„Hann á að vera hættur, af hverju er hann hérna?“ Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2023 11:12 Bjarni Benediktsson fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra í þingsal í morgun. Hann var klár í að svara fyrirspurnum en ekki kom til þess að stjórnarandstaðan hefði neinar spurningar fram að færa, hún leit svo á að hann hefði ekkert að segja um fjármál til framtíðar. Vísir/Vilhelm Samantekin ráð stjórnarandstöðunnar voru í óundirbúnum fyrirspurnartíma um að spyrja Bjarna Benediktsson sem fjármála- og efnahagsráðherra einskis í ljósi þess að hann hefur sagt af sér sem slíkur. Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra hófust um 10:30 í dag. Til svara voru mætt þau Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Það vakti mikla athygli þegar Bjarni boðaði til blaðamannafundar á þriðjudagsmorgun og tilkynnti um þá ákvörðun sína að hann myndi stíga til hliðar. Var það í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis sem taldi Bjarna vanhæfan til að hafa yfirumsjá má sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Var það eftir að í ljós kom að faðir hans, Benedikt Sveinsson, var meðal kaupenda. Bjarni sagðist ósammála forsendum umboðsmanns en sagði að hann virti álitið, Sjálfstæðisflokkurinn virti stofnanir ríkisins. Bjarni hlaut lof fyrir framgöngu sína en þegar spurðist að hann ætlaði líklega að hafa stólaskipti fór fljótlega að falla á engilinn að minnsta kosti í huga stjórnarandstöðuþingmanna. Líklega að fara í utanríkismálin Ljóst er að þungt hljóðið var í stjórnarandstöðunni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn hóf leikinn og sagði að landsmenn hafi fylgst með afsögn Bjarna en svo hafi fljótlega komið í ljós að ekki var um neina afsögn að ræða heldur biði hans annar ráðherrastóll. „Sólarhringsauðmýktinni var lokið,“ sagði Þorbjörg Sigríður: Lærdómurinn ætlaði að verða sá að fjármálaráðherra ætlaði bara að verða utanríkisráðherra. Og síðan stigu þeir hver af öðrum upp í ræðupúltið og lýstu yfir furðu sinni á stöðu mála. Björn Leví Gunnarsson sagði að þrír ráðherrar ættu að sitja fyrir svörum en hann sæi bara tvo. Birgir Ármannsson forseti Alþings áréttaði að þrír ráðherrar væru mættir. Halldóra Mogensen Pírötum var meðal fjölmargra stjórnarandstöðuþingmanna sé steig í pontu og taldi sig ekki eiga neitt vantalað við mann sem hefði ekkert um fjármál ríkisins að segja til framtíðar.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins sagði ráðherra hafa ákveðið að axla ábyrgð en svo tæki ráðherrakapall við. „Hann væri maður meiri ef hann axlaði ábyrgð og stigi skrefið til fulls“. Andrés Ingi Jónsson Pírötum hafði það til marks um verkleysi ríkisstjórnarinnar að hversu langan tíma það tæki að fylla sæti fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni á að vera hættur Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki virtist í essinu sínu og sagði að þeim í Sjálfstæðisflokknum, „og ég held ríkisstjórnarflokkunum, líður ágætlega þessa dagana.“ Jón sagði þá sátta við það hvernig Bjarni hafi brugðist við áliti sem þó væri umdeilanlegt „en það er með ólíkindum að fylgjast með vanlíðan stjórnarandstöðunnar í þessu máli og ber þess merki hversu grunnur málflutningur hennar er. Hann sagði að það verði gerðar breytingar í ríkisstjórninni, það liggur fyrir. En þeir vandi skrefið í því sem öðru sem þeir gera. Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokki sagði umræðuna ótrúlega og menn væru bara svekktir að sjá hversu sterkum fótum ríkisstjórnin stendur.Aðsend Halldóra Mogensen Pírötum sagði það fyrir öllu að Sjálfstæðismönnum liði vel. Hún sagði að henni liði ekki illa, þetta væri bara svo vandræðalegt hversu grunn pólitík Sjálfstæðisflokksins væri. „Um hvað á ég að spyrja fjármálaráðherra? Hann á að vera hættur, af hverju er hann hérna? Hverju á hann að svara?“ Halldóra hafði þetta til marks um óheiðarleika Sjálfstæðismanna sem svo græfi undan lýðræðinu. Og þannig gekk karp um það hvað Bjarni væri að gera þarna sem fjármálaráðherra lengi vel. Ingibjörg Isaksen Framsóknarflokki sagði umræðuna ótrúlega. Hér er einstaklingur sem sé enn að sinna starfi sínu og eðilegt að hann sé til staðar og standi fyrir svörum. „Stjórnarandstaðan er svekkt þegar hún sér hversu sterkum fótum ríkisstjórn stendur.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Tengdar fréttir Segir að gera eigi kröfu um að Bjarni verði forsætisráðherra Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti að gera þá kröfu að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. 12. október 2023 07:26 „Menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar“ Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu margir hverjir afsögn Bjarna Benediktssonar á þingi í dag. Formaður Viðreisnar segir óvissu ýta undir óstöðugleika og að það ríki ringulreið. Þingmenn gagnrýndu það að hann fari mögulega í annan ráðherrastól. Bjarni verður til svars í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. 11. október 2023 18:23 Nærmynd af Benedikt Sveinssyni: Óvæntur örlagavaldur í pólitísku lífi sonarins Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra í gær. Ástæðan varðaði kaup föður hans á hlut í Íslandsbanka, en það er ekki í fyrsta skipti sem faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hefur áhrif á pólitískan feril sonarins. Benedikt hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í áratugi. Hann hefur meðal annars verið kallaður „Stjórnarformaður Íslands“ 11. október 2023 14:57 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra hófust um 10:30 í dag. Til svara voru mætt þau Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Það vakti mikla athygli þegar Bjarni boðaði til blaðamannafundar á þriðjudagsmorgun og tilkynnti um þá ákvörðun sína að hann myndi stíga til hliðar. Var það í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis sem taldi Bjarna vanhæfan til að hafa yfirumsjá má sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Var það eftir að í ljós kom að faðir hans, Benedikt Sveinsson, var meðal kaupenda. Bjarni sagðist ósammála forsendum umboðsmanns en sagði að hann virti álitið, Sjálfstæðisflokkurinn virti stofnanir ríkisins. Bjarni hlaut lof fyrir framgöngu sína en þegar spurðist að hann ætlaði líklega að hafa stólaskipti fór fljótlega að falla á engilinn að minnsta kosti í huga stjórnarandstöðuþingmanna. Líklega að fara í utanríkismálin Ljóst er að þungt hljóðið var í stjórnarandstöðunni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn hóf leikinn og sagði að landsmenn hafi fylgst með afsögn Bjarna en svo hafi fljótlega komið í ljós að ekki var um neina afsögn að ræða heldur biði hans annar ráðherrastóll. „Sólarhringsauðmýktinni var lokið,“ sagði Þorbjörg Sigríður: Lærdómurinn ætlaði að verða sá að fjármálaráðherra ætlaði bara að verða utanríkisráðherra. Og síðan stigu þeir hver af öðrum upp í ræðupúltið og lýstu yfir furðu sinni á stöðu mála. Björn Leví Gunnarsson sagði að þrír ráðherrar ættu að sitja fyrir svörum en hann sæi bara tvo. Birgir Ármannsson forseti Alþings áréttaði að þrír ráðherrar væru mættir. Halldóra Mogensen Pírötum var meðal fjölmargra stjórnarandstöðuþingmanna sé steig í pontu og taldi sig ekki eiga neitt vantalað við mann sem hefði ekkert um fjármál ríkisins að segja til framtíðar.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins sagði ráðherra hafa ákveðið að axla ábyrgð en svo tæki ráðherrakapall við. „Hann væri maður meiri ef hann axlaði ábyrgð og stigi skrefið til fulls“. Andrés Ingi Jónsson Pírötum hafði það til marks um verkleysi ríkisstjórnarinnar að hversu langan tíma það tæki að fylla sæti fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni á að vera hættur Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki virtist í essinu sínu og sagði að þeim í Sjálfstæðisflokknum, „og ég held ríkisstjórnarflokkunum, líður ágætlega þessa dagana.“ Jón sagði þá sátta við það hvernig Bjarni hafi brugðist við áliti sem þó væri umdeilanlegt „en það er með ólíkindum að fylgjast með vanlíðan stjórnarandstöðunnar í þessu máli og ber þess merki hversu grunnur málflutningur hennar er. Hann sagði að það verði gerðar breytingar í ríkisstjórninni, það liggur fyrir. En þeir vandi skrefið í því sem öðru sem þeir gera. Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokki sagði umræðuna ótrúlega og menn væru bara svekktir að sjá hversu sterkum fótum ríkisstjórnin stendur.Aðsend Halldóra Mogensen Pírötum sagði það fyrir öllu að Sjálfstæðismönnum liði vel. Hún sagði að henni liði ekki illa, þetta væri bara svo vandræðalegt hversu grunn pólitík Sjálfstæðisflokksins væri. „Um hvað á ég að spyrja fjármálaráðherra? Hann á að vera hættur, af hverju er hann hérna? Hverju á hann að svara?“ Halldóra hafði þetta til marks um óheiðarleika Sjálfstæðismanna sem svo græfi undan lýðræðinu. Og þannig gekk karp um það hvað Bjarni væri að gera þarna sem fjármálaráðherra lengi vel. Ingibjörg Isaksen Framsóknarflokki sagði umræðuna ótrúlega. Hér er einstaklingur sem sé enn að sinna starfi sínu og eðilegt að hann sé til staðar og standi fyrir svörum. „Stjórnarandstaðan er svekkt þegar hún sér hversu sterkum fótum ríkisstjórn stendur.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Tengdar fréttir Segir að gera eigi kröfu um að Bjarni verði forsætisráðherra Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti að gera þá kröfu að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. 12. október 2023 07:26 „Menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar“ Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu margir hverjir afsögn Bjarna Benediktssonar á þingi í dag. Formaður Viðreisnar segir óvissu ýta undir óstöðugleika og að það ríki ringulreið. Þingmenn gagnrýndu það að hann fari mögulega í annan ráðherrastól. Bjarni verður til svars í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. 11. október 2023 18:23 Nærmynd af Benedikt Sveinssyni: Óvæntur örlagavaldur í pólitísku lífi sonarins Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra í gær. Ástæðan varðaði kaup föður hans á hlut í Íslandsbanka, en það er ekki í fyrsta skipti sem faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hefur áhrif á pólitískan feril sonarins. Benedikt hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í áratugi. Hann hefur meðal annars verið kallaður „Stjórnarformaður Íslands“ 11. október 2023 14:57 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Segir að gera eigi kröfu um að Bjarni verði forsætisráðherra Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti að gera þá kröfu að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. 12. október 2023 07:26
„Menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar“ Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu margir hverjir afsögn Bjarna Benediktssonar á þingi í dag. Formaður Viðreisnar segir óvissu ýta undir óstöðugleika og að það ríki ringulreið. Þingmenn gagnrýndu það að hann fari mögulega í annan ráðherrastól. Bjarni verður til svars í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. 11. október 2023 18:23
Nærmynd af Benedikt Sveinssyni: Óvæntur örlagavaldur í pólitísku lífi sonarins Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra í gær. Ástæðan varðaði kaup föður hans á hlut í Íslandsbanka, en það er ekki í fyrsta skipti sem faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hefur áhrif á pólitískan feril sonarins. Benedikt hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í áratugi. Hann hefur meðal annars verið kallaður „Stjórnarformaður Íslands“ 11. október 2023 14:57