Vill dæma þá í fangelsi sem gerast sekir um samráð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. október 2023 09:28 Vilhjálmur Birgisson hefur miklar áhyggjur af því að Samkeppniseftirlitið fái ekki nægar fjárveitingar. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að sér sé brugðið yfir því hve lágar fjárhæðir séu lagðar í rekstur Samkeppniseftirlitsins á hverju ári. Hann skorar á stjórnvöld að tryggja eftirlitinu nægt fjármagn svo hægt sé að auka til muna eftirlit með samkeppnisbrotum. Þá vill hann fangelsisdóma yfir þeim sem eru staðnir að stórtæku samráði. „Nú liggur krafa samkvæmt fjárlögum ef ég skil þetta rétt að Samkeppniseftirlitið skeri kostnað sinn niður um 24 milljónir. Þetta er gjörsamlega galið enda hefur Samkeppniseftirlitið sýnt og sannað hversu gríðarlega mikilvægt það er íslenskum neytendum,“ segir Vilhjálmur Birgisson, sem gerir málinu í skil á samfélagsmiðlinum Facebook. Hann segir ekki þurfa að leita lengra aftur að dæmum um mikilvægi Samkeppniseftirlitsins en til samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskips. Vilhjálmur segir alls ekki ólíklegt ef Samkeppniseftirlitið hafi rétt fyrir sér þá sé hér um að ræða einn stærsta glæp gagnvart neytendum sem framkvæmdur hafi verið hér á landi. „Rétt að minna á sektargreiðslur vegna Samskips nema 4,2 milljörðum og sáttargreiðsla Eimskips nam 1,5 milljörðum og samanlagt mun því renna til ríkissjóðs 5,7 milljarðar. Eftir mínum upplýsingum þá hefur SKE sektað vegna brota á samkeppnislögum fyrir tæpa 20 milljarða og því óskiljanlegt að ekki sé lagt meira fé til að efla SKE.“ Segir sérhagsmunahópa vilja þrengja að eftirliti Vilhjálmur minnir á að Samkeppniseftirlitið hafi sektað fjölmörg fyrirtæki vegna brota á samkeppnislögum. Hann segir mikilvægt að allir viti að brot á samkeppnislögum bitni illilega á neytendum og heimilum þessa lands. Hann segir að á sama tíma og stjórnvöld leggi til niðurskurð hjá Samkeppniseftirlitinu hér þá séu stjórnvöld í Svíþjóð að leggja til 20 prósent aukningu á fjárframlagi til eftirlitsins þar. Þá segir Vilhjálmur að meira að segja Joe Biden, Bandaríkjaforseti, vilji auka fjárheimildir til eftirlitsins þar í landi. „Það blasir við sérhagsmunahópar í íslensku samfélagi vilja þrengja eins mikið að SKE eins og kostur er, enda hræðast þeir SKE en mikilvægt að í svona fákeppnislandi eins Íslandi verður að vera öflugt Samkeppniseftirlit þar sem hagsmunir neytenda verði tryggðir fyrir brotum á samkeppnislögum.“ Vilhjálmur segist skora á stjórnvöld og Alþingi að efla og tryggja Samkeppniseftirlitinu nægt fjármagn til að auka til muna eftirlit með samkeppnisbrotum. Enda séu gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir íslenska neytendur. Hann segir aukið fjármagn til eftirlitsins muni skila sér margfalt til baka fyrir íslenska neytendur og samfélagið í heild. Þá bætir Vilhjálmur við að hann vilji frekar sjá öðrum viðurlögum beitt í slíkum málum en sektargreiðslum. „Enda óttast ég að það séu neytendur sem á endanum borgi þessar sektir. Það á að dæma þá aðila sem verða uppvísir að stórfeldum brotum á samkeppnislögum til fangelsvistar og einnig að útiloka þá aðila sem koma að svona brotum frá stjórnun fyrirtækja.“ Samkeppnismál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
„Nú liggur krafa samkvæmt fjárlögum ef ég skil þetta rétt að Samkeppniseftirlitið skeri kostnað sinn niður um 24 milljónir. Þetta er gjörsamlega galið enda hefur Samkeppniseftirlitið sýnt og sannað hversu gríðarlega mikilvægt það er íslenskum neytendum,“ segir Vilhjálmur Birgisson, sem gerir málinu í skil á samfélagsmiðlinum Facebook. Hann segir ekki þurfa að leita lengra aftur að dæmum um mikilvægi Samkeppniseftirlitsins en til samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskips. Vilhjálmur segir alls ekki ólíklegt ef Samkeppniseftirlitið hafi rétt fyrir sér þá sé hér um að ræða einn stærsta glæp gagnvart neytendum sem framkvæmdur hafi verið hér á landi. „Rétt að minna á sektargreiðslur vegna Samskips nema 4,2 milljörðum og sáttargreiðsla Eimskips nam 1,5 milljörðum og samanlagt mun því renna til ríkissjóðs 5,7 milljarðar. Eftir mínum upplýsingum þá hefur SKE sektað vegna brota á samkeppnislögum fyrir tæpa 20 milljarða og því óskiljanlegt að ekki sé lagt meira fé til að efla SKE.“ Segir sérhagsmunahópa vilja þrengja að eftirliti Vilhjálmur minnir á að Samkeppniseftirlitið hafi sektað fjölmörg fyrirtæki vegna brota á samkeppnislögum. Hann segir mikilvægt að allir viti að brot á samkeppnislögum bitni illilega á neytendum og heimilum þessa lands. Hann segir að á sama tíma og stjórnvöld leggi til niðurskurð hjá Samkeppniseftirlitinu hér þá séu stjórnvöld í Svíþjóð að leggja til 20 prósent aukningu á fjárframlagi til eftirlitsins þar. Þá segir Vilhjálmur að meira að segja Joe Biden, Bandaríkjaforseti, vilji auka fjárheimildir til eftirlitsins þar í landi. „Það blasir við sérhagsmunahópar í íslensku samfélagi vilja þrengja eins mikið að SKE eins og kostur er, enda hræðast þeir SKE en mikilvægt að í svona fákeppnislandi eins Íslandi verður að vera öflugt Samkeppniseftirlit þar sem hagsmunir neytenda verði tryggðir fyrir brotum á samkeppnislögum.“ Vilhjálmur segist skora á stjórnvöld og Alþingi að efla og tryggja Samkeppniseftirlitinu nægt fjármagn til að auka til muna eftirlit með samkeppnisbrotum. Enda séu gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir íslenska neytendur. Hann segir aukið fjármagn til eftirlitsins muni skila sér margfalt til baka fyrir íslenska neytendur og samfélagið í heild. Þá bætir Vilhjálmur við að hann vilji frekar sjá öðrum viðurlögum beitt í slíkum málum en sektargreiðslum. „Enda óttast ég að það séu neytendur sem á endanum borgi þessar sektir. Það á að dæma þá aðila sem verða uppvísir að stórfeldum brotum á samkeppnislögum til fangelsvistar og einnig að útiloka þá aðila sem koma að svona brotum frá stjórnun fyrirtækja.“
Samkeppnismál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira