Friðlýsir Skrúð og staðfestir verndarsvæði í byggð á Ísafirði Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2023 14:34 Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á Ísafirði síðastliðinn föstudag. Stjr Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, undirritaði í á föstudag friðlýsingu vegna Skrúðs í Dýrafirði. Þá staðfesti ráðherrann að Neðstikaupstaður og Skutulsfjarðareyri á Ísafirði verði sérstakt verndarsvæði innan sveitarfélagsins. Þetta kemur fram á vef umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Um Skrúð segir að hann sé skrúðgarður í stíl klassískra garða í Evrópu frá 16. og 17. öld og telst garðurinn einstakt mannvirki á íslenskan mælikvarða. „Vinna hófst við Skrúð árið 1905 og voru fyrstu trén gróðursett þar árið 1908. Friðlýsingin er gerð að tillögu Minjastofnunar Íslands og er í samræmi við ákvæði laga um menningarminjar. Þetta er fyrsta friðlýsing menningarminja frá því málaflokkurinn færðist til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Vinna hófst við Skrúð árið 1905 og voru fyrstu trén gróðursett þar árið 1908. Visit Westfjords Friðlýsingin tekur til Skrúðs í heild samkvæmt upphaflegu skiplagi og tegundaflóru, auk hlaðinna vegghleðslna umhverfis garðinn og innan marka hans, garðhliðs úr hvalbeini, gosbrunns og gróðurhúss og annarra sögulegra mannvirkja. Garðurinn er 2.625 m2 að stærð, 35 x 75 metrar, og miðast útmörk friðlýsingarinnar við það. Í samræmi við 22. gr. minjalaga er síðan 100 m friðhelgunarsvæði umhverfis útmörk garðsins. Elsta standandi húsaþyrping landsins Þá staðfesti ráðherra Neðstakaupstað og Skutulsfjarðareyri sem sérstakt verndarsvæði í byggð og varð það gert að tillögu Ísafjarðarbæjar. Neðstikaupstaður er elsta húsaþyrping landsins sem enn stendur, og er fjara sem liggur vestan við hana einnig hluti verndarsvæðisins. Húsaþyrpingin stóð upphaflega á mjóum tanga, sem var syðsti hluti Eyrarinnar, og voru húsin fjögur reist á árunum 1757 til 1784. Skutulsfjarðareyrin skiptist í Miðkaupstað og Hæstakaupstað, og er þar um að ræða samfellda og þétta byggð húsa á efra svæðinu á Eyrinni. Elst húsanna er Faktorshúsið sem reist var árið 1788. Innan svæðanna beggja eru 11 friðlýst hús og tugir aldursfriðaðra húsa og telst heildarvarðveislugildi svæðisins hátt hvað varðar byggingalist, menningarsögu, umhverfi, upprunaleika og ástand,“ segir á vef ráðuneytisins. Ísafjarðarbær Húsavernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Þetta kemur fram á vef umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Um Skrúð segir að hann sé skrúðgarður í stíl klassískra garða í Evrópu frá 16. og 17. öld og telst garðurinn einstakt mannvirki á íslenskan mælikvarða. „Vinna hófst við Skrúð árið 1905 og voru fyrstu trén gróðursett þar árið 1908. Friðlýsingin er gerð að tillögu Minjastofnunar Íslands og er í samræmi við ákvæði laga um menningarminjar. Þetta er fyrsta friðlýsing menningarminja frá því málaflokkurinn færðist til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Vinna hófst við Skrúð árið 1905 og voru fyrstu trén gróðursett þar árið 1908. Visit Westfjords Friðlýsingin tekur til Skrúðs í heild samkvæmt upphaflegu skiplagi og tegundaflóru, auk hlaðinna vegghleðslna umhverfis garðinn og innan marka hans, garðhliðs úr hvalbeini, gosbrunns og gróðurhúss og annarra sögulegra mannvirkja. Garðurinn er 2.625 m2 að stærð, 35 x 75 metrar, og miðast útmörk friðlýsingarinnar við það. Í samræmi við 22. gr. minjalaga er síðan 100 m friðhelgunarsvæði umhverfis útmörk garðsins. Elsta standandi húsaþyrping landsins Þá staðfesti ráðherra Neðstakaupstað og Skutulsfjarðareyri sem sérstakt verndarsvæði í byggð og varð það gert að tillögu Ísafjarðarbæjar. Neðstikaupstaður er elsta húsaþyrping landsins sem enn stendur, og er fjara sem liggur vestan við hana einnig hluti verndarsvæðisins. Húsaþyrpingin stóð upphaflega á mjóum tanga, sem var syðsti hluti Eyrarinnar, og voru húsin fjögur reist á árunum 1757 til 1784. Skutulsfjarðareyrin skiptist í Miðkaupstað og Hæstakaupstað, og er þar um að ræða samfellda og þétta byggð húsa á efra svæðinu á Eyrinni. Elst húsanna er Faktorshúsið sem reist var árið 1788. Innan svæðanna beggja eru 11 friðlýst hús og tugir aldursfriðaðra húsa og telst heildarvarðveislugildi svæðisins hátt hvað varðar byggingalist, menningarsögu, umhverfi, upprunaleika og ástand,“ segir á vef ráðuneytisins.
Ísafjarðarbær Húsavernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira