Óánægðir eldri borgarar á Selfossi mótmæltu með vöfflukaffi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. október 2023 13:31 Guðný Gunnarsdóttir fer fyrir mótmælunum á Grænumarkarsvæðinu á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Óánægðir eldri borgarar á Selfossi boðuðu til vöfflukaffis til að mótmæla skerðingu á þjónustu sveitarfélagsins Árborgar. Um 30 manna hópur í Grænumörk 1, 3 og 5 komu saman í gær í vöfflukaffi í Grænumörk 1 til að mótmæla skerðingu við þá í Grænumörk 5 þar sem félagsmiðstöð eldri borgara er meðal annars með sali undir allskonar starfsemi. Guðný Gunnarsdóttir fer fyrir mótmælunum og veit um hvað málið snýst. „Það snýst um að fá að vera í salnum eins og við vorum áður en þessi breyting kom fyrst og fremst. Og þetta tíu kaffi þarf að vera liprara og opna fyrr finnst mér. Við erum fullorðið fólk og við vitum alveg að kaffið er frá 10:00 til 10:30 en við hljótum að mega setja niður og byrja að rabba saman áður en konan kemur með kaffið,“ segir Guðný. Þannig að það er ekkert opnað fyrr en klukkan 10? „Bara á mínútunni 10:00, alveg hreint. Svo sitjum við bara eins og á biðstofu hjá tannlækni með angistarsvip að bíða eftir kaffinu.“ Vöfflukaffið stóð í gær frá 14:00 til 16:00 þar sem fjöldi fólks kom saman á því tímabili til að fara yfir málin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðný segir að fólki sé líka ósátt við að geta ekki farið í salinn utan hefðbundins opnunartíma til að halda vöfflukaffi eða aðrar samkomur án þess að borga leigu. Hún segir að það sé alltaf verið að hækka húsaleiguna á gamla fólkinu og skerða hlunnindin í leiðinni. „Þetta var allt opið og við gátum bara gengið þarna inn þegar það var vakt allan daginn og þá voru bara vaktkonurnar og þær samþykktu vöfflukaffið og tóku þátt í því og hjálpuðu okkur við það,“ segir Guðný. Margrét Elísa Gunnarsdóttir, forstöðumaður hjá Árborg í Grænumörk segir mótmælahópinn bæta hressilega í sannleikann því að öll salarleiga kosti og hafi alltaf gert samkvæmt gjaldskrá sveitarfélagsins en eldri borgarar fá afslátt þar á. Þá taki breytingarnar, sem tóku gildi 1. september mið af opnunartíma allra annarra félagsmiðstöðva eldri borgara í landinu, þar að segja að opnunartíminn á mánudögum til fimmtudags sé frá 8:30 til 16:00 og á föstudögum frá 08:30 til 14:30. Félagsmiðstöð eldri borgara er í þessu húsi við Grænumörk 5 á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú er Árborg á hausnum, er þetta bara ekki eðlilegt? „Er ekki hægt að hliðra til og leita einhvers staðar annars staðar af peningnum, þau geta bara svolítið minnkað launin sín,“ segir Guðný, sem er í forsvari fyrir mótmælunum og boðaði í vöfflukaffi í gær. Mótmæla vöfflukaffið fór fram í gær í Grænumörk 1.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrír af fundargestunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Eldri borgarar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Um 30 manna hópur í Grænumörk 1, 3 og 5 komu saman í gær í vöfflukaffi í Grænumörk 1 til að mótmæla skerðingu við þá í Grænumörk 5 þar sem félagsmiðstöð eldri borgara er meðal annars með sali undir allskonar starfsemi. Guðný Gunnarsdóttir fer fyrir mótmælunum og veit um hvað málið snýst. „Það snýst um að fá að vera í salnum eins og við vorum áður en þessi breyting kom fyrst og fremst. Og þetta tíu kaffi þarf að vera liprara og opna fyrr finnst mér. Við erum fullorðið fólk og við vitum alveg að kaffið er frá 10:00 til 10:30 en við hljótum að mega setja niður og byrja að rabba saman áður en konan kemur með kaffið,“ segir Guðný. Þannig að það er ekkert opnað fyrr en klukkan 10? „Bara á mínútunni 10:00, alveg hreint. Svo sitjum við bara eins og á biðstofu hjá tannlækni með angistarsvip að bíða eftir kaffinu.“ Vöfflukaffið stóð í gær frá 14:00 til 16:00 þar sem fjöldi fólks kom saman á því tímabili til að fara yfir málin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðný segir að fólki sé líka ósátt við að geta ekki farið í salinn utan hefðbundins opnunartíma til að halda vöfflukaffi eða aðrar samkomur án þess að borga leigu. Hún segir að það sé alltaf verið að hækka húsaleiguna á gamla fólkinu og skerða hlunnindin í leiðinni. „Þetta var allt opið og við gátum bara gengið þarna inn þegar það var vakt allan daginn og þá voru bara vaktkonurnar og þær samþykktu vöfflukaffið og tóku þátt í því og hjálpuðu okkur við það,“ segir Guðný. Margrét Elísa Gunnarsdóttir, forstöðumaður hjá Árborg í Grænumörk segir mótmælahópinn bæta hressilega í sannleikann því að öll salarleiga kosti og hafi alltaf gert samkvæmt gjaldskrá sveitarfélagsins en eldri borgarar fá afslátt þar á. Þá taki breytingarnar, sem tóku gildi 1. september mið af opnunartíma allra annarra félagsmiðstöðva eldri borgara í landinu, þar að segja að opnunartíminn á mánudögum til fimmtudags sé frá 8:30 til 16:00 og á föstudögum frá 08:30 til 14:30. Félagsmiðstöð eldri borgara er í þessu húsi við Grænumörk 5 á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú er Árborg á hausnum, er þetta bara ekki eðlilegt? „Er ekki hægt að hliðra til og leita einhvers staðar annars staðar af peningnum, þau geta bara svolítið minnkað launin sín,“ segir Guðný, sem er í forsvari fyrir mótmælunum og boðaði í vöfflukaffi í gær. Mótmæla vöfflukaffið fór fram í gær í Grænumörk 1.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrír af fundargestunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Eldri borgarar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira