Tólf ára stúlka varð fyrir eggjakasti á meðan hún beið eftir strætó Magnús Jochum Pálsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 14. október 2023 23:13 Sunneva Arney var að bíða eftir strætó til að fara á íþróttaæfingu þegar bíll stoppaði fyrir framan strætóskýlið og farþegar hans köstuðu eggjum í átt að henni. Stöð 2/Arnar Tólf ára stúlka segir að sér hafi brugðið þegar hópur unglingsstráka kastaði í hana heilum eggjabakka á meðan hún beið eftir Strætó. Færsla sem birtist á íbúahópi Grafarvogs á Facebook í gær, þar sem lýst var eftir vitnum að eggjakasti í strætóskýlinu í Funafold síðdegis á miðvikudag, hefur vakið mikla athygli. Svo virðist sem rað-eggjakastarar hafi keyrt um hverfið og hrellt íbúa þess. Einn skrifaði í athugasemd að eggjum hafi verið kastað um svipað leyti í bíl hans. Önnur sagðist þekkja til hóps eggjakastara, unglingsdrengja, sem hafi hrellt sjö ára dóttur hennar með eggjakasti fyrr í haust. Stoppuðu bílinn til að kasta eggjum Sunneva Arney var á leið á íþróttaæfingu og að bíða eftir strætisvagni þegar hún kom sér grunlaus fyrir í horni strætóskýlisins í Funafold. „Þá keyrði allt í einu bíll framhjá með opna hurð. Ég horfði á bílinn og hugsaði af hverju er opin hurð en síðan opnaðist hurðin meira og það var unglingsstrákur sem kastaði einhverju út,“ sagði Sunneva. „Ég leit á það, sá þetta og hugsaði oj þetta er rusl. En allt í einu opnaðist það í loftinu, lenti á buxunum mínum, á gólfinu á bak við mig og sprakk. Ég sá að þetta var egg og þetta var út um allt á mér,“ sagði hún. Sunneva segist fegin að eggjakastarinn hafi ekki náð að koma eggjaslettum í hár hennar.Stöð 2/Arnar Hún segir að sér hafi brugðið enda bláókunnugir strákar þarna á ferð. Betur fór þó en á horfðist. „Ég er glöð að hann náði ekki að kasta rosalega hátt annars hefði þetta lent í hárinu. Það hefði ekki verið gaman að þrífa það upp,“ sagði Sunneva. Hún dreif sig samt sem áður á íþróttaæfingu og eftir æfinguna biðu hennar heldur ógeðfelldar gallabuxur. „Þær hörðnuðu síðan eftir æfinguna. Það var dálítið ógeðslegt að labba í þeim heim,“ sagði Sunneva um eggjabuxurnar. Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira
Færsla sem birtist á íbúahópi Grafarvogs á Facebook í gær, þar sem lýst var eftir vitnum að eggjakasti í strætóskýlinu í Funafold síðdegis á miðvikudag, hefur vakið mikla athygli. Svo virðist sem rað-eggjakastarar hafi keyrt um hverfið og hrellt íbúa þess. Einn skrifaði í athugasemd að eggjum hafi verið kastað um svipað leyti í bíl hans. Önnur sagðist þekkja til hóps eggjakastara, unglingsdrengja, sem hafi hrellt sjö ára dóttur hennar með eggjakasti fyrr í haust. Stoppuðu bílinn til að kasta eggjum Sunneva Arney var á leið á íþróttaæfingu og að bíða eftir strætisvagni þegar hún kom sér grunlaus fyrir í horni strætóskýlisins í Funafold. „Þá keyrði allt í einu bíll framhjá með opna hurð. Ég horfði á bílinn og hugsaði af hverju er opin hurð en síðan opnaðist hurðin meira og það var unglingsstrákur sem kastaði einhverju út,“ sagði Sunneva. „Ég leit á það, sá þetta og hugsaði oj þetta er rusl. En allt í einu opnaðist það í loftinu, lenti á buxunum mínum, á gólfinu á bak við mig og sprakk. Ég sá að þetta var egg og þetta var út um allt á mér,“ sagði hún. Sunneva segist fegin að eggjakastarinn hafi ekki náð að koma eggjaslettum í hár hennar.Stöð 2/Arnar Hún segir að sér hafi brugðið enda bláókunnugir strákar þarna á ferð. Betur fór þó en á horfðist. „Ég er glöð að hann náði ekki að kasta rosalega hátt annars hefði þetta lent í hárinu. Það hefði ekki verið gaman að þrífa það upp,“ sagði Sunneva. Hún dreif sig samt sem áður á íþróttaæfingu og eftir æfinguna biðu hennar heldur ógeðfelldar gallabuxur. „Þær hörðnuðu síðan eftir æfinguna. Það var dálítið ógeðslegt að labba í þeim heim,“ sagði Sunneva um eggjabuxurnar.
Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira