Fótbolti

„Vin­kona“ stelpnanna okkar verður fyrsta konan sem dæmir karla­leik á Wembl­ey

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephanie Frappart sýnir Áslaugu Mundi Gunnlaugsdóttur rauða spjaldið í leiknum í fyrra.
Stephanie Frappart sýnir Áslaugu Mundi Gunnlaugsdóttur rauða spjaldið í leiknum í fyrra. Getty/Octavio Passos

Franski fótboltadómarinn Stephanie Frappart mun skrifa söguna enn á ný á föstudaginn kemur þegar hún verður fyrsta konan til að dæma karlalandsleik á Wembley leikvanginum í London.

Frappart hefur fengið það verkefni að dæma vináttulandsleik karlaliða Englands og Ástralíu.

Frappart er einnig fyrsts konan til að dæma í efstu tveimur deildunum í Frakklandi, fursta konan til að dæma í Meistaradeild karla og fyrsta konan til að dæma í Ofurbikar karla hjá UEFA.

Nú síðast varð Stephanie Frappart síðan fyrsta konan til að dæma í úrslitakeppni heimsmeistaramóts kvenna þegar hún dæmdi leik Kosta Ríka og Þýskalands á HM í Katar fyrir tæpu ári síðan.

Við Íslendingar eigum þó ekki góðar minningar af Stephanie Frappart sem dæmdi umspilsleik kvennaliðs Íslands og Portúgals, leiknum þar sem íslensku stelpurnar misstu grátlega af HM.

Frappart dæmdi umdeilt víti á íslensku stelpurnar og gaf enn þá umdeildara rautt spjald en þessi dómur var algjör örlagavaldur fyrir okkar konur sem töpuðu leiknum í framlengingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×