Vinskapur nafnanna settur til hliðar í dag: „Ábyggilega furðulegt fyrir hann“ Aron Guðmundsson skrifar 7. október 2023 12:30 Vinirnir Ragnar Sigurðsson (þjálfari Fram) og Ragnar Bragi Sveinsson (fyrirliði Fylkis) mætast í mikilvægum leik í lokaumferð Bestu deildarinnar í dag Vísir/Samsett mynd Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, segir þægilegt fyrir sitt lið að vita að það hafi örlögin í sínum höndum fyrir mikilvægan leik gegn Fram í einum af fallbaráttuslag dagsins í lokaumferð Bestu deildarinnar í fótbolta. Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, er uppalinn Fylkismaður og vinur Ragnars Braga sem telur furðulega stöðu blasa við vini sínum. „Leikurinn leggst bara mjög vel í mig. Þetta verður hörku leikur,“ segir Ragnar Bragi í samtali við Vísi. „Það er flott veður og mér skilst að það verði fullt af fólki á vellinum í dag. Þetta verður bara stemning.“ Það ræðst í dag hvaða lið fellur með Keflavík úr Bestu deildinni. Fyrir leiki dagsins í lokaumferðinni eru fjögur lið: Fram, HK, Fylkir og ÍBV, í fallhættu en viðureign Fylkis og Fram á Wurth-vellinum í Árbænum, er eini leikur dagsins þar sem bæði lið eiga á hættu á að falla. „Þetta er auðvitað bara, eins og flestir vita, bara mjög spennandi,“ segir Ragnar Bragi, aðspurður um hvernig sé að fara inn í svona leik þar sem að allt er undir. „Það er alltaf gaman að taka þátt í leikjum sem skipta miklu máli. Þessi leikur skiptir miklu máli fyrir félagið í heild sinni, okkur sem lið og hverfið sem við erum fulltrúar fyrir. Verkefnið er því mjög spennandi og við erum með þetta í okkar höndum. Það er alltaf þægilegra. Við þurfum ekki að treysta á einhverja aðra en okkur sjálfa. Við erum því algjörlega fókuseraðir á að klára okkar verkefni og þá fer þetta allt vel.“ Sigur í dag tryggir veru Fylkis í deildinni. Jafntefli nægir Fram til þess að tryggja sætið sitt. „Ég á von á þannig leik að bæði lið munu reyna að vinna hann. Fram er í hörku góðri stöðu. Liðið er ekki alveg sloppið við fall en er nánast öruggt. Ég á ekki von á öðru en að þeir, undir stjórn Ragga, muni gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að vinna leikinn. Við munum gera það sama. Við ætlum að fara inn í þennan leik, setja kraft í hann og ná stjórninni sem fyrst. Vinna þennan leik.“ Einn athyglisverðasti punkturinn við leik liðanna í dag er sú staðreynd að Ragnar Sigurðsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta og uppalinn Fylkismaður, er þjálfari Fram og einnig góður vinur nafna síns Ragnars Braga. „Við Raggi erum góðir vinir og höfum þekkst lengi. Nú er hann náttúrulega bara að þjálfa Fram liðið sitt. Auðvitað er þetta ábyggilega skrýtin staða fyrir hann en sem þjálfari Fram vill hann náttúrulega bara að sitt lið vinni þennan leik. Ef hann fengi hins vegar að velja þá myndi hann held ég velja að eitthvað annað lið en Fylkir og Fram myndi falla. Það verður ábyggilega furðulegt fyrir hann að fara inn í þennan leik en ég veit að hans fókus er á að hans lið klári sitt. En akkúrat sú staðreynd að þið séuð vinir en í sitt hvoru liðinu í dag. Var skrúfað niður í öllum samskiptum ykkar á milli í aðdraganda leiksins? „Nei, nei alls ekkert svoleiðis. Við ræddum aðeins leikinn okkar á milli fyrr í vikunni en ekkert dýpra en það að þeir ætluðu sér að vinna og að sama skapi er það markmiðið hjá okkur í Fylki. Ekkert meira en það.“ Besta deild karla Fylkir Fram Íslenski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Sjá meira
„Leikurinn leggst bara mjög vel í mig. Þetta verður hörku leikur,“ segir Ragnar Bragi í samtali við Vísi. „Það er flott veður og mér skilst að það verði fullt af fólki á vellinum í dag. Þetta verður bara stemning.“ Það ræðst í dag hvaða lið fellur með Keflavík úr Bestu deildinni. Fyrir leiki dagsins í lokaumferðinni eru fjögur lið: Fram, HK, Fylkir og ÍBV, í fallhættu en viðureign Fylkis og Fram á Wurth-vellinum í Árbænum, er eini leikur dagsins þar sem bæði lið eiga á hættu á að falla. „Þetta er auðvitað bara, eins og flestir vita, bara mjög spennandi,“ segir Ragnar Bragi, aðspurður um hvernig sé að fara inn í svona leik þar sem að allt er undir. „Það er alltaf gaman að taka þátt í leikjum sem skipta miklu máli. Þessi leikur skiptir miklu máli fyrir félagið í heild sinni, okkur sem lið og hverfið sem við erum fulltrúar fyrir. Verkefnið er því mjög spennandi og við erum með þetta í okkar höndum. Það er alltaf þægilegra. Við þurfum ekki að treysta á einhverja aðra en okkur sjálfa. Við erum því algjörlega fókuseraðir á að klára okkar verkefni og þá fer þetta allt vel.“ Sigur í dag tryggir veru Fylkis í deildinni. Jafntefli nægir Fram til þess að tryggja sætið sitt. „Ég á von á þannig leik að bæði lið munu reyna að vinna hann. Fram er í hörku góðri stöðu. Liðið er ekki alveg sloppið við fall en er nánast öruggt. Ég á ekki von á öðru en að þeir, undir stjórn Ragga, muni gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að vinna leikinn. Við munum gera það sama. Við ætlum að fara inn í þennan leik, setja kraft í hann og ná stjórninni sem fyrst. Vinna þennan leik.“ Einn athyglisverðasti punkturinn við leik liðanna í dag er sú staðreynd að Ragnar Sigurðsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta og uppalinn Fylkismaður, er þjálfari Fram og einnig góður vinur nafna síns Ragnars Braga. „Við Raggi erum góðir vinir og höfum þekkst lengi. Nú er hann náttúrulega bara að þjálfa Fram liðið sitt. Auðvitað er þetta ábyggilega skrýtin staða fyrir hann en sem þjálfari Fram vill hann náttúrulega bara að sitt lið vinni þennan leik. Ef hann fengi hins vegar að velja þá myndi hann held ég velja að eitthvað annað lið en Fylkir og Fram myndi falla. Það verður ábyggilega furðulegt fyrir hann að fara inn í þennan leik en ég veit að hans fókus er á að hans lið klári sitt. En akkúrat sú staðreynd að þið séuð vinir en í sitt hvoru liðinu í dag. Var skrúfað niður í öllum samskiptum ykkar á milli í aðdraganda leiksins? „Nei, nei alls ekkert svoleiðis. Við ræddum aðeins leikinn okkar á milli fyrr í vikunni en ekkert dýpra en það að þeir ætluðu sér að vinna og að sama skapi er það markmiðið hjá okkur í Fylki. Ekkert meira en það.“
Besta deild karla Fylkir Fram Íslenski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti