Inga Lind tekur upp hanskann fyrir Áslaugu Jón Þór Stefánsson skrifar 7. október 2023 15:03 „Þannig að fyrirsögnin var alveg hreint í ósamræmi við það sem hún var að segja,“ sagði Inga Lind um ummæli Áslaugar Örnu. Vísir Fjölmiðlakonan Inga Lind Karlsdóttir segir að fréttaflutningur um ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra hafi einkennst af útúrsnúningi. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í gær þar sem Inga Lind og athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson ræddu fréttir liðinnar viku. Ásgeir benti á að ummælin í garð Svandísar hafi aðeins verið lítill bútur úr ræðunni þar sem hún hafi farið yfir víðari völl. „En einhverra hluta vegna hafa smelludólgar sem skrifa fréttir á miðlum ákveðið að láta þessa ræðu hennar snúast um eitthvað annað. Þannig að fyrirsögnin var alveg hreint í ósamræmi við það sem hún var að segja,“ sagði Inga Lind. Inga segir að það sem Áslaug hafi verið að segja hafi verið að vegna þess að sjávarútvegur væri ekki viðfang ráðuneytis hennar, heldur háskólamál og nýsköpun, þá myndi hún frekar leggja áherslu á þau. „Úr þessu er snúið algjörlega,“ bætir Inga við. Ásgeir Kolbeinsson tók undir sjónarmið Ingu Lindar, að samræmi hafi vantað í fréttaflutning af málinu. Áslaug þótti með ummælum sínum skjóta á samráðherra sinn, en hún taldi upp marga hluti er varða sjávarútveginn og sagði Svandísi vera samnefnara yfir þá. „Ég gæti líka rætt samnefnarann yfir þetta flest. Svandísi Svavarsdóttur. Sem situr með mér í ríkisstjórninni, ríkisstjórninni sem þið auðvitað elskið öll svo heitt og innilega. Og um hana get ég sagt eitt, sem sagt ríkisstjórnina, en ekki Svandísi: Þessi ríkisstjórn er skárri með Sjálfstæðisflokknum en án hans.“ Ummælin vöktu mikla athygli í liðinni viku. Til að mynda sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra að þau væru ekki til fyrirmyndar. „Ég held að það sé best að Áslaug svari fyrir sín ummæli sjálf. Ég ítreka bara það sem ég segi: Stjórnmálafólk sem vill láta taka sig alvarlega það vandar sig í því hvernig það ræðir um samstarfsfólk sitt,“ sagði Katrín. Sjávarútvegur Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í gær þar sem Inga Lind og athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson ræddu fréttir liðinnar viku. Ásgeir benti á að ummælin í garð Svandísar hafi aðeins verið lítill bútur úr ræðunni þar sem hún hafi farið yfir víðari völl. „En einhverra hluta vegna hafa smelludólgar sem skrifa fréttir á miðlum ákveðið að láta þessa ræðu hennar snúast um eitthvað annað. Þannig að fyrirsögnin var alveg hreint í ósamræmi við það sem hún var að segja,“ sagði Inga Lind. Inga segir að það sem Áslaug hafi verið að segja hafi verið að vegna þess að sjávarútvegur væri ekki viðfang ráðuneytis hennar, heldur háskólamál og nýsköpun, þá myndi hún frekar leggja áherslu á þau. „Úr þessu er snúið algjörlega,“ bætir Inga við. Ásgeir Kolbeinsson tók undir sjónarmið Ingu Lindar, að samræmi hafi vantað í fréttaflutning af málinu. Áslaug þótti með ummælum sínum skjóta á samráðherra sinn, en hún taldi upp marga hluti er varða sjávarútveginn og sagði Svandísi vera samnefnara yfir þá. „Ég gæti líka rætt samnefnarann yfir þetta flest. Svandísi Svavarsdóttur. Sem situr með mér í ríkisstjórninni, ríkisstjórninni sem þið auðvitað elskið öll svo heitt og innilega. Og um hana get ég sagt eitt, sem sagt ríkisstjórnina, en ekki Svandísi: Þessi ríkisstjórn er skárri með Sjálfstæðisflokknum en án hans.“ Ummælin vöktu mikla athygli í liðinni viku. Til að mynda sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra að þau væru ekki til fyrirmyndar. „Ég held að það sé best að Áslaug svari fyrir sín ummæli sjálf. Ég ítreka bara það sem ég segi: Stjórnmálafólk sem vill láta taka sig alvarlega það vandar sig í því hvernig það ræðir um samstarfsfólk sitt,“ sagði Katrín.
Sjávarútvegur Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira