Kolbrún María sló met Helenu Sverris: Yngst til að skora 31 stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2023 10:31 Kolbrún María Ármannsdóttir bauð upp á sögulega frammistöðu í sínum þriðja leik í Subway deild kvenna á ferlinum. Vísir/Hulda Margrét Stjörnustúlkan Kolbrún María Ármannsdóttir varð um helgina yngsti leikmaðurinn í efstu deild kvenna í körfubolta til að skora 31 stig eða meira í einum og sama leiknum. Kolbrún María skoraði þá 31 stig á 32 mínútum þegar nýliðar Stjörnunnar unnu 88-70 sigur á Fjölni í þriðju umferð Subway deildar kvenna. Kolbrún María er fædd í lok desember 2007 og á því nokkra mánuði í það að halda upp á sextán ára afmælið sitt. Fyrir leikinn í gær þá var Helena Sverrisdóttir yngsta körfuboltakonan til að skora 31 stig í einum leik í efstu deild kvenna í körfubolta. Helena var sextán ára, átta mánaða og fjögurra daga þegar hún skoraði 31 stig fyrir Hauka á móti ÍS í nóvember 2004. Helena var einnig með 16 fráköst og 8 stoðsendingar í leiknum. Kolbrún María var fimmtán ára, níu mánaða og níu daga gömul í leiknum á laugardaginn. Hún hitti úr 11 af 21 skoti sínu (52%) þar af 5 af 9 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna (56%). Kolbrún setti líka niður öll fjögur vítin sín og var með 7 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 stolna bolta að auki. Helena á samt enn þá metið yfir að vera yngst til að skora þrjátíu stig í efstu deild. Helena skoraði fyrst 30 stig í einum leik á móti Keflavík í mars 2003. Helena var þá aðeins fjórtán ára, ellefu mánaða og nítján daga. Haukakonur féllu það vor og Helena spilaði því ekki í efstu deild aftur fyrr en tímabilið 2004 til 2005. Hún var aftur á móti með 37,6 stig að meðaltali í leik í B-deildinni veturinn 2003-04 og enn fremur fjórfalda tvennu að meðaltali í leik (13,3 fráköst + 11,6 stoðsendingar + 10,2 stolnir). Þetta var aðeins þriðji leikur Kolbrúnar í efstu deild en skoraði 11 stig í fyrsta leiknum á móti Þór og 12 stig í öðrum leikjum á móti Keflavíl. Kolbrún hefur hækkað stigaskor sitt og framlag í hverjum leik það sem af er tímabilsins. Yngst til að skora 31 stig eða meira í efstu deild kvenna: 15 ára - 9 mánaða - 9 daga Kolbrún María Ármannsdóttir, 31 stig fyrir Stjörnuna á móti Fjölni 2023 16 ára - 8 mánaða - 4 daga Helena Sverrisdóttir, 31 stig fyrir Hauka á móti ÍS 2004 16 ára - 9 mánaða - 26 daga Helena Sverrisdóttir, 39 stig fyrir Hauka á móti ÍS 2005 16 ára - 10 mánaða Helena Sverrisdóttir, 32 stig fyrir Hauka á móti Keflavík 2005 17 ára - 1 mánaða - 11 daga Inga Dóra Magnúsdóttir, 34 stig fyrir Tindastól á móti ÍR 1994 17 ára - 2 mánaða - 12 daga María Ben Erlingsdóttir, 33 stig fyrir Keflavík á móti Breiðabliki 2006 17 ára - 2 mánaða - 17 daga Erla Reynisdóttir, 34 stig fyrir Keflavík á móti ÍS 1995 Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira
Kolbrún María skoraði þá 31 stig á 32 mínútum þegar nýliðar Stjörnunnar unnu 88-70 sigur á Fjölni í þriðju umferð Subway deildar kvenna. Kolbrún María er fædd í lok desember 2007 og á því nokkra mánuði í það að halda upp á sextán ára afmælið sitt. Fyrir leikinn í gær þá var Helena Sverrisdóttir yngsta körfuboltakonan til að skora 31 stig í einum leik í efstu deild kvenna í körfubolta. Helena var sextán ára, átta mánaða og fjögurra daga þegar hún skoraði 31 stig fyrir Hauka á móti ÍS í nóvember 2004. Helena var einnig með 16 fráköst og 8 stoðsendingar í leiknum. Kolbrún María var fimmtán ára, níu mánaða og níu daga gömul í leiknum á laugardaginn. Hún hitti úr 11 af 21 skoti sínu (52%) þar af 5 af 9 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna (56%). Kolbrún setti líka niður öll fjögur vítin sín og var með 7 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 stolna bolta að auki. Helena á samt enn þá metið yfir að vera yngst til að skora þrjátíu stig í efstu deild. Helena skoraði fyrst 30 stig í einum leik á móti Keflavík í mars 2003. Helena var þá aðeins fjórtán ára, ellefu mánaða og nítján daga. Haukakonur féllu það vor og Helena spilaði því ekki í efstu deild aftur fyrr en tímabilið 2004 til 2005. Hún var aftur á móti með 37,6 stig að meðaltali í leik í B-deildinni veturinn 2003-04 og enn fremur fjórfalda tvennu að meðaltali í leik (13,3 fráköst + 11,6 stoðsendingar + 10,2 stolnir). Þetta var aðeins þriðji leikur Kolbrúnar í efstu deild en skoraði 11 stig í fyrsta leiknum á móti Þór og 12 stig í öðrum leikjum á móti Keflavíl. Kolbrún hefur hækkað stigaskor sitt og framlag í hverjum leik það sem af er tímabilsins. Yngst til að skora 31 stig eða meira í efstu deild kvenna: 15 ára - 9 mánaða - 9 daga Kolbrún María Ármannsdóttir, 31 stig fyrir Stjörnuna á móti Fjölni 2023 16 ára - 8 mánaða - 4 daga Helena Sverrisdóttir, 31 stig fyrir Hauka á móti ÍS 2004 16 ára - 9 mánaða - 26 daga Helena Sverrisdóttir, 39 stig fyrir Hauka á móti ÍS 2005 16 ára - 10 mánaða Helena Sverrisdóttir, 32 stig fyrir Hauka á móti Keflavík 2005 17 ára - 1 mánaða - 11 daga Inga Dóra Magnúsdóttir, 34 stig fyrir Tindastól á móti ÍR 1994 17 ára - 2 mánaða - 12 daga María Ben Erlingsdóttir, 33 stig fyrir Keflavík á móti Breiðabliki 2006 17 ára - 2 mánaða - 17 daga Erla Reynisdóttir, 34 stig fyrir Keflavík á móti ÍS 1995
Yngst til að skora 31 stig eða meira í efstu deild kvenna: 15 ára - 9 mánaða - 9 daga Kolbrún María Ármannsdóttir, 31 stig fyrir Stjörnuna á móti Fjölni 2023 16 ára - 8 mánaða - 4 daga Helena Sverrisdóttir, 31 stig fyrir Hauka á móti ÍS 2004 16 ára - 9 mánaða - 26 daga Helena Sverrisdóttir, 39 stig fyrir Hauka á móti ÍS 2005 16 ára - 10 mánaða Helena Sverrisdóttir, 32 stig fyrir Hauka á móti Keflavík 2005 17 ára - 1 mánaða - 11 daga Inga Dóra Magnúsdóttir, 34 stig fyrir Tindastól á móti ÍR 1994 17 ára - 2 mánaða - 12 daga María Ben Erlingsdóttir, 33 stig fyrir Keflavík á móti Breiðabliki 2006 17 ára - 2 mánaða - 17 daga Erla Reynisdóttir, 34 stig fyrir Keflavík á móti ÍS 1995
Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira