Elsa varð heimsmeistari í -76 kg flokki þriðja árið í röð. Ekki nóg með það heldur setti hún tvö heimsmet.
Elsa vann gull í hnébeygju þegar hún lyfti 140 kg. Hún bætti sitt eigið heimsmet í flokki 60-69 ára um tvö kg. Elsa vann einnig til gullverðlauna í réttstöðulyftu með því að lyfta 170,5 kg. Hún vann til silfurverðlauna í bekkpressu með lyftu upp á 62,5 kg.
Samanlagt lyfti Elsa 373,0 kg sem færði henni 74,03 IPF stig. Hún var önnur stigahæst kvenna í sínum aldursflokki yfir alla þyngdarflokka.
Hörður varð heimsmeistari í -74 kg flokki öldunga 60-69 ára. Samanlagður árangur hans var 467,5 kg og hann bætti eigið Íslandsmet um 12,5 kg.
Hörður vann til gullverðlauna í hnébeygju (175 kg) og réttstöðulyftu þar sem hann setti Íslandsmet (195 kg).
Þriðji íslenski keppandinn á HM, Sæmundur Guðmundsson, stígur á stokk á föstudaginn. Hann keppir í kraftlyftingum með útbúnaði.