Það var bara ekki meira jákvætt í þessum leik nema bara markvarslan, ekki neitt annað Kári Mímisson skrifar 5. október 2023 22:31 Einar vonsvikinn. Vísir/Diego Einar Jónsson, þjálfari Fram, var að vonum verulega vonsvikinn með átta marka tap liðsins gegn FH í kvöld. Fram átti í miklum vandræðum í kvöld með sterk lið FH og fór oft illa að ráði sínu. „Þetta eru bara gríðarlega vonbrigði og ég er bara vonsvikinn. Ég verð bara að viðurkenna það að ég er eiginlega bara hálf orðlaus yfir frammistöðunni hjá okkur, þetta er ekki boðlegt í efstu deild. Við gátum ekkert í 60 mínútur. Arnór heldur okkur inni í þessum leik með frábærri markvörslu hér í kvöld. Í raun hefðum við átt skilið að tapa miklu stærra, það er bara þannig. Þessi áhlaup komu bara því við vorum að fá mjög góða markvörslu. Við gátum bara ekki neitt í þessum leik, þetta var andlaust og lélegt.“ En er Einar með einhverju svör hvernig hann getur bætt leik liðsins fyrir næsta leik? „Í raun og veru ekki. Ég held að svörin liggi bara hjá okkur sem liði. Ég er búinn að hafa þessa tilfinningu svolítið lengi. Við þurfum bara að takast á þessu sjálfir og ákveða hvaða leiðir við ætlum að fara og á hvaða vegferð við erum. Ég held að ég verið bara að vera heiðarlegur og það þýðir ekkert að fela það, þetta er ekki boðlegt. Þetta er ekki boðleg frammistaða í íþróttum yfir höfuð. Þetta eru stór orð en ég er bara gríðarlega vonsvikinn. Ég verð bara að segja það alveg eins og er.“ Þegar stutt var eftir af leiknum átti Fram möguleika á því að minnka muninn niður í tvö mörk en í stað þess gerðu gestirnir síðustu fimm mörk leiksins og unnu að lokum með átta mörkum. Einar segir það endurspegla andleysið í liðinu og telur að það hafi ekki verið mikið um jákvæða punkta hjá liðinu í kvöld. „Ég held að það endurspegli andleysið og aumingjaskapinn í okkur að þegar það eru rúmlega fimm mínútur eftir af leiknum þá gátum við komið þessu niður í tvö mörk en við gerum það ekki. Við áttum ekkert skilið og FH var miklu betri en við. Það var miklu meiri andi í þeirra liði og mér finnst eins og að þú sért að fiska eftir því að ég eigi að finna eitthvað jákvætt hjá okkur og það eina jákvæða sem ég get fundið í þessu er markvarsla, punktur. Það var bara ekki meira jákvætt í þessum leik nema bara markvarslan, ekki neitt annað.“ Varðandi framhaldið segist Einar vera áhyggjufullur eftir frammistöðuna í kvöld. Hann segir að liðið sé illa statt andlega og að hann hafi haft þá tilfinningu í einhvern tíma. „Ég er áhyggjufullur eins og staðan er í dag. Við erum búnir að spila núna við Val, Aftureldingu og FH sem eru allt saman frábær lið. Við erum auðvitað smá klaufar að fá ekki fleiri stig úr leikjunum gegn Val og Aftureldingu en ég var ekkert að búast við því að við myndum rúlla upp sex stigum úr þessum þremur leikjum, alls ekki. Frammistaðan hefur verið svona upp og ofan, kannski meira jákvæð heldur en neikvæð í síðustu tveimur leikjum en ég hef haft þessa tilfinningu í smá tíma. Áhyggjur mínar snúast aðallega að því hver staðan er á okkur andlega. Ég veit að við höfum mikil gæði í liðinu og eigum að geta kallað fram miklu betri frammistöðu en þetta. Þó að við hefðum tapað öllum leikjunum og gert það eins og menn þá væri maður fullur tilhlökkunnar og bjartsýnn á framhaldið en ég er það ekki í dag því miður.“ Handbolti Olís-deild karla Fram Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira
„Þetta eru bara gríðarlega vonbrigði og ég er bara vonsvikinn. Ég verð bara að viðurkenna það að ég er eiginlega bara hálf orðlaus yfir frammistöðunni hjá okkur, þetta er ekki boðlegt í efstu deild. Við gátum ekkert í 60 mínútur. Arnór heldur okkur inni í þessum leik með frábærri markvörslu hér í kvöld. Í raun hefðum við átt skilið að tapa miklu stærra, það er bara þannig. Þessi áhlaup komu bara því við vorum að fá mjög góða markvörslu. Við gátum bara ekki neitt í þessum leik, þetta var andlaust og lélegt.“ En er Einar með einhverju svör hvernig hann getur bætt leik liðsins fyrir næsta leik? „Í raun og veru ekki. Ég held að svörin liggi bara hjá okkur sem liði. Ég er búinn að hafa þessa tilfinningu svolítið lengi. Við þurfum bara að takast á þessu sjálfir og ákveða hvaða leiðir við ætlum að fara og á hvaða vegferð við erum. Ég held að ég verið bara að vera heiðarlegur og það þýðir ekkert að fela það, þetta er ekki boðlegt. Þetta er ekki boðleg frammistaða í íþróttum yfir höfuð. Þetta eru stór orð en ég er bara gríðarlega vonsvikinn. Ég verð bara að segja það alveg eins og er.“ Þegar stutt var eftir af leiknum átti Fram möguleika á því að minnka muninn niður í tvö mörk en í stað þess gerðu gestirnir síðustu fimm mörk leiksins og unnu að lokum með átta mörkum. Einar segir það endurspegla andleysið í liðinu og telur að það hafi ekki verið mikið um jákvæða punkta hjá liðinu í kvöld. „Ég held að það endurspegli andleysið og aumingjaskapinn í okkur að þegar það eru rúmlega fimm mínútur eftir af leiknum þá gátum við komið þessu niður í tvö mörk en við gerum það ekki. Við áttum ekkert skilið og FH var miklu betri en við. Það var miklu meiri andi í þeirra liði og mér finnst eins og að þú sért að fiska eftir því að ég eigi að finna eitthvað jákvætt hjá okkur og það eina jákvæða sem ég get fundið í þessu er markvarsla, punktur. Það var bara ekki meira jákvætt í þessum leik nema bara markvarslan, ekki neitt annað.“ Varðandi framhaldið segist Einar vera áhyggjufullur eftir frammistöðuna í kvöld. Hann segir að liðið sé illa statt andlega og að hann hafi haft þá tilfinningu í einhvern tíma. „Ég er áhyggjufullur eins og staðan er í dag. Við erum búnir að spila núna við Val, Aftureldingu og FH sem eru allt saman frábær lið. Við erum auðvitað smá klaufar að fá ekki fleiri stig úr leikjunum gegn Val og Aftureldingu en ég var ekkert að búast við því að við myndum rúlla upp sex stigum úr þessum þremur leikjum, alls ekki. Frammistaðan hefur verið svona upp og ofan, kannski meira jákvæð heldur en neikvæð í síðustu tveimur leikjum en ég hef haft þessa tilfinningu í smá tíma. Áhyggjur mínar snúast aðallega að því hver staðan er á okkur andlega. Ég veit að við höfum mikil gæði í liðinu og eigum að geta kallað fram miklu betri frammistöðu en þetta. Þó að við hefðum tapað öllum leikjunum og gert það eins og menn þá væri maður fullur tilhlökkunnar og bjartsýnn á framhaldið en ég er það ekki í dag því miður.“
Handbolti Olís-deild karla Fram Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira