„Værum í Evrópusæti hefðum við spilað svona í allt sumar“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. október 2023 16:29 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Anton Brink Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var í skýjunum með að hafa náð að halda liðinu í Bestu-deildinni. „Við vorum frábærir í dag og við töluðum um það fyrir leik að við yrðum að fá góða frammistöðu. Það var hrikalegur kraftur í okkur og ef við hefðum spilað svona í allt sumar og fengið þennan stuðning þá værum við í Evrópusæti,“ sagði Rúnar Páll afar ánægður með sigurinn og stuðninginn sem liðið fékk. Fylkir spilaði frábærlega í fyrri hálfleik sem skilaði þremur mörkum og síðari hálfleikurinn var aðeins formsatriði. „Við löbbuðum yfir þá og vorum ótrúlega flottir. Við fórum hátt upp á völlinn og leyfðum þeim ekki að spila þessum löngu boltum. Við vorum duglegir og nýttum færin okkar mjög vel.“ „Að spila hvern einasta leik með 8-9 heimamönnum í byrjunarliðinu og líka með 2-4 á bekknum hverju sinni. Við vorum ekki með neina útlendinga og stóðum okkur ótrúlega vel í þessari deild. Við höfum fengið fína frammistöðu í mörgum leikjum og einnig slæma frammistöðu og tapað. „Það er geggjuð tilfinning fyrir mig sem þjálfara og strákana sem lögðu hart að sér. Ég gæti ekki verið ánægðari.“ Rúnar var afar ánægður með hafa náð að halda liðinu uppi þar sem liðið var ekki styrkt með fleiri leikmönnum. „Við vorum gagnrýndir og það var talað um það að við myndum ekki fá meira en tíu stig í deildinni og það var umræðan í byrjun móts. Núna hafa menn fengið smjörþefinn og við fórum upp úr fyrstu deildinni og nánast með sama mannskap náðum við að halda okkur uppi.“ „Reynslan sem strákarnir sem voru að taka sín fyrstu skref var ótrúlega dýrmæt og það eru nánast allir á samningi á næsta ári og við getum byggt ofan á það sem við höfum gert og bætt í.“ Rúnar staðfesti að hann myndi þjálfa liðið á næsta tímabili og hlakkaði mikið til. Fylkir Besta deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Sjá meira
„Við vorum frábærir í dag og við töluðum um það fyrir leik að við yrðum að fá góða frammistöðu. Það var hrikalegur kraftur í okkur og ef við hefðum spilað svona í allt sumar og fengið þennan stuðning þá værum við í Evrópusæti,“ sagði Rúnar Páll afar ánægður með sigurinn og stuðninginn sem liðið fékk. Fylkir spilaði frábærlega í fyrri hálfleik sem skilaði þremur mörkum og síðari hálfleikurinn var aðeins formsatriði. „Við löbbuðum yfir þá og vorum ótrúlega flottir. Við fórum hátt upp á völlinn og leyfðum þeim ekki að spila þessum löngu boltum. Við vorum duglegir og nýttum færin okkar mjög vel.“ „Að spila hvern einasta leik með 8-9 heimamönnum í byrjunarliðinu og líka með 2-4 á bekknum hverju sinni. Við vorum ekki með neina útlendinga og stóðum okkur ótrúlega vel í þessari deild. Við höfum fengið fína frammistöðu í mörgum leikjum og einnig slæma frammistöðu og tapað. „Það er geggjuð tilfinning fyrir mig sem þjálfara og strákana sem lögðu hart að sér. Ég gæti ekki verið ánægðari.“ Rúnar var afar ánægður með hafa náð að halda liðinu uppi þar sem liðið var ekki styrkt með fleiri leikmönnum. „Við vorum gagnrýndir og það var talað um það að við myndum ekki fá meira en tíu stig í deildinni og það var umræðan í byrjun móts. Núna hafa menn fengið smjörþefinn og við fórum upp úr fyrstu deildinni og nánast með sama mannskap náðum við að halda okkur uppi.“ „Reynslan sem strákarnir sem voru að taka sín fyrstu skref var ótrúlega dýrmæt og það eru nánast allir á samningi á næsta ári og við getum byggt ofan á það sem við höfum gert og bætt í.“ Rúnar staðfesti að hann myndi þjálfa liðið á næsta tímabili og hlakkaði mikið til.
Fylkir Besta deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Sjá meira