Rúnar Ingi: „Hún er búin að taka út sinn dóm“ Siggeir Ævarsson skrifar 10. október 2023 21:56 Rúnar Ingi var mættur með Dallas Mavericks derhúfu þriðja leikinn í röð og skilaði aftur sigri. Ef hann sé með hattinn kemst hann örugglega í stuð. Vísir/Snædís Bára Njarðvík vann Suðurnesjaslag kvöldsins þar sem liðið tók á móti Grindavík í Subway-deild kvenna. Hart var tekist á en Njarðvíkingar voru sterkari á lokasprettinum og lönduðu sigri 60-56. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með að sleppa með sigurinn í leik sem hefði getað endað á hvorn veginn sem var. „Þetta var svona úrslitakeppnis hasar í gangi. Rosalega líkamlegur leikur og það var ekkert auðvelt í dag. Bæði lið komu tilbúin, tvö góð lið sem geta bæði átt leiki þar sem þau skora mikið. Það sem mér fannst jákvætt, ekki bara fyrir okkur heldur líka Grindavík, að geta líka verið í svona leik og svo var þetta bara 50/50 hérna síðustu fimm mínúturnar.“ Sóknarlega sagði hann að Njarðvíkingar eigi mikið inni. „Við áttum hérna nokkur stór „play“ þannig að þetta lenti okkar megin en það sem ég er kannski mest ánægður með er að sýna að þó við séum kannski ekki komnar á þann stað sem við viljum sóknarlega, bara langt í frá, en að geta tekið svona sigra þar sem við erum að halda liðum undir 60 tvo leiki í röð. Byrjum á Haukum á laugardaginn og svo Grindavík í dag. Þetta eru svona iðnaðarsigrar. Þetta er ekkert rosalega fallegt en ég tek því og tvö stig í hús.“ Emilie Hesseldal bauð upp á áhugaverða tölfræði í dag. Núll af fjórtán í skotum utan af velli, sjö stig, 21 frákast og sex stoðsendingar. „Hesseldal var kannski bara ekki alveg að finna sig í dag og maður sá það kannski á líkamnum á henni held ég. Mér fannst hún ekki jafn fersk. Hún náttúrulega spilaði svakalegar margar mínútur og var með risa framlag fyrir bara þremur dögum. Hún þarf kannski aðeins lengri pásu á þessum tímapunkti.“ Rúnar sagði að innkoma Tynice Martin væri ekki að riðla sóknarleik liðsins neitt sérstaklega en hún þyrfti vissulega að finna sitt takt og hlutverk. „Eins og ég sagði við þig fyrir leik þá er Tynice búin að vera með okkur í einhverjar sex vikur. Það er öðruvísi að spila á móti Grindavíkurliðinu. Þær eru mjög aðgangsharðar og voru að tvídekka á póstinn frá sterku hliðinni sem er öðruvísi en við höfum lent í á þessu tímabili þannig að við þurftum aðeins að finna nýjar leiðir.“ „En Tynice að sjálfsögðu að reyna að koma sér í takt við leikinn og finna sitt hlutverk. En sóknarlega var þetta bara langt í frá að vera gott en við áttum nógu mikið inni til að setja nokkur risa „play“ og þar sérstaklega ein 17 ára [Jana Falsdóttir, innsk. blm] sem er bara ótrúleg.“ Töluvert hefur verið rætt um Tynice Martin síðustu daga en dráttur varð á að hún fengi atvinnuleyfi þar sem hún fékk dóm fyrir heimilisofbeldi árið 2019 og fékk eins árs skilboðsbundið fangelsi eftir að hún hafði gengið inn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar, togað í hár hennar og hafi svo ásamt annarri konu ýtt fórnarlambinu á hurð, lamið hana, tekið hálstaki og hrint. Atvinnuleyfið kom loks í hús eftir nokkuð stapp í kerfinu og var málið til umræðu í Körfuboltakvöldi í gær. Rúnar sagði að hann gæti ekki stjórnað umræðunni en að Tynice væri búin að taka út sinn dóm. „Umræða er bara umræða og ég hef enga stjórn á því hvað annað fólk er að ræða, hvorki í sjónvarpinu eða á samfélagsmiðlum. Ég hef aldrei farið í jafn mikinn undirbúning við að ná í leikmann. Tala við lögfræðinga og afla mér upplýsinga um málið, tala við háskólaþjálfarann, tala við liðsfélaga í Finnlandi. Hún er bara frábær stelpa sem er komin hérna til að leggja sig fram og vinna sína vinnu. Búin að taka út sinn dóm og ég hef ekkert meira um það að segja.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Finnst skrítið að hún sé enn á Íslandi: „Bleikur fíll sem enginn vill tala um“ Njarðvíkurkonur hafa spilað fyrstu leiki sína í Subway deild kvenna án þess að hafa bandarískan leikmann í sínu liði. Staðan á bandaríska leikmanni Njarðvíkurliðsins var til umræðu í Körfuboltakvöldi kvenna í gær. 10. október 2023 08:31 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með að sleppa með sigurinn í leik sem hefði getað endað á hvorn veginn sem var. „Þetta var svona úrslitakeppnis hasar í gangi. Rosalega líkamlegur leikur og það var ekkert auðvelt í dag. Bæði lið komu tilbúin, tvö góð lið sem geta bæði átt leiki þar sem þau skora mikið. Það sem mér fannst jákvætt, ekki bara fyrir okkur heldur líka Grindavík, að geta líka verið í svona leik og svo var þetta bara 50/50 hérna síðustu fimm mínúturnar.“ Sóknarlega sagði hann að Njarðvíkingar eigi mikið inni. „Við áttum hérna nokkur stór „play“ þannig að þetta lenti okkar megin en það sem ég er kannski mest ánægður með er að sýna að þó við séum kannski ekki komnar á þann stað sem við viljum sóknarlega, bara langt í frá, en að geta tekið svona sigra þar sem við erum að halda liðum undir 60 tvo leiki í röð. Byrjum á Haukum á laugardaginn og svo Grindavík í dag. Þetta eru svona iðnaðarsigrar. Þetta er ekkert rosalega fallegt en ég tek því og tvö stig í hús.“ Emilie Hesseldal bauð upp á áhugaverða tölfræði í dag. Núll af fjórtán í skotum utan af velli, sjö stig, 21 frákast og sex stoðsendingar. „Hesseldal var kannski bara ekki alveg að finna sig í dag og maður sá það kannski á líkamnum á henni held ég. Mér fannst hún ekki jafn fersk. Hún náttúrulega spilaði svakalegar margar mínútur og var með risa framlag fyrir bara þremur dögum. Hún þarf kannski aðeins lengri pásu á þessum tímapunkti.“ Rúnar sagði að innkoma Tynice Martin væri ekki að riðla sóknarleik liðsins neitt sérstaklega en hún þyrfti vissulega að finna sitt takt og hlutverk. „Eins og ég sagði við þig fyrir leik þá er Tynice búin að vera með okkur í einhverjar sex vikur. Það er öðruvísi að spila á móti Grindavíkurliðinu. Þær eru mjög aðgangsharðar og voru að tvídekka á póstinn frá sterku hliðinni sem er öðruvísi en við höfum lent í á þessu tímabili þannig að við þurftum aðeins að finna nýjar leiðir.“ „En Tynice að sjálfsögðu að reyna að koma sér í takt við leikinn og finna sitt hlutverk. En sóknarlega var þetta bara langt í frá að vera gott en við áttum nógu mikið inni til að setja nokkur risa „play“ og þar sérstaklega ein 17 ára [Jana Falsdóttir, innsk. blm] sem er bara ótrúleg.“ Töluvert hefur verið rætt um Tynice Martin síðustu daga en dráttur varð á að hún fengi atvinnuleyfi þar sem hún fékk dóm fyrir heimilisofbeldi árið 2019 og fékk eins árs skilboðsbundið fangelsi eftir að hún hafði gengið inn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar, togað í hár hennar og hafi svo ásamt annarri konu ýtt fórnarlambinu á hurð, lamið hana, tekið hálstaki og hrint. Atvinnuleyfið kom loks í hús eftir nokkuð stapp í kerfinu og var málið til umræðu í Körfuboltakvöldi í gær. Rúnar sagði að hann gæti ekki stjórnað umræðunni en að Tynice væri búin að taka út sinn dóm. „Umræða er bara umræða og ég hef enga stjórn á því hvað annað fólk er að ræða, hvorki í sjónvarpinu eða á samfélagsmiðlum. Ég hef aldrei farið í jafn mikinn undirbúning við að ná í leikmann. Tala við lögfræðinga og afla mér upplýsinga um málið, tala við háskólaþjálfarann, tala við liðsfélaga í Finnlandi. Hún er bara frábær stelpa sem er komin hérna til að leggja sig fram og vinna sína vinnu. Búin að taka út sinn dóm og ég hef ekkert meira um það að segja.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Finnst skrítið að hún sé enn á Íslandi: „Bleikur fíll sem enginn vill tala um“ Njarðvíkurkonur hafa spilað fyrstu leiki sína í Subway deild kvenna án þess að hafa bandarískan leikmann í sínu liði. Staðan á bandaríska leikmanni Njarðvíkurliðsins var til umræðu í Körfuboltakvöldi kvenna í gær. 10. október 2023 08:31 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira
Finnst skrítið að hún sé enn á Íslandi: „Bleikur fíll sem enginn vill tala um“ Njarðvíkurkonur hafa spilað fyrstu leiki sína í Subway deild kvenna án þess að hafa bandarískan leikmann í sínu liði. Staðan á bandaríska leikmanni Njarðvíkurliðsins var til umræðu í Körfuboltakvöldi kvenna í gær. 10. október 2023 08:31