FBI-maður sem yfirheyrði Saddam Hussein fer fyrir nýju lyfjaeftirliti UFC Aron Guðmundsson skrifar 13. október 2023 14:01 George Piro er maðurinn sem UFC hefur leitað til að leiða nýja stefnu UFC í lyfjaeftirliti. Vísir/Samsett mynd Nú er orðið ljóst hvaða leið UFC ætlar að fara þegar kemur að lyfjaprófun bardagakappa sinna en eins og frægt er orðið slitnaði upp úr samstarfi samtakanna við bandaríska lyfjaeftirlitið. Maður sem er best þekktur fyrir að hafa yfirheyrt Saddam Hussein, mun hafa yfirumsjón með þessu nýja lyfjaeftirliti UFC. Eins og við greindum frá í gær slitnaði upp úr samstarfinu og er óvíst vað íslenski UFC bardagakappinn Gunnar Nelson mun gera. Þó er tekin að skýrast upp mynd varðandi það hvernig lyfjaeftirliti UFC verði háttað frá og með næsta ári. Samkvæmt frétt AP-fréttaveitunnar mun Drug Free Sports International annast söfnun lyfjaprófa fyrir UFC í hinu nýja lyfjaeftirliti sem fer af stað þann 1.janúar á næsta ári. „Þeir sjá um lyfjapróf í yfir 100 löndum, safna yfir 200 þúsund sýnum árlega. Svo fyrir íþrótt sem telur rétt um 650 íþróttamenn í yfir 50 löndum, hentar þetta okkur fullkomlega,“ segir Jeff Novitzky, varaforseti UFC um DFSI sem hefur margvíslega reynslu í tengslum við lyfjaeftirlit í íþróttum. Meðal annars fyrir NFL, NBA og MLB deildirnar í Bandaríkjunum. Fyrrum FBI sérsveitarmaðurinn George Piro, sem er best þekktur fyrir að hafa verið einn af þeim sem yfirheyrði íraska einræðisherrann Saddam Hussein á sínum tíma, mun fara fyrir þessu nýja eftirliti UFC. Forráðamenn UFC eru allt annað en sáttir með það hvaða stefnu samstarfið við USADA tók og þá sér í lagi yfirlýsingu Travis Tygart, framkvæmdastjóra USADA sem sagði að upp á síðkastið hefði samband UFC við USADA tekið að stirðna. UFC íhugar að fara með USADA fyrir dómstóla vegna málsins. Viðræður um áframhaldandi samstarf höfðu verið í gangi milli fulltrúa USADA og UFC en nú er það að frumkvæði UFC sem ákvörðun hefur verið tekin um að samstarfið muni líða undir lok strax í byrjun næsta árs. Deilumál varðandi stöðu írska bardagakappans Conor McGregor eru sögð spila stóran þátt í endalokum samstarfsins en USADA ýjar að því að UFC hefði viljað undanþágu fyrir Írann frá reglum USADA. UFC harðneitar þessum staðhæfingum USADA. MMA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Sjá meira
Eins og við greindum frá í gær slitnaði upp úr samstarfinu og er óvíst vað íslenski UFC bardagakappinn Gunnar Nelson mun gera. Þó er tekin að skýrast upp mynd varðandi það hvernig lyfjaeftirliti UFC verði háttað frá og með næsta ári. Samkvæmt frétt AP-fréttaveitunnar mun Drug Free Sports International annast söfnun lyfjaprófa fyrir UFC í hinu nýja lyfjaeftirliti sem fer af stað þann 1.janúar á næsta ári. „Þeir sjá um lyfjapróf í yfir 100 löndum, safna yfir 200 þúsund sýnum árlega. Svo fyrir íþrótt sem telur rétt um 650 íþróttamenn í yfir 50 löndum, hentar þetta okkur fullkomlega,“ segir Jeff Novitzky, varaforseti UFC um DFSI sem hefur margvíslega reynslu í tengslum við lyfjaeftirlit í íþróttum. Meðal annars fyrir NFL, NBA og MLB deildirnar í Bandaríkjunum. Fyrrum FBI sérsveitarmaðurinn George Piro, sem er best þekktur fyrir að hafa verið einn af þeim sem yfirheyrði íraska einræðisherrann Saddam Hussein á sínum tíma, mun fara fyrir þessu nýja eftirliti UFC. Forráðamenn UFC eru allt annað en sáttir með það hvaða stefnu samstarfið við USADA tók og þá sér í lagi yfirlýsingu Travis Tygart, framkvæmdastjóra USADA sem sagði að upp á síðkastið hefði samband UFC við USADA tekið að stirðna. UFC íhugar að fara með USADA fyrir dómstóla vegna málsins. Viðræður um áframhaldandi samstarf höfðu verið í gangi milli fulltrúa USADA og UFC en nú er það að frumkvæði UFC sem ákvörðun hefur verið tekin um að samstarfið muni líða undir lok strax í byrjun næsta árs. Deilumál varðandi stöðu írska bardagakappans Conor McGregor eru sögð spila stóran þátt í endalokum samstarfsins en USADA ýjar að því að UFC hefði viljað undanþágu fyrir Írann frá reglum USADA. UFC harðneitar þessum staðhæfingum USADA.
MMA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Sjá meira