Fjöldi brimbrettaiðkenda mótmælti landfyllingum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. október 2023 23:12 Frá mótmælunum í Þorlákshöfn í dag. Steven Wall Félagar í Brimbrettafélagi Íslands mótmæltu í dag landfyllingarframkvæmdum í höfninni í Þorlákshöfn sem hófust í morgun. Bæjarfulltrúi segir framkvæmdirnar ólölegar og lítur málið alvarlegum augum. Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta í Ölfusi segir dularfullt hver beri ábyrgð á því að verktaki hóf að sturta vikri og grjóti í höfnina við Þorlákshöfn fyrir klukkan átta í morgun. Ekki sé komið framkvæmdarleyfi fyrir fyrirhuguðum landfyllingum. „Það er ekki búið að veita leyfi fyrir þessari framkvæmd. Hún er ekki búin að fara alla leið í stjórnsýslukerfinu,“ segir Ása, og útskýrir að búið sé að auglýsa breytingu á deiliskipulagi en síðan þá hafi hún ekki komið aftur á borð bæjarstjórnar. „Það á eftir að fjalla um hana með tilliti til þeirra umsagna sem komu, meðal annars frá Brimbrettafélaginu og frá Umhverfisstofnun,“ segir Ása. Hún segir málið grafalvarlegt. „Þetta er ekki í umboði framkvæmda- og hafnarnefndar, sem hefur ekki tekið málið upp að nýju eftir að það kom úr auglýsingu.“ Hún segir formann framkvæmda- og hafnarnefndar ekki hafa vitað að til stæði að hefja framkvæmdirnar í dag. „Við vitum ekki hver hefur gefið fyrirskipan um að byja á þessari landfyllingu. Þetta er alvarlegt mál og það þarf að koma til botns í því hvers vegna þetta æxlaðist svona,“ segir Ása. „Þetta eru alls ekki vinnubrögð sem sveitarfélag getur staðið fyrir, “ bætir hún við. Gagnrýnir framkvæmdirnar Ása segir jákvætt hve mikil uppbygging og framkvæmdir eru í bænum en engu að síður sé náttúran að gjalda fyrir. Hún vekur athygli á áliti sem Umhverfisstofnun sendi bæjarstjórn vegna málsins: „Að mati umhverfisstofnunar er uppbygging á svæðinu farin að hafa áhrif á útivistargildi svæðisins, sem er meðal annars vinsælt fyrir brimbrettaiðkun og er því farin að hafa áhrif á svæðið, sem er á náttúruminjaskrá.“ Svæðið sé einstakt á heimsvísu fyrir brimbrettaiðkendur og því nauðsynlegt að standa vörð um það. „Ég vona að meiri hlutinn horfi á þetta út frá hagsmunum náttúrunnar og útivistarsvæðis þegar kemur að því að taka ákvörðun um þetta,“ segir Ása að lokum. Brimbrettaiðkendur mótmæltu Elín Signý Ragnarsdóttir og Atli Guðbrandsson stjórnarmeðlimir Brimbrettafélags Íslands eru meðal þeirra sem mættu til Þorlákshafnar í dag og mótmæltu. Þau segja framkvæmdirnar ógna brimbrettamenningu á Íslandi, að höfnin í Þorlákshöfn sé besta aðstaðan til brimbrettaiðkunar á landinu. „Klukkan sjö í morgun er einn meðlimur [Brimbrettasambandsins] mættur og sér trukkana ryðja steinum og vikri út í sjói. Og síðast þegar ég tékkaði þá voru lög í landinu sem segja að það sé bannað,“ segir Atli í samtali við Vísi. Iðkendur flykktust því til Þorlákshafnar til að athuga málin. „Það er búið að fylla ansi mikið upp í á þessum stutta tíma, og við höfum strax samband við bæjarstjórann sem virtist ekkert kannast við málið,“ segir Elín. Að þeirra sögn stöðvaði Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss framkvæmdina í kjölfarið. „Þetta er okkar aðalstaður. Og ef þessi staður eyðileggst þá finnst mér frekar líklegt að þessi íþrótt deyi bara út. Það verður allavega lítið af nýliðum,“ segir Atli. Elín segir framkvæmdirnar þegar hafa haft áhrif á ölduganginn við höfnina. Til að mynda brotni aldan nú mun nær grjótinu sem skapar hættu fyrir brimbrettaiðkendurna. Loks vekur Atli athygli á því að félagið hafi áður átt í samskiptum við sveitarfélagið og sent inn tillögu vegna málsins í von um að þau kæmu til móts við þau, en ekki fengið svör. „Við teljum að hún myndi hafa jákvæð áhrif á framkvæmdina hér. Þeir geta alveg hliðrað til með tilliti til þess sem við erum að segja.“ Skömmu eftir að mótmælendur yfirgáfu svæðið hófust framkvæmdirnar að nýju. Nú kveðst Brimbrettafélagið kæra framkvæmdina. Þetta staðfestir Elín í samtali við fréttastofu. Ölfus Sveitarstjórnarmál Aldan í Þorlákshöfn Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta í Ölfusi segir dularfullt hver beri ábyrgð á því að verktaki hóf að sturta vikri og grjóti í höfnina við Þorlákshöfn fyrir klukkan átta í morgun. Ekki sé komið framkvæmdarleyfi fyrir fyrirhuguðum landfyllingum. „Það er ekki búið að veita leyfi fyrir þessari framkvæmd. Hún er ekki búin að fara alla leið í stjórnsýslukerfinu,“ segir Ása, og útskýrir að búið sé að auglýsa breytingu á deiliskipulagi en síðan þá hafi hún ekki komið aftur á borð bæjarstjórnar. „Það á eftir að fjalla um hana með tilliti til þeirra umsagna sem komu, meðal annars frá Brimbrettafélaginu og frá Umhverfisstofnun,“ segir Ása. Hún segir málið grafalvarlegt. „Þetta er ekki í umboði framkvæmda- og hafnarnefndar, sem hefur ekki tekið málið upp að nýju eftir að það kom úr auglýsingu.“ Hún segir formann framkvæmda- og hafnarnefndar ekki hafa vitað að til stæði að hefja framkvæmdirnar í dag. „Við vitum ekki hver hefur gefið fyrirskipan um að byja á þessari landfyllingu. Þetta er alvarlegt mál og það þarf að koma til botns í því hvers vegna þetta æxlaðist svona,“ segir Ása. „Þetta eru alls ekki vinnubrögð sem sveitarfélag getur staðið fyrir, “ bætir hún við. Gagnrýnir framkvæmdirnar Ása segir jákvætt hve mikil uppbygging og framkvæmdir eru í bænum en engu að síður sé náttúran að gjalda fyrir. Hún vekur athygli á áliti sem Umhverfisstofnun sendi bæjarstjórn vegna málsins: „Að mati umhverfisstofnunar er uppbygging á svæðinu farin að hafa áhrif á útivistargildi svæðisins, sem er meðal annars vinsælt fyrir brimbrettaiðkun og er því farin að hafa áhrif á svæðið, sem er á náttúruminjaskrá.“ Svæðið sé einstakt á heimsvísu fyrir brimbrettaiðkendur og því nauðsynlegt að standa vörð um það. „Ég vona að meiri hlutinn horfi á þetta út frá hagsmunum náttúrunnar og útivistarsvæðis þegar kemur að því að taka ákvörðun um þetta,“ segir Ása að lokum. Brimbrettaiðkendur mótmæltu Elín Signý Ragnarsdóttir og Atli Guðbrandsson stjórnarmeðlimir Brimbrettafélags Íslands eru meðal þeirra sem mættu til Þorlákshafnar í dag og mótmæltu. Þau segja framkvæmdirnar ógna brimbrettamenningu á Íslandi, að höfnin í Þorlákshöfn sé besta aðstaðan til brimbrettaiðkunar á landinu. „Klukkan sjö í morgun er einn meðlimur [Brimbrettasambandsins] mættur og sér trukkana ryðja steinum og vikri út í sjói. Og síðast þegar ég tékkaði þá voru lög í landinu sem segja að það sé bannað,“ segir Atli í samtali við Vísi. Iðkendur flykktust því til Þorlákshafnar til að athuga málin. „Það er búið að fylla ansi mikið upp í á þessum stutta tíma, og við höfum strax samband við bæjarstjórann sem virtist ekkert kannast við málið,“ segir Elín. Að þeirra sögn stöðvaði Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss framkvæmdina í kjölfarið. „Þetta er okkar aðalstaður. Og ef þessi staður eyðileggst þá finnst mér frekar líklegt að þessi íþrótt deyi bara út. Það verður allavega lítið af nýliðum,“ segir Atli. Elín segir framkvæmdirnar þegar hafa haft áhrif á ölduganginn við höfnina. Til að mynda brotni aldan nú mun nær grjótinu sem skapar hættu fyrir brimbrettaiðkendurna. Loks vekur Atli athygli á því að félagið hafi áður átt í samskiptum við sveitarfélagið og sent inn tillögu vegna málsins í von um að þau kæmu til móts við þau, en ekki fengið svör. „Við teljum að hún myndi hafa jákvæð áhrif á framkvæmdina hér. Þeir geta alveg hliðrað til með tilliti til þess sem við erum að segja.“ Skömmu eftir að mótmælendur yfirgáfu svæðið hófust framkvæmdirnar að nýju. Nú kveðst Brimbrettafélagið kæra framkvæmdina. Þetta staðfestir Elín í samtali við fréttastofu.
Ölfus Sveitarstjórnarmál Aldan í Þorlákshöfn Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira