarsögusafns eftir að fara í gegnum ýmiss konar stjórnsýslu og talsverður tími í að endanleg niðurstaða fáist í málið.
Reykjavík Bensín og olía Skipulag Stjórnsýsla Húsavernd Tengdar fréttir Berlin yfirgefur bensínstöðina Reiðhjólaverslunin Berlin flutti í nýtt húsnæði í dag, af bensínstöðinni við Háaleitisbraut inn í Miðbæ á sömu götu, Háaleitisbraut 58-60. Eigendur eru spenntir fyrir nýrri staðsetningu, sem þó sé rétt hjá. 9. september 2023 18:50 Vesturbæingar sjá á eftir bensínstöðvum sínum Bensínstöðvum í íbúðahverfum borgarinnar fækkar allverulega á næstu árum. Eftir lokun þeirra verða nánast eingöngu bensínstöðvar við stærri brautir. 24. júní 2021 20:01 Raunhæfara að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á tíu árum Það er eðlileg þróun að fækka bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forstjóra félagsins Festi, sem á meðal annars N1 bensínstöðvarnar. Hann telur tímaramma borgarráðs þó vera of knappan, líklegra sé að það taki tíu ár en ekki sex að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. 11. maí 2019 12:45 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Berlin yfirgefur bensínstöðina Reiðhjólaverslunin Berlin flutti í nýtt húsnæði í dag, af bensínstöðinni við Háaleitisbraut inn í Miðbæ á sömu götu, Háaleitisbraut 58-60. Eigendur eru spenntir fyrir nýrri staðsetningu, sem þó sé rétt hjá. 9. september 2023 18:50
Vesturbæingar sjá á eftir bensínstöðvum sínum Bensínstöðvum í íbúðahverfum borgarinnar fækkar allverulega á næstu árum. Eftir lokun þeirra verða nánast eingöngu bensínstöðvar við stærri brautir. 24. júní 2021 20:01
Raunhæfara að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á tíu árum Það er eðlileg þróun að fækka bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forstjóra félagsins Festi, sem á meðal annars N1 bensínstöðvarnar. Hann telur tímaramma borgarráðs þó vera of knappan, líklegra sé að það taki tíu ár en ekki sex að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. 11. maí 2019 12:45
Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent