Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2024 14:17 Heung-Min Son, Mohamed Salah og Kevin De Bruyne gætu allir farið frítt frá félögum sínum í sumar. Vísir/Getty Óhætt er að segja að það séu nokkur stór nöfn á listanum yfir þá leikmenn sem renna út á samningi í ensku úrvalsdeildinni næsta sumar. Liverpool, Manchester City og Tottenham eru meðal þeirra liða sem geta átt í hættu á því að missa frá sér sínar stærstu stjörnur í sumar og þeir leikmenn sem renna út á samningi að tímabilinu loknu geta farið að ræða við erlend lið strax í janúar. Breska ríkisútvarpið, BBC, tók saman lista yfir þá helstu sem verða að öllu óbreyttu samningslausir í sumar. Salah, Trent og Van Dijk á lista Liverpool Ef allt fer á versta veg gæti Liverpool misst þrjá af sínum bestu leikmönnum í sumar. Mohamed Salah, Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk verða allir samningslausir í sumar ef liðinu tekst ekki að endursemja við þá. Salah hefur, að öðrum ólöstuðum, verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu. Egyptinn hefur skorað 16 mörk og lagt upp önnur 11 í aðeins 17 leikjum. Mohamed Salah hefur verið magnaður á tímabilinu.vísir/Getty Þá hefur Van Dijk verið meðal bestu varnarmanna deildarinnar undanfarin ár og Trent Alexander-Arnold hefur verið einn besti bakvörður heims, í það minnsta þegar kemur að sóknarframlagi bakvarða. Gætu De Bruyne og Son farið? Englandsmeistar síðustu fjögurra ára gætu einnig verið að missa einn af sinn dáðustu sonum. Samningur Kevins De Bruyne rennur út í sumar og gæti einn besti miðjumaður sem deildin hefur sé því verið á útleið. Tímabilið hefur hins vegar ekki verið gott hjá Belganum, ekki frekar en öðrum hjá meisturunum ríkjandi. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá De Bruyne undanfarin ár og hefur hann aðeins komið við sögu í 16 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Kevin De Bruyne hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Manchester City undanfarið.Carl Recine/Getty Images Þá gæti annar leikmaður sem er ekki að eiga sitt besta tímabil yfirgefið sitt félag. Heung-Min Son, leikmaður Tottenham, er á sínu síðasta samningsári og gæti því yfirgefið félagið. Son hefur verið burðarás í liði Tottenham frá árinu 2018 og er átjándi markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 125 mörk. Hann hefur hins vegar ekki verið upp á sitt besta á tímabilinu og hefur aðeins komið boltanum fimm sinnum í netið fyrir þá hvítklæddu. Aðrir sem gætu farið Salah, Van Dijk, Trent, De Bruyne og Son eru ekki einu leikmennirnir sem gætu farið frítt frá sínum liðumí sumar. Chris Wood, sem hefur raðað inn mörkum fyrir spútniklið Nottingham Forest, er á sínu síðasta samningsári og gæti því farið. Það sama má segja um leikmenn á borð við Amad Diallo, Harry Maguire, Victor Lindelof, Thomas Partey, Callum Wilson, Tyrick Mitchell og Sean Longstaff. Chris Wood hefur raðað inn fyrir Nottingham Forest í vetur.Carl Recine/Getty Images Enski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fleiri fréttir „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Sjá meira
Liverpool, Manchester City og Tottenham eru meðal þeirra liða sem geta átt í hættu á því að missa frá sér sínar stærstu stjörnur í sumar og þeir leikmenn sem renna út á samningi að tímabilinu loknu geta farið að ræða við erlend lið strax í janúar. Breska ríkisútvarpið, BBC, tók saman lista yfir þá helstu sem verða að öllu óbreyttu samningslausir í sumar. Salah, Trent og Van Dijk á lista Liverpool Ef allt fer á versta veg gæti Liverpool misst þrjá af sínum bestu leikmönnum í sumar. Mohamed Salah, Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk verða allir samningslausir í sumar ef liðinu tekst ekki að endursemja við þá. Salah hefur, að öðrum ólöstuðum, verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu. Egyptinn hefur skorað 16 mörk og lagt upp önnur 11 í aðeins 17 leikjum. Mohamed Salah hefur verið magnaður á tímabilinu.vísir/Getty Þá hefur Van Dijk verið meðal bestu varnarmanna deildarinnar undanfarin ár og Trent Alexander-Arnold hefur verið einn besti bakvörður heims, í það minnsta þegar kemur að sóknarframlagi bakvarða. Gætu De Bruyne og Son farið? Englandsmeistar síðustu fjögurra ára gætu einnig verið að missa einn af sinn dáðustu sonum. Samningur Kevins De Bruyne rennur út í sumar og gæti einn besti miðjumaður sem deildin hefur sé því verið á útleið. Tímabilið hefur hins vegar ekki verið gott hjá Belganum, ekki frekar en öðrum hjá meisturunum ríkjandi. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá De Bruyne undanfarin ár og hefur hann aðeins komið við sögu í 16 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Kevin De Bruyne hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Manchester City undanfarið.Carl Recine/Getty Images Þá gæti annar leikmaður sem er ekki að eiga sitt besta tímabil yfirgefið sitt félag. Heung-Min Son, leikmaður Tottenham, er á sínu síðasta samningsári og gæti því yfirgefið félagið. Son hefur verið burðarás í liði Tottenham frá árinu 2018 og er átjándi markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 125 mörk. Hann hefur hins vegar ekki verið upp á sitt besta á tímabilinu og hefur aðeins komið boltanum fimm sinnum í netið fyrir þá hvítklæddu. Aðrir sem gætu farið Salah, Van Dijk, Trent, De Bruyne og Son eru ekki einu leikmennirnir sem gætu farið frítt frá sínum liðumí sumar. Chris Wood, sem hefur raðað inn mörkum fyrir spútniklið Nottingham Forest, er á sínu síðasta samningsári og gæti því farið. Það sama má segja um leikmenn á borð við Amad Diallo, Harry Maguire, Victor Lindelof, Thomas Partey, Callum Wilson, Tyrick Mitchell og Sean Longstaff. Chris Wood hefur raðað inn fyrir Nottingham Forest í vetur.Carl Recine/Getty Images
Enski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fleiri fréttir „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Sjá meira