Ástarlífið blómstrar í Fjallabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. október 2023 13:30 Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sem ræður sér ekki yfir kæti hvað allt gengur vel í Fjallabyggð og hvað það er mikill kraftur í samfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum í Fjallabyggð fjölgar og fjölgar enda segir bæjarstjórinn að ástarlífið blómstri í sveitarfélaginu. Þá er verið að byggja mikið af nýju húsnæði í Fjallabyggð eins og á Siglufirði og í Ólafsfirði. Það er mikill uppgangur í Fjallabyggð og allt að gerast þar eins og stundum er sagt. Nú er stefnt að því að taka 10 mánaða gömul börn inn í leikskóla sveitarfélagsins, grunnskólar sveitarfélagsins og menntaskólinn á Tröllaskaga blómstra og næga atvinnu eru að hafa í Fjallabyggð. Þá er lista- og menningarlíf til fyrirmyndar svo ekki sé minnst á íþróttastarfið. Og íbúum Fjallabyggðar fjölgar og fjölgar eins og Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri veit manna best. „Okkur er að fjölga verulega og það er mjög ánægjulegt. Við erum núna orðin tæplega 2.030 og við stefnum bara á meiri fjölgun. Ég bara bíð fólk hjartanlega velkomin til okkar hingað,“ segir Sigriður alsæl. Ertu með einhverjar sérstakar áskoranir til fólks til að búa til fleiri börn og svona? „Heyrðu, ég vil náttúrulega bara að ástarlífið blómstri og við bara tökum mjög vel á móti nýjum einstaklingum hér í bæjarfélagið, bæði fullorðnum einstaklingum, sem vilja stunda fjörugt ástarlíf og geta af sér góð afkvæmi og svo náttúrulega þegar börnin fæðast þá tökum við mjög vel á móti þeim,“ segir Sigríður hlæjandi. Íbúum Fjallbyggðar fjölgar og fjölgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er töluvert byggt af nýju húsnæði í Fjallabyggð eins og á Siglufirði. „Já, verktaki er að fara að byggja 27 íbúðir á gamla malarvellinum. Svo er verið að byggja hérna á Eyrinni og í Bylgjubyggðinni í Ólafsfirði, svo það er nóg um að vera,“ segir bæjarstjóri Fjallabyggðar. Eitt af nýju húsunum, sem eru í byggingu í Fjallabyggð, myndarlegt raðhús á Siglufirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjallabyggð Mannfjöldi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Það er mikill uppgangur í Fjallabyggð og allt að gerast þar eins og stundum er sagt. Nú er stefnt að því að taka 10 mánaða gömul börn inn í leikskóla sveitarfélagsins, grunnskólar sveitarfélagsins og menntaskólinn á Tröllaskaga blómstra og næga atvinnu eru að hafa í Fjallabyggð. Þá er lista- og menningarlíf til fyrirmyndar svo ekki sé minnst á íþróttastarfið. Og íbúum Fjallabyggðar fjölgar og fjölgar eins og Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri veit manna best. „Okkur er að fjölga verulega og það er mjög ánægjulegt. Við erum núna orðin tæplega 2.030 og við stefnum bara á meiri fjölgun. Ég bara bíð fólk hjartanlega velkomin til okkar hingað,“ segir Sigriður alsæl. Ertu með einhverjar sérstakar áskoranir til fólks til að búa til fleiri börn og svona? „Heyrðu, ég vil náttúrulega bara að ástarlífið blómstri og við bara tökum mjög vel á móti nýjum einstaklingum hér í bæjarfélagið, bæði fullorðnum einstaklingum, sem vilja stunda fjörugt ástarlíf og geta af sér góð afkvæmi og svo náttúrulega þegar börnin fæðast þá tökum við mjög vel á móti þeim,“ segir Sigríður hlæjandi. Íbúum Fjallbyggðar fjölgar og fjölgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er töluvert byggt af nýju húsnæði í Fjallabyggð eins og á Siglufirði. „Já, verktaki er að fara að byggja 27 íbúðir á gamla malarvellinum. Svo er verið að byggja hérna á Eyrinni og í Bylgjubyggðinni í Ólafsfirði, svo það er nóg um að vera,“ segir bæjarstjóri Fjallabyggðar. Eitt af nýju húsunum, sem eru í byggingu í Fjallabyggð, myndarlegt raðhús á Siglufirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fjallabyggð Mannfjöldi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira