Taylor Swift aftur mætt og kærastinn í stuði í fimmta sigri Chiefs í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2023 09:01 Taylor Swift fagnar við hlið Brittany Mahomes í stúkunni á leik Kansas City Chiefs og Denver Broncos í nótt. Getty/Jamie Squire NFL-meistarar Kansas City Chiefs héldu sigurgöngu sinni áfram í NFL-deildinni í nótt þegar liðið vann 19-8 sigur á Denver Broncos á Arrowhead. Þetta var fimmti sigur Chiefs í röð og liðið er nú með besta árangurinn í Ameríkudeildinni. Liðið tapaði óvænt fyrsta leik á móti Detroit Lions en hefur unnið alla fimm leiki sína síðan. Chiefs hefur þó oft unnið meira sannfærandi sigra því liðið skoraði aðeins eitt snertimark í leiknum og tólf af nítján stigum komu því eftir að sparkarinn Harrison Butker skoraði vallarmörk. Every one of Travis Kelce's receptions tonight have come against the Broncos defense in zone coverage (8 receptions for 121 yards).Kelce is averaging 5.1 yards of separation on 8 targets against zone coverage so far tonight (0 tight windows).Powered by @awscloud pic.twitter.com/hTpnRCbGXi— Next Gen Stats (@NextGenStats) October 13, 2023 Stórstjarnan Taylor Swift var aftur mætt í stúkuna til að fylgjast með kærasta sínum, Travis Kelce. Kelce skoraði ekki snertimark en átti fínan leik. Hann greip níu bolta og fór með boltann 124 jarda. Kelce meiddist á ökkla í leiknum á undan en þá var engin Swift í stúkunni. Hann náði að harka af sér og spila leikinn í nótt og ekki skemmdi fyrir honum né aðdáendum söngkonunnar að sjá hana skemmta sér. Swift fagnaði vel í heiðursstúkunni við hlið Íslandsvinarins Brittany Mahomes, fyrrum leikmanns Aftureldingar og núverandi eiginkonu leikstjórnandans Patrick Mahomes. Þær hafa orðið mjög góðar vinkonur samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum. Eina snertimark Chiefs skoraði útherjinn Kadarius Toney í öðrum leikhluta en Kansas City var 13-0 yfir í hálfleik og 16-0 yfir eftir þrjá leikhluta. Taylor Swift in the house for TNF #DENvsKC pic.twitter.com/Swf7x9SuGf— NFL (@NFL) October 12, 2023 NFL Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Fleiri fréttir Mæssi slær enn annað metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Sjá meira
Þetta var fimmti sigur Chiefs í röð og liðið er nú með besta árangurinn í Ameríkudeildinni. Liðið tapaði óvænt fyrsta leik á móti Detroit Lions en hefur unnið alla fimm leiki sína síðan. Chiefs hefur þó oft unnið meira sannfærandi sigra því liðið skoraði aðeins eitt snertimark í leiknum og tólf af nítján stigum komu því eftir að sparkarinn Harrison Butker skoraði vallarmörk. Every one of Travis Kelce's receptions tonight have come against the Broncos defense in zone coverage (8 receptions for 121 yards).Kelce is averaging 5.1 yards of separation on 8 targets against zone coverage so far tonight (0 tight windows).Powered by @awscloud pic.twitter.com/hTpnRCbGXi— Next Gen Stats (@NextGenStats) October 13, 2023 Stórstjarnan Taylor Swift var aftur mætt í stúkuna til að fylgjast með kærasta sínum, Travis Kelce. Kelce skoraði ekki snertimark en átti fínan leik. Hann greip níu bolta og fór með boltann 124 jarda. Kelce meiddist á ökkla í leiknum á undan en þá var engin Swift í stúkunni. Hann náði að harka af sér og spila leikinn í nótt og ekki skemmdi fyrir honum né aðdáendum söngkonunnar að sjá hana skemmta sér. Swift fagnaði vel í heiðursstúkunni við hlið Íslandsvinarins Brittany Mahomes, fyrrum leikmanns Aftureldingar og núverandi eiginkonu leikstjórnandans Patrick Mahomes. Þær hafa orðið mjög góðar vinkonur samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum. Eina snertimark Chiefs skoraði útherjinn Kadarius Toney í öðrum leikhluta en Kansas City var 13-0 yfir í hálfleik og 16-0 yfir eftir þrjá leikhluta. Taylor Swift in the house for TNF #DENvsKC pic.twitter.com/Swf7x9SuGf— NFL (@NFL) October 12, 2023
NFL Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Fleiri fréttir Mæssi slær enn annað metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Sjá meira