Átak að losa bílinn sem var „frosinn niður“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. október 2023 16:07 Bíllinn var rækilega fastur og í raun frosinn niður, að sögn Pálmars formanns björgunarsveitarinnar Stjörnunnar. Landsbjörg Aðstæður voru erfiðar í aftakaveðri að Fjallabaki í nótt þar sem björgunarsveitarmenn hjálpuðu ferðamönnum sem fest höfðu bíl sinn. Átta gistu í fjöldahjálparstöð í Djúpavogi vegna veðurs. Annar hvellur er væntanlegur í nótt. Björgunarsveitir voru kallaðar út víða um land nú í nótt vegna verkefna tengdum óveðrinu sem gekk yfir landið. Fjölmennasta verkefnið tengdist útkalli vegna tveggja manna sem höfðu fest bíl sinn að Fjallabaki. Pálmar Atli Jóhannesson, formaður björgunarsveitarinnar Stjörnunnar í Skaftártungu, fór á vettvang ásamt um fimmtán manna hópi björgunarfólks. „Það var náttúrulega bara snarvitlaust veður, hátt í þrjátíu metrar á sekúndu og sandfok mikið á Mælifellssandi,“ segir Pálmar. Aðstæður voru erfiðar við Brennivínskvísl.Landsbjörg Mennirnir, ferðamenn, höfðu setið fastir í bílnum í talsverðan tíma þegar björgunarsveitin fann þá. „Bíllinn var orðinn æði fastur, fastur í krapa og sat á kviðnum. Þannig að hann var eiginlega má segja frosinn niður. Það var átak að ná að losa hann en þegar hann var orðinn laus þá var nú bara þægileg færð niður úr,“ segir Pálmar. Veðrið lét einnig rækilega til sín taka á austanverðu landinu. Hjalti Bergmar Axelsson aðalvarðstjóri hjá lögreglu á Egilsstöðum segir átta erlenda ferðamenn hafa gist í fjöldahjálparstöð á Djúpavogi í nótt. Veður hafi verið sérlega vont þar um slóðir og hviður farið yfir fjörutíu metra á sekúndu. Norðvestanstormur gærdagsins er nú genginn niður, síðustu gulu viðvaranirnar á Austfjörðum og Suðausturlandi féllu úr gildi nú um hádegi. Annar hvellur er þó væntanlegur; gul hríðarviðvörun tekur gildi á vestan- og sunnanverðu landinu nú í nótt, aðfaranótt fimmtudags, og búast má við stormi við suðurströndina fram yfir hádegi á morgun. Frá vettvangi.Landsbjörg Veður Björgunarsveitir Múlaþing Skaftárhreppur Tengdar fréttir Festu bíl sinn í á að Fjallabaki Björgunarsveitir voru kallaðar út víða um land í nótt vegna verkefna tengdum óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt. Fjölmennasta verkefnið tengdist útkalli vegna tveggja manna sem höfðu fest bíl sinn að Fjallabaki. 11. október 2023 08:17 Þakplötur, hjólhýsi og bílskúrshurð fuku í Vestmannaeyjum Töluverður vindur er um allt land og björgunarsveitir víða við störf. Í Vestmannaeyjum sinnti björgunarfólk nokkrum útköllum vegna foks. 10. október 2023 15:18 Björgunarsveit aðstoðar fólk í Skálafelli Björgunarsveitarfólk er nú í Skálafelli vegna útkalls. Rólegt hefur verið hjá þeim í nótt. Veðurviðvaranir eru enn í gildi um land allt. 10. október 2023 08:42 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Björgunarsveitir voru kallaðar út víða um land nú í nótt vegna verkefna tengdum óveðrinu sem gekk yfir landið. Fjölmennasta verkefnið tengdist útkalli vegna tveggja manna sem höfðu fest bíl sinn að Fjallabaki. Pálmar Atli Jóhannesson, formaður björgunarsveitarinnar Stjörnunnar í Skaftártungu, fór á vettvang ásamt um fimmtán manna hópi björgunarfólks. „Það var náttúrulega bara snarvitlaust veður, hátt í þrjátíu metrar á sekúndu og sandfok mikið á Mælifellssandi,“ segir Pálmar. Aðstæður voru erfiðar við Brennivínskvísl.Landsbjörg Mennirnir, ferðamenn, höfðu setið fastir í bílnum í talsverðan tíma þegar björgunarsveitin fann þá. „Bíllinn var orðinn æði fastur, fastur í krapa og sat á kviðnum. Þannig að hann var eiginlega má segja frosinn niður. Það var átak að ná að losa hann en þegar hann var orðinn laus þá var nú bara þægileg færð niður úr,“ segir Pálmar. Veðrið lét einnig rækilega til sín taka á austanverðu landinu. Hjalti Bergmar Axelsson aðalvarðstjóri hjá lögreglu á Egilsstöðum segir átta erlenda ferðamenn hafa gist í fjöldahjálparstöð á Djúpavogi í nótt. Veður hafi verið sérlega vont þar um slóðir og hviður farið yfir fjörutíu metra á sekúndu. Norðvestanstormur gærdagsins er nú genginn niður, síðustu gulu viðvaranirnar á Austfjörðum og Suðausturlandi féllu úr gildi nú um hádegi. Annar hvellur er þó væntanlegur; gul hríðarviðvörun tekur gildi á vestan- og sunnanverðu landinu nú í nótt, aðfaranótt fimmtudags, og búast má við stormi við suðurströndina fram yfir hádegi á morgun. Frá vettvangi.Landsbjörg
Veður Björgunarsveitir Múlaþing Skaftárhreppur Tengdar fréttir Festu bíl sinn í á að Fjallabaki Björgunarsveitir voru kallaðar út víða um land í nótt vegna verkefna tengdum óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt. Fjölmennasta verkefnið tengdist útkalli vegna tveggja manna sem höfðu fest bíl sinn að Fjallabaki. 11. október 2023 08:17 Þakplötur, hjólhýsi og bílskúrshurð fuku í Vestmannaeyjum Töluverður vindur er um allt land og björgunarsveitir víða við störf. Í Vestmannaeyjum sinnti björgunarfólk nokkrum útköllum vegna foks. 10. október 2023 15:18 Björgunarsveit aðstoðar fólk í Skálafelli Björgunarsveitarfólk er nú í Skálafelli vegna útkalls. Rólegt hefur verið hjá þeim í nótt. Veðurviðvaranir eru enn í gildi um land allt. 10. október 2023 08:42 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Festu bíl sinn í á að Fjallabaki Björgunarsveitir voru kallaðar út víða um land í nótt vegna verkefna tengdum óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt. Fjölmennasta verkefnið tengdist útkalli vegna tveggja manna sem höfðu fest bíl sinn að Fjallabaki. 11. október 2023 08:17
Þakplötur, hjólhýsi og bílskúrshurð fuku í Vestmannaeyjum Töluverður vindur er um allt land og björgunarsveitir víða við störf. Í Vestmannaeyjum sinnti björgunarfólk nokkrum útköllum vegna foks. 10. október 2023 15:18
Björgunarsveit aðstoðar fólk í Skálafelli Björgunarsveitarfólk er nú í Skálafelli vegna útkalls. Rólegt hefur verið hjá þeim í nótt. Veðurviðvaranir eru enn í gildi um land allt. 10. október 2023 08:42