Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2024 14:17 Heung-Min Son, Mohamed Salah og Kevin De Bruyne gætu allir farið frítt frá félögum sínum í sumar. Vísir/Getty Óhætt er að segja að það séu nokkur stór nöfn á listanum yfir þá leikmenn sem renna út á samningi í ensku úrvalsdeildinni næsta sumar. Liverpool, Manchester City og Tottenham eru meðal þeirra liða sem geta átt í hættu á því að missa frá sér sínar stærstu stjörnur í sumar og þeir leikmenn sem renna út á samningi að tímabilinu loknu geta farið að ræða við erlend lið strax í janúar. Breska ríkisútvarpið, BBC, tók saman lista yfir þá helstu sem verða að öllu óbreyttu samningslausir í sumar. Salah, Trent og Van Dijk á lista Liverpool Ef allt fer á versta veg gæti Liverpool misst þrjá af sínum bestu leikmönnum í sumar. Mohamed Salah, Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk verða allir samningslausir í sumar ef liðinu tekst ekki að endursemja við þá. Salah hefur, að öðrum ólöstuðum, verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu. Egyptinn hefur skorað 16 mörk og lagt upp önnur 11 í aðeins 17 leikjum. Mohamed Salah hefur verið magnaður á tímabilinu.vísir/Getty Þá hefur Van Dijk verið meðal bestu varnarmanna deildarinnar undanfarin ár og Trent Alexander-Arnold hefur verið einn besti bakvörður heims, í það minnsta þegar kemur að sóknarframlagi bakvarða. Gætu De Bruyne og Son farið? Englandsmeistar síðustu fjögurra ára gætu einnig verið að missa einn af sinn dáðustu sonum. Samningur Kevins De Bruyne rennur út í sumar og gæti einn besti miðjumaður sem deildin hefur sé því verið á útleið. Tímabilið hefur hins vegar ekki verið gott hjá Belganum, ekki frekar en öðrum hjá meisturunum ríkjandi. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá De Bruyne undanfarin ár og hefur hann aðeins komið við sögu í 16 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Kevin De Bruyne hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Manchester City undanfarið.Carl Recine/Getty Images Þá gæti annar leikmaður sem er ekki að eiga sitt besta tímabil yfirgefið sitt félag. Heung-Min Son, leikmaður Tottenham, er á sínu síðasta samningsári og gæti því yfirgefið félagið. Son hefur verið burðarás í liði Tottenham frá árinu 2018 og er átjándi markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 125 mörk. Hann hefur hins vegar ekki verið upp á sitt besta á tímabilinu og hefur aðeins komið boltanum fimm sinnum í netið fyrir þá hvítklæddu. Aðrir sem gætu farið Salah, Van Dijk, Trent, De Bruyne og Son eru ekki einu leikmennirnir sem gætu farið frítt frá sínum liðumí sumar. Chris Wood, sem hefur raðað inn mörkum fyrir spútniklið Nottingham Forest, er á sínu síðasta samningsári og gæti því farið. Það sama má segja um leikmenn á borð við Amad Diallo, Harry Maguire, Victor Lindelof, Thomas Partey, Callum Wilson, Tyrick Mitchell og Sean Longstaff. Chris Wood hefur raðað inn fyrir Nottingham Forest í vetur.Carl Recine/Getty Images Enski boltinn Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Liverpool, Manchester City og Tottenham eru meðal þeirra liða sem geta átt í hættu á því að missa frá sér sínar stærstu stjörnur í sumar og þeir leikmenn sem renna út á samningi að tímabilinu loknu geta farið að ræða við erlend lið strax í janúar. Breska ríkisútvarpið, BBC, tók saman lista yfir þá helstu sem verða að öllu óbreyttu samningslausir í sumar. Salah, Trent og Van Dijk á lista Liverpool Ef allt fer á versta veg gæti Liverpool misst þrjá af sínum bestu leikmönnum í sumar. Mohamed Salah, Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk verða allir samningslausir í sumar ef liðinu tekst ekki að endursemja við þá. Salah hefur, að öðrum ólöstuðum, verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu. Egyptinn hefur skorað 16 mörk og lagt upp önnur 11 í aðeins 17 leikjum. Mohamed Salah hefur verið magnaður á tímabilinu.vísir/Getty Þá hefur Van Dijk verið meðal bestu varnarmanna deildarinnar undanfarin ár og Trent Alexander-Arnold hefur verið einn besti bakvörður heims, í það minnsta þegar kemur að sóknarframlagi bakvarða. Gætu De Bruyne og Son farið? Englandsmeistar síðustu fjögurra ára gætu einnig verið að missa einn af sinn dáðustu sonum. Samningur Kevins De Bruyne rennur út í sumar og gæti einn besti miðjumaður sem deildin hefur sé því verið á útleið. Tímabilið hefur hins vegar ekki verið gott hjá Belganum, ekki frekar en öðrum hjá meisturunum ríkjandi. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá De Bruyne undanfarin ár og hefur hann aðeins komið við sögu í 16 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Kevin De Bruyne hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Manchester City undanfarið.Carl Recine/Getty Images Þá gæti annar leikmaður sem er ekki að eiga sitt besta tímabil yfirgefið sitt félag. Heung-Min Son, leikmaður Tottenham, er á sínu síðasta samningsári og gæti því yfirgefið félagið. Son hefur verið burðarás í liði Tottenham frá árinu 2018 og er átjándi markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 125 mörk. Hann hefur hins vegar ekki verið upp á sitt besta á tímabilinu og hefur aðeins komið boltanum fimm sinnum í netið fyrir þá hvítklæddu. Aðrir sem gætu farið Salah, Van Dijk, Trent, De Bruyne og Son eru ekki einu leikmennirnir sem gætu farið frítt frá sínum liðumí sumar. Chris Wood, sem hefur raðað inn mörkum fyrir spútniklið Nottingham Forest, er á sínu síðasta samningsári og gæti því farið. Það sama má segja um leikmenn á borð við Amad Diallo, Harry Maguire, Victor Lindelof, Thomas Partey, Callum Wilson, Tyrick Mitchell og Sean Longstaff. Chris Wood hefur raðað inn fyrir Nottingham Forest í vetur.Carl Recine/Getty Images
Enski boltinn Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn