Brady hleður Brock lofi Valur Páll Eiríksson skrifar 12. október 2023 16:00 Purdy hefur verið frábær í vetur og var það einnig í fyrra. Getty Brock Purdy, leikstjórnandi San Francisco 49ers í NFL-deildinni, er á bleiku skýi þessa dagana. Lið hans hefur unnið fimm fyrstu leiki sína á leiktíðinni og er honum líkt við goðsögnina Tom Brady. Sá síðarnefndi hefur mikið álit á Purdy. Purdy hefur komið sem stormsveipur inn í deildina en hann fékk óvænt tækifæri sem leikstjórnandi 49ers seint á síðustu leiktíð og hefur ekki litið um öxl. Trey Lance og Garoppolo, leikstjórnendur hjá 49ers í fyrra, voru báðir meiddir sem leiddi til þess að Purdy fékk stóra tækifærið. Hans fyrsti leikur var einmitt gegn Tampa Bay Buccaneers sem var leitt af Brady. Hann varð í þeim leik fyrsti leikstjórnandinn í sögunni til að leggja Brady að velli í frumraun sinni í deildinni. Þeir félagar eiga sameiginlegt að hafa verið valdir afar seint í nýliðavalinu en sýnt styrk sinn þegar í deildina var komið. Brady var spurður um Purdy í Let's Go-hlaðvarpinu á dögunum og jós lofi yfir unga leikstjórnandann. „49ers eru að standa stig frábærlega, ég spilaði við hann í fyrra, og þeir eru með mjög gott lið,“ segir Brady. „Þú heyrir ekki um gæja eins og Brock Purdy fyrr en þeir eru farnir að gera ótrúlega hluti úti á velli. Svo þetta er skemmtileg saga. Ég vona að þetta haldi svona áfram fyrir hann vegna þess að hann virðist vera auðmjúkur ungur maður sem vill ná langt. Hann hefur gaman af því að mæta á völlinn og sýna hvað í honum býr,“. Fróðlegt verður að sjá hvort Brock fari svipaða leið og Brady. Purdy var valinn síðastur í nýliðavalinu árið 2022 en hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn eftir að hann fékk tækifæri. Brady þekkir það en hann var valinn 199. í nýliðavalinu árið 1999 og sýndi og sannaði að hann átti heima töluvert ofar. NFL Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
Purdy hefur komið sem stormsveipur inn í deildina en hann fékk óvænt tækifæri sem leikstjórnandi 49ers seint á síðustu leiktíð og hefur ekki litið um öxl. Trey Lance og Garoppolo, leikstjórnendur hjá 49ers í fyrra, voru báðir meiddir sem leiddi til þess að Purdy fékk stóra tækifærið. Hans fyrsti leikur var einmitt gegn Tampa Bay Buccaneers sem var leitt af Brady. Hann varð í þeim leik fyrsti leikstjórnandinn í sögunni til að leggja Brady að velli í frumraun sinni í deildinni. Þeir félagar eiga sameiginlegt að hafa verið valdir afar seint í nýliðavalinu en sýnt styrk sinn þegar í deildina var komið. Brady var spurður um Purdy í Let's Go-hlaðvarpinu á dögunum og jós lofi yfir unga leikstjórnandann. „49ers eru að standa stig frábærlega, ég spilaði við hann í fyrra, og þeir eru með mjög gott lið,“ segir Brady. „Þú heyrir ekki um gæja eins og Brock Purdy fyrr en þeir eru farnir að gera ótrúlega hluti úti á velli. Svo þetta er skemmtileg saga. Ég vona að þetta haldi svona áfram fyrir hann vegna þess að hann virðist vera auðmjúkur ungur maður sem vill ná langt. Hann hefur gaman af því að mæta á völlinn og sýna hvað í honum býr,“. Fróðlegt verður að sjá hvort Brock fari svipaða leið og Brady. Purdy var valinn síðastur í nýliðavalinu árið 2022 en hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn eftir að hann fékk tækifæri. Brady þekkir það en hann var valinn 199. í nýliðavalinu árið 1999 og sýndi og sannaði að hann átti heima töluvert ofar.
NFL Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira